06.09.2010 14:24

Brettingur KE 50 í slipp

Togarinn Brettingur KE 50 fór eftir hádegi í dag úr Njarðvíkurhöfn, en þar hefur hann legið síðan hann kom til landsins og mikið verið unnið við endurbætur á honum. Var strikið tekið til Reykjavíkur, þar sem hann mun fara í slipp. Tók ég smá syrpu af togaranum er hann hélt út úr Njarðvík og eins er hann sigldi fram hjá Vogastapa.
                 1279. Brettingur KE 50 © myndir Emil Páll, í dag, 6. sept. 2010