Færslur: 2012 Ágúst

01.08.2012 14:00

Arnar HU 1 og Örvar HU 14


           234. Arnar HU 1 og 1136. Örvar HU 14, á Skagaströnd © mynd í eigu Ljósmyndasafns Skagastrandar

01.08.2012 13:00

Helga Björg HU 7


                         180. Helga Björg HU 7 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Skagastrandar

01.08.2012 12:42

Skoða skipið sem strandaði í Vopnafjarðarhöfn

visir.is:


Það var Jón Sigurðsson sem tók þessa mynd af skipinu.
Það var Jón Sigurðsson sem tók þessa mynd af skipinu.


Verið er að kafa og skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á botni norska skipsins Silver Copenhagen, sem tók niðri í innsiglingunni í Vopnafjarðarhöfn um klukkan 5 í morgun.

Skipið sem er rúmlega 3000 lestir var að fara út eftir að hafa lestað frosnar afurðir á Vopnafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson var kallaður út um tuttugu mínútum síðar til öryggis, en björgunarsveitamenn segja að lítil hætta hafi verið á ferðum og veðrið verið gott.


01.08.2012 12:00

Húni II HU 2
                       108. Húni II HU 2 © myndir í eigu Ljósmyndasafns Skagastrandar

01.08.2012 11:00

Haraldur AK 10


            84. Haraldur AK 10, á Skagaströnd © mynd í eigu Ljósmyndasafns Skagastrandar

01.08.2012 10:00

Jón Jónsson SH 187 og Hafrún


            788. Jón Jónsson SH 187 og 1919. Hafrún, við Skipavík í Stykkishólmi, í nóv. 1988 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

01.08.2012 09:00

Jón Jónsson SH 187


                 788. Jón Jónsson SH 187, í nóv. 1988 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

01.08.2012 08:39

Hindra losun og lestun Helgafells á Grundartanga

mbl.is:

Sjómannafélag Íslands setti í gær bann við losun og lestun Helgafells og fylgdu því eftir ... stækkaSjómannafélag Íslands setti í gær bann við losun og lestun Helgafells og fylgdu því eftir við Grundartanga. mbl.is/Sigurgeir S.

Sjómannafélag Íslands setti í gær bann við losun og lestun m/s Helgafells, skips Samskipa. Félagsmenn og stjórn Sjómannafélagsins fylgdu banninu eftir í gærkvöldi er skipið lá við hafnarbakka á Grundartanga. Aðilar ræddu fram á nótt um mögulega lausn.

Helgafell er á alþjóðlegu færeysku skipaskránni en áhöfnin er íslensk. Nýlega voru tveir erlendir hásetar ráðnir á skipið. Sjómannafélagið vísar til kjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins þar sem segir að fullgildir félagar Sjómannafélags Íslands skuli starfa á skipunum.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélagsins, segir að hásetarnir tveir séu hvorki félagar í Sjómannafélagi Íslands né þiggi laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Laun þeirra séu aðeins um fimmtungur af launum félagsmanna. Sjómannafélagið telur að ráðning mannanna sé skýlaust brot á kjarasamningnum.


01.08.2012 08:09

Lundi SH 1, Haukaberg SH 20, Gnýfari SH 8, Sólfari AK 170 og Siglunes SH 22            Frá Grundarfirði um 1979 og þarna má sjá eftirtalda báta: 664. Lundi SH 1, 1399. Haukaberg SH 20, 464. Gnýfari SH 8, 79. Sólfari AK 170 og 1100. Siglunes SH 22 © mynd Bæringsstofa

01.08.2012 07:17

Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð

visir.is


Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð
Þrjú þúsund og fimm hundruð tonna norskt flutningaskip tók niðri og strandaði í innsiglingunni til Vopnafjarðar á sjötta tímanum í morgun þegr skipið var á útleið.

Áhöfnin er enn um borð í skipinu, sem heitir Silver Copenhagen, enda veður gott á svæðinu og engin í hættu, að óbreyttum aðstæðum.

Björgunarskip Landsbjargar er til taks við skipið ef eitthavð fer úrskeiðis, en nú er aðfall og standa vonir til að skipið losni af sjálfsdáðum á flóðinu.