Færslur: 2010 September
07.09.2010 08:41
Niðurrif Jóhönnu hafið



163. Jóhanna Margrét SI 11 í morgun upp úr kl. 8 í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, 7. sept. 2010
07.09.2010 08:37
Litli Hamar SH 222

1773. Litli Hamar SH 222, kemur að landi í Rifshöfn í morgun © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen 7. sept. 2010
07.09.2010 07:24
Fær Breki að hvíla í votri gröf við Álfsnes?

733. Stormur-Breki ex Reynir GK 355, í hlutverki 848. Breka VE 503, í Helguvík. Nú er spurning hvort heimild verði samþykkt þess efnis að hann verði í framtíðinni neðansjávar út af Álfsnesi sem æfingastaður fyrir kafara © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
07.09.2010 07:21
Stormur SH upp í slipp í vikunni

586. Stormur SH 333, stuttu eftir að honum var lagt í Njarðvíkurhöfn fyrir nokkrum árum
© mynd Emil Páll
07.09.2010 00:00
Árni Magnússon GK 5 / Heimir KE 77 / Glaður HU 67 / Geysir BA 140 /Geysir RE 82

Þessi lélega mynd sýnir 12. Árna Magnússon GK 5, vera á landleið úr
fyrstu veiðiferð sinni

12. Árni Magnússon GK 5

12. Árni Magnússon GK 5 © mynd Snorrason

12. Árni Magnússon GK 5 © mynd Snorrason

12. Árni Magnússon GK 5 © mynd Sk.sigló

12. Heimir KE 77 © mynd Emil Páll

12. Heimir KE 77 © mynd Emil Páll

12. Glaður HU 67 © mynd Birgir Karlsson

12. Glaður HU 67

12. Geysir BA 140 © mynd úr Flota Bíldudals, Snorrason

12. Geysir RE 82, í Reykjavík © mynd skerpla

12. Geysir RE 82, í Bolungarvík © mynd Skipamyndir, Hallgrímur Óli

12. Geysir RE 82, hálf rifinn niður, í Krossanesi © mynd Skipamyndir, Eiki Umma
Smíðanúmer 39 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður í South Shields á Englandi 1987.
Kom fyrst til Sandgerðis og var aðeins 4 sólarhinga og 6 klukkustundir frá Noregi til Sandgerðis. Meðalhraðinn á heimleiðinni var 10 1/2 sjómíla.
Sú nýjung var varðandi bátinn að lestin var sandblásin og málum með Epoxy-málningu frá Málningu hf. og varð einnig nýjung að málning væri flutt úr héðan til að setja á nýtt skip í smíðum erlendis.
Skipið hét í höfuðið á einum aðaleiganda Borgarkletts hf., Árna Magnússyni, bónda í Landakoti, Sandgerði, en hann var kunnur sjósóknari á Suðurnesjum og með fyrstu skipsjórunum á þilskipum.
Í nóv. 1985 var málað á hann í Njarðvíkurslipp, nafnið Gummi Einars ÍS og stóð það þannig í 6 daga að því var breytt í Guðmundur Einarsson ÍS 28
Báturinn var úreldur 1998. Var hann lengi bundin við bryggju í Bolungarvík, eða þar til að hann var rifinn niður í Krossanesi í Eyjafirði í nóv. 2007. Ekki var þó lokið við að rífa hann þar, heldur var hann fluttur hálf niðurrifinn til Siglufjarðar og var þar lengi í fjöruborðinu.
Nöfn: Árni Magnússon GK 5, Árni Magnússon SU 17, Árni Magnússon ÁR 9, Heimir KE 77, Gummi Einars ÍS, Guðmundur Einarsson ÍS 28, Glaður HU 67, Geysir BA 140 og Geysir RE 82.
06.09.2010 22:40
Skemmtiferðaskip á Grundarfirði í dag


Skemmtiferðaskip á Grundarfirði í dag © myndir Aðalheiður, 6. sept. 2010
06.09.2010 21:34
Fyrirstaða í Landeyjarhöfn
Samkvæmt fyrstu mælingum í Landeyjahöfn í dag hefur myndast rif við annan hafnargarðinn sem truflar siglingar Herjólfs um höfnina. Áætlun skipsins tekur nú mið af sjávarföllum og verða farnar þrjár ferðir á dag það sem eftir er vikunnar.
Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi, lenti í vandræðum þegar hann sigldi inn í Landeyjahöfn á laugardagsmorgun. Mikil alda var við austari hafnargarðinn svo skipið snérist. Gísli Gíslason farþegi tók myndir við svipaðar aðstæður á föstudag. Þar sést hvernig brýtur við austari garðinn og hvað skipið tekur mikinn vind á sig í hafnarmynninu.
Fyrstu mælingar Siglingastofnunar í dag staðfestu grun skipstjórans. Fyrirstaða er við austurgarð Landeyjahafnar, efnið þar er léttara en sandurinn og hreyfist til. Talið er að þetta séu gosefni sem hafa borist með Markarfljóti.
Miðað við veðurspá verður hvorki hægt að dýpka né gera nákvæmar mælingar fyrr en undir vikulok. Fram að þeim tíma verður að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn í takti við sjávarföll. Samkvæmt nýútgefinni bráðabirgðaáætlun verða farnar þrjár ferðir á dag til föstudags og tvær á laugardaginn.
06.09.2010 21:25
Mestu landað á Vestfjörðum
Af vefnum bb.is:
Mestum hluta innflutts hráefnis til fiskvinnslu var landað á Vestfjörðum á síðasta ári, alls 14.175 tonnum eða 32,3% heildarinnflutningsins. Stærstur hluti aflans var rækja, eða 13.756 tonn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Á Austurlandi var landað 11.465 tonnum sem að stærstum hluta var kolmunni. Á Suðurlandi var landað 8.079 tonnum, sem var einnig aðallega kolmunni. Innflutt hráefni til fiskvinnslu var 43.866 tonn árið 2009 og dróst saman í magni um tæp 87 þúsund tonn frá fyrra ári eða um 66%.
Verðmæti þessa innflutnings var 6,2 milljarðar króna sem er tæplega 1,9 milljarða króna lægri fjárhæð en árið 2008 á verðlagi hvors árs og 38% lægri á föstu verðlagi ársins 2009 miðað við verðvísitölur sjávarafurða. Minna var flutt inn af þorski, ufsa, karfa, norskíslenskri síld, kolmunna og rækju en árið áður. Innflutningur jókst á steinbít, hlýra og síld. Verðmæti innflutts hráefnis nam 9,6% af verðmæti þess afla sem tekinn var til vinnslu hérlendis.
06.09.2010 19:09
Bátasafnið í Sandgerði
Af vefnum 245.is:

Jónatan Jóhann Stefánsson. Í baksýn má sjá Gullskipið.
Jónatan Jóhann Stefánsson vélstjóri á Klapparstíg 1 í Sandgerði opnaði heimili sitt á Sandgerðisdögum og bauð áhugasömum að skoða bátasafnið sitt. Þar má m.a. finna eftirlíkan af hinum sögufrægu skipum Titanic og Gullskipinu svokallaða.

Titanic fórst í jómfrúarferð sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna árið 1912 er það sigldi á borgarísjaka og sökk á nokkrum tímum. Skipið var á sínum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Það var 269 m langt og 28 metra breitt.

Gullskipið svokallaða var hollsenskt skip sem bar heitið Het Wapen van Amsterdam. Það strandaði á Skeiðarársandi sunnudaginn 19. september 1667.
Myndir: Smári / 245.is | lifid@245.is
06.09.2010 16:31
Sólfari, Siglunes o.fl.

Grundarfjörður um 1970. Sá rauði er 79. Sólfari AK 170 og sá sem er að koma inn er 1100. Siglunes SH 22 © eigandi myndar er Bæringsstofa ljósmyndasafn
06.09.2010 14:24
Brettingur KE 50 í slipp






1279. Brettingur KE 50 © myndir Emil Páll, í dag, 6. sept. 2010
06.09.2010 14:22
Þór HF 4 í dokk
Myndir og texti af vef Hafnarfjarðarhafnar:
2149. Þór HF 4, í dokk í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar
Togarinn Þór HF 4 var tekinn í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar að morgni fimmtudagsins 2. september.
Þór er einn aflahæsti skuttogarinn á Íslandi á liðnu fiskveiðiári. Hann verður nú tekinn vel í gegn fyrir næsta fiskveiðiár, hreinsaður, málaður og gert við það sem aflaga hefur verið.
Það er útgerðarfyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði sem gerir Þór út frá Hafnarfirði. Stálskip fagnar bráðlega 40 ára starfsafmæli, en það eru hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson sem hafa stýrt fyrirtækinu frá upphafi.
Fyrsta togarann, sem þau gerðu út, keyptu þau úr fjöru utan við Skutulsfjörð og gerðu upp til útgerðar og hafa gert út togara með nöfnunum Rán, Ýmir og Þór alla tíð síðan.
Þór HF 4 heldur á veiðar strax að lokinni yfirhalningu.
2149. Þór HF 4, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar
06.09.2010 12:42
Lena ÍS 61
Við bryggju í Keflavík hefur þessi fallegi bátur legið, all lengi og virðist svo vera sem flest áform sem komið hafi upp um hann, gangi ekki. Þá er miðað við tímabilið eftir að hann var endurbyggður fyrir nokkrum misserum.
Fyrst átti að gera hann út frá Súðavík, en ekkert varð úr því, nú í sumar var settur upp sérstakur útbúnaður til makrílveiða, en aðeins var farið út þrisvar til veiða, án þess að verða var við nokkurn makríl. Þá hefur báturinn verið á söluskrá, en eftir því sem ég veit best, ekki selst. Hvort eitthvað sé að gerast nú veit ég ekki, en í morgun var hann þó færður til í höfninni.
1396. Lena ÍS 61, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 6. sept. 2010
06.09.2010 12:35
Verður Birtu siglt til Akureyrar til viðgerðar
Rætt hefur verið um að sigla honum þó til Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur og gera við hann þar. Nú er hinsvegar komið í ljós að á morgun kemur suður vanur skipasmiður að norðan, sem mun skoða tjóni og ef honum lýst þannig á þá verður gert við hann til bráðabirgða hér fyrir sunnan og honum síðan siglt til Akureyrar þar sem gert verður við hann að fullu. Enda eru þar aðilar sem hafa enn þekkinguna til að gera við tréskip.

1430. Birta VE 8 sem verður aftur Ægir Jóhannsson ÞH, í Njarðvíkurhöfn í morgun
© mynd Emil Páll, 6. sept. 2010
06.09.2010 12:29
Breki sökk fyrir slysni
733. Breki á hafsbotni í Helguvík á dögunum © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

