24.09.2010 10:02

Stærsta Grjónakrabbaveisla í Evrópu

Af vefnum 245.is:

Stærsta Grjótakrabbaveisla í Evrópu í Fræðasetrinu

Myndasafn og vídeó

Hin árlega vísindavika Rannís stendur nú yfir.  Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði, Náttúrustofa Reykjaness og Fræðasetrið í Sandgerði stóðu fyrir kynningu á nýjum landnema við Íslandsstrendur Grjótkrabba sem er talin hafa borist til Íslands með ballesttönkum skipa.

Halldór og Sindri frá Háskólasetrinu sem hafa stundað rannsóknir á krabbanum sögðu frá þessum  nýja landnema.  Sveinn Kári á náttúrustofu Reykjaness sá um að elda krabbann og fræddi gesti um hvernig ætti að bera sig að því að borða þennan ljúffenga krabba.

það var greinilegt að gestir kunnu að meta hinn ljúfenga krabba, enda voru borðaðir á annað hundrað krabbar.  Allir sem fengu sér kaffi fengu að eiga viðkomandi kaffikönnu sem er merkt Vísindavika Rannís.

Þess má geta að Ríkissjónvarpið fór í veiðiferð nú í vikunni og voru gildrur teknar upp og ennfremur var Krabbaveislan í Fræðasetrinu mynduð og verður sýnd í RÚV í næsta mánuði.

Smellið hér til að skoða vídeó frá veislunni.

Smellið hér til að skoða myndir frá veislunni.

 

Mynd: Reynir Sveinsson | lifid@245.is