06.09.2010 21:25

Mestu landað á Vestfjörðum

Af vefnum bb.is:

Mest var landað af rækju er kom að innfluttu hráefni til fiskvinnslu á Vestfjörðum á síðasta ári.
Mest var landað af rækju er kom að innfluttu hráefni til fiskvinnslu á Vestfjörðum á síðasta ári.

Mestum hluta innflutts hráefnis til fiskvinnslu var landað á Vestfjörðum á síðasta ári, alls 14.175 tonnum eða 32,3% heildarinnflutningsins. Stærstur hluti aflans var rækja, eða 13.756 tonn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Á Austurlandi var landað 11.465 tonnum sem að stærstum hluta var kolmunni. Á Suðurlandi var landað 8.079 tonnum, sem var einnig aðallega kolmunni. Innflutt hráefni til fiskvinnslu var 43.866 tonn árið 2009 og dróst saman í magni um tæp 87 þúsund tonn frá fyrra ári eða um 66%.

Verðmæti þessa innflutnings var 6,2 milljarðar króna sem er tæplega 1,9 milljarða króna lægri fjárhæð en árið 2008 á verðlagi hvors árs og 38% lægri á föstu verðlagi ársins 2009 miðað við verðvísitölur sjávarafurða. Minna var flutt inn af þorski, ufsa, karfa, norskíslenskri síld, kolmunna og rækju en árið áður. Innflutningur jókst á steinbít, hlýra og síld. Verðmæti innflutts hráefnis nam 9,6% af verðmæti þess afla sem tekinn var til vinnslu hérlendis.