Færslur: 2010 Október

11.10.2010 21:00

Sæunn ÓF 7 og Kristján ÓF 51


                6063. Kristján ÓF 51 og 1570. Sæunn ÓF 7 © mynd Ísland 1990

11.10.2010 20:30

Láki SH 55


 Sá fernisseraði er 1373. Láki SH 55, en báturinn fyrir aftan hann er 2660. Arnar SH 157


  1373. Láki SH 55,  Grundarfirði í dag © myndir Aðalheiður, 11. okt. 2010

11.10.2010 20:00

Tómas Þorvaldsson GK 10


      1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 11. okt. 2010

11.10.2010 19:28

Margrét ÞH 300


   2359. Margrét ÞH 300, á Grundarfirði síðdegis í dag © mynd Aðalheiður 11. okt. 2010

11.10.2010 19:00

Mundi Sæm SF 1


                         1631. Mundi Sæm SF 1 © mynd Hilmar Bragason

11.10.2010 18:00

Ágúst GK 95 og Tómas Þorvaldsson GK 10


     1401. Ágúst GK 95 og 1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 í Grindavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 11. okt. 2010

11.10.2010 17:30

Faxi og Lundey saman um partroll

Hèr kemur myndasyrpa sem Guðmundur Hafsteinsson, stýrimaður á Faxa RE 9 tók à síldarmiðunum sem eru nú á mörkum íslensku og  færeyjar línunnar. Þarna eru Faxi og Lundey að tengja saman fyrir partrollveiðar. - Sendi ég Guðmundi kærar þakkir fyrir.
            155. Lundey NS 14 og 1742. Faxi RE 9 á partrollveiðum á síldarmiðunum á mörkum íslensku og færeysku línunnar © myndir Guðmundur Hafsteinsson, í okt. 2010

11.10.2010 17:00

F-359 Vædderen


          F-359 Vædderen, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11. okt. 2010

11.10.2010 16:10

Grindavík


                           Frá Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. okt. 2010

11.10.2010 14:34

Emilía og Steini

Þessar tvær myndir tók Þorgrímur Ómar Tavsen í dag, en eitthvað hefur linsan verið í ólagi, því skerpu vantar í báðar myndirnar.


                                              2367. Emilía AK 67


    2443. Steini GK 45, á Keflavíkinni © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 11. okt. 2010

11.10.2010 14:09

Gullfari HF 290


         2068. Gullfari HF 290, í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 11. okt. 2010

11.10.2010 13:52

Síldin komin í Grundarfjörð

Samkvæmt vefnum Skessuhorn.is:

Miklar síldarlóðningar eru komnar inn á Grundarfjörð. Að sögn Hafsteins Garðarssonar hafnarvarðar sáust nú í morgun langar lóðningar rétt norðan við bryggjuna í Grundarfirði og út fjörðinn og þá var einnig að sjá síld úti við Melrakkaey. Hafsteinn segir að sést hafi í hrefnu á ferð nýlega og að mikið fuglalíf sé á svæðinu sem gefi vísbendinu um aukið æti í firðinum. Síldin er á ferðinni á svipuðum tíma og undanfarin ár en menn hafa einnig orðið varir við hana inn við Stykkishólm þar sem veiðin hefur einkum farið fram síðastliðin tvö ár

11.10.2010 13:42

Heillri áhöfn sagt upp

Áhöfninni á togbátnum Þorvarði Lárussyni SH 129 frá Grundarfirði hefur allri verið sagt upp. Fram kemur á vef Skessuhorns, að ástæðan er sú að Samherji á Akureyri, sem leigði skipið, hefur slitið samstarfi sínu við útgerðina vegna samdráttar í kvóta á ýsu og karfa. Samherji á einnig 47% hlut í útgerð skipsins. Sigurður Ólafur Þorvarðarson skipstjóri á Þorvarði, segir við Skessuhorn að þessi staða sé afar slæma fyrir byggðarlagið en alls missa 14 manns vinnuna. Sigurður segir, að bátnum verði nú lagt og skipsverjar séu þegar farnir að leita sér að annarri vinnu.

11.10.2010 13:30

Guðmundur Runólfsson, heiðursborgari Grundarfjarðar

 

Laugardaginn 9. október hélt Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður, upp á 90 ára afmæli sitt með glæsibrag í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Við það tækifæri  útnefndi bæjarstjórn Grundarfjarðar hann heiðursborgara Grundarfjarðar. Það var gert til að sýna honum þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði.
Lífshlaup Guðmundar má sjá á vefnum grundarfjordur.is, en þaðan er þessi mynd og texti fenginn.

11.10.2010 07:40

Öllum farþegum bjargað

Af visi.is

Þykkan reyk lagði frá ferjunni. nordicphotos/AFP
Þykkan reyk lagði frá ferjunni. nordicphotos/AFP

Eystrasaltsferjan Lisco Gloria stóð í ljósum logum úti af ströndum Þýskalands um helgina eftir að sprenging varð um borð. Flytja þurfti 236 manns frá borði.

Ferjan var á leiðinni frá Kiel í Þýskalandi til Klaipeda í Litháen, en gjöreyðilagðist í brunanum. Ekki var hægt að fara um borð í skipið í gær til að kanna skemmdir vegna hitans eftir eldslogana en reynt verður að fara um borð í dag þegar skipið hefur kólnað eftir nóttina