Færslur: 2010 September
24.09.2010 16:06
Til minningar um Goðanesslysið við Færeyjar
Hér koma myndir frá Svafari Gestssyn sem sýna akkeri og mynningaskjöld um það þegar Goðanesið frá Norðfirði sökk skammt frá Þórshöfn í Færeyjum, 3. jan. 1957. 23 menn björguðust en skipstjórinn fórst.

Akkeri og minningaskjöldur um Goðanesslysið við Færeyjar © myndir Svafar Gestsson, 24. sept. 2010
24.09.2010 15:38
Færeyja þema - Selfoss í Færeyjum
Fór hann í morgun í smá göngutúr í morgun um Vogsbotn og Austurvog og tók þá um 20 myndir sem hann sendi mér og mun ég birta í dag kvöld og fram á morgundaginn.
Selfoss í Færeyjum © mynd Svafar Gestsson, 24.sept. 2010
24.09.2010 14:36
Tungufell BA 326 ex Hans Jakob GK
Veiðar og vinnsla á sæbjúgum er að hefjast á Tálknafirði. Keyptur hefur verið báturinn Hans Jakob GK 150 frá Sandgerði til veiðanna og verið er að koma búnaði fyrir til vinnslunnar, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Það er Særöst ehf. á Tálknafirði sem bryddar upp á þessari nýjung í atvinnumálum á Vestfjörðum en fyrir eru tvær sæbjúgnavinnslur í landinu, önnur á Snæfellsnesi og hin á Suðurnesjum. Báturinn hefur þegar verið afhentur nýjum eigendum og fær hann nafnið Tungufell BA-326. Sæbjúgun verða fryst hjá Særöst og seld til Kína til frekari vinnslu. Þess má geta að Svæði A, sem Vestfirðir teljast til, er þekktasta veiðisvæðið fyrir sæbjúgu.
24.09.2010 14:24
Steinunn SH aflahæsti dragnótabáturinn
Steinunn SH, sem leggur bæði upp í Bolungarvík og í Ólafsvík er aflahæsti dragnótabátur landsins það sem af er september. Báturinn hefur komið með tæp 111 tonn að landi í ellefu róðrum. Næstur kemur Vestri BA, sem landar á Patreksfirði, með tæp 103 tonn í fimm róðrum. Í fjórða sæti yfir aflahæstu dragnótabátanna er Stormur BA, sem leggur bæði upp í Bolungarvík og Grundarfirði, með 94,4 tonn í fimm róðrum. Egill ÍS frá Bolungarvík er í 7. sæti með 83,5 tonn í fjórtán róðrum og Rifsari SH, sem leggur upp í Bolungarvík og á Rifi á Snæfellsnesi er í 13. sæti með 57,9 tonn í ellefu róðrum.
Kom þetta fram á bb.is
24.09.2010 13:34
Haukur
+Haukur, nýkominn út úr Helguvíkinni um kl. 13 í dag

Haukur, búinn að taka stefnuna út Flóann © myndir Emil Páll, 24. sept. 2010
24.09.2010 10:02
Stærsta Grjónakrabbaveisla í Evrópu
Stærsta Grjótakrabbaveisla í Evrópu í Fræðasetrinu
Myndasafn og vídeó

Hin árlega vísindavika Rannís stendur nú yfir. Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði, Náttúrustofa Reykjaness og Fræðasetrið í Sandgerði stóðu fyrir kynningu á nýjum landnema við Íslandsstrendur Grjótkrabba sem er talin hafa borist til Íslands með ballesttönkum skipa.
Halldór og Sindri frá Háskólasetrinu sem hafa stundað rannsóknir á krabbanum sögðu frá þessum nýja landnema. Sveinn Kári á náttúrustofu Reykjaness sá um að elda krabbann og fræddi gesti um hvernig ætti að bera sig að því að borða þennan ljúffenga krabba.
það var greinilegt að gestir kunnu að meta hinn ljúfenga krabba, enda voru borðaðir á annað hundrað krabbar. Allir sem fengu sér kaffi fengu að eiga viðkomandi kaffikönnu sem er merkt Vísindavika Rannís.
Þess má geta að Ríkissjónvarpið fór í veiðiferð nú í vikunni og voru gildrur teknar upp og ennfremur var Krabbaveislan í Fræðasetrinu mynduð og verður sýnd í RÚV í næsta mánuði.
Smellið hér til að skoða vídeó frá veislunni.
Smellið hér til að skoða myndir frá veislunni.
Mynd: Reynir Sveinsson | lifid@245.is
24.09.2010 09:35
Skötuselsveiðar hafnar á ný
Hér sjáum við þegar Sægrímur GK 525 leggur frá bryggju í Rifshöfn í morgun til að fara út að leggja skötuselsnetin, en stýrimaður bátsins Þorgrímur Ómar Tavsen sendi mér þessa símamynd.

2101. Sægrímur GK 525, leggur frá landi á Rifshöfn í morgun til að fara út að leggja skötuselsnetin © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. sept. 2010
24.09.2010 09:20
Guðbjartur SH og Kristbjörg ST á útleið frá Rifi

2207. Kristbjörg ST 39

2574. Guðbjartur SH 45 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. sept. 2010
24.09.2010 08:49
Haukur í Helguvík
Í gærkvöldi kom flutningaskipið Haukur til Helguvíkur til að lesta mjöl og tók ég þessar myndir af skipinu í morgun.

Haukur, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 24. sept. 2010
24.09.2010 08:47
Breki og Haukur

733. Breki og Haukur, í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 24. sept. 2010
24.09.2010 07:24
Baðað tunglljósi
Guðmundur Falk sendi mér þessa mynd og fylgdi með þessi textir: Ekki mikið að gerast þessa dagana einhver forljótur farþegafleki mættur í Keflavíkina. Tók rúnnt í slippinn og tunglið óð í skýjum :)
Skaut þessa á víðlinsuna 10-20mm á f4 ca 20 sec. Kv. Guðm. Falk
© mynd Guðmundur Falk, 23. sept. 2010
24.09.2010 00:00
Maron AK 94 / Maron GK 522 / Jón Páll BA 133

2093. Maron AK 94 © mynd Snorrason

2093. Maron AK 94 © mynd Skerpla

2093. Maron GK 522 © mynd Snorrason

2093. Maron GK 522 © mynd Hafþór Hreiðarsson

2093. Maron GK 522 © mynd Hólmgrímur Sigvaldason

2093. Jón Páll BA 133 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Ríkarður Ríkarðsson
Framleiddur hjá Trefjaplasti hf., Blönduósi 1990. Lengdur 2001.
Nöfn: Sigrún HU 46, Maron AK 94, Maron GK 522, Maron GK 660, aftur Maron GK 522, Svalur BA 128, Brimill SH 31 og núverandi nafn: Jón Páll BA 133
23.09.2010 23:00
Elín Kristín GK 83

7423. Elín Kristín GK 83, í Keflavík © mynd Emil Páll, 23. sept. 2010
23.09.2010 22:38
Til viðgerðar á Neskaupstað eftir strand fyrir austan


Eric Boy á Neskaupstað, eftir strandið © myndir Bjarni G, sennilega 1992
23.09.2010 22:30
Belgískur togari á standstað í Eyjum


Belgískur togari á standstað í Vestmannaeyjahöfn © myndir Bjarni G., sennilega 1981
