06.09.2010 12:42

Lena ÍS 61

Við bryggju í Keflavík hefur þessi fallegi bátur legið, all lengi og virðist svo vera sem flest áform sem komið hafi upp um hann, gangi ekki. Þá er miðað við tímabilið eftir að hann var endurbyggður fyrir nokkrum misserum.
Fyrst átti að gera hann út frá Súðavík, en ekkert varð úr því, nú í sumar var settur upp sérstakur útbúnaður til makrílveiða, en aðeins var farið út þrisvar til veiða, án þess að verða var við nokkurn makríl. Þá hefur báturinn verið á söluskrá, en eftir því sem ég veit best, ekki selst. Hvort eitthvað sé að gerast nú veit ég ekki, en í morgun var hann þó færður til í höfninni.


                 1396. Lena ÍS 61, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 6. sept. 2010