Færslur: 2012 Ágúst

22.08.2012 13:00

Fönix ST 177 landaði í gær á Ísafirði
              177. Fönix ST 177, landaði í gær á Ísafirði © myndir bb.is, 21. ágúst 2012

22.08.2012 12:00

Andey ÁR 10


                   2405. Andey ÁR 10 © mynd Ragnar Emilsson, í júlí 2012

22.08.2012 11:15

Haffari


            1463. Haffari © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 21. ágúst 2012

22.08.2012 10:00

Aðalbjörg II RE 236


      1269. Aðalbjörg II RE 236, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 21. ágúst 2012

22.08.2012 09:00

Egill SH 195


      1246. Egill SH 195, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 21. ágúst 2012

22.08.2012 08:10

Sigurður Ólafsson SF 44


         173. Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 21. ágúst 2012

22.08.2012 00:00

Olhåo, Portúgal

Svafar Gestsson, sendi þessa syrpu í gær og þennan texta með:

Ég var á ferð í bænum Olhão sem er hér skammt austan við þann stað sem ég bý á og hafði myndavélina að sjálfsögðu með í för.
Þessi bær hefur yfir sér arabist útlit þar sem mikill samgangur var fyrr á öldum milli þessa bæjar og Morocco og þá aðalega kaupmenn sem áttu í viðskiptum sín á milli.
Þeir tóku margir hverjir upp byggingalag araba sem sjá má enn þann dag í dag.

Það var líf og fjör við höfnina þrátt fyrir 42 gráðu hita og bátar að koma og fara.

                                                                            Sólarkveðja frá Portugal.

                                                                                       Svafar Gestsson.

                       Frá Olhåo, Portúgal © myndir Svafar Gestsson, 20. ágúst 2012

21.08.2012 23:00

Ingunn AK 150
            2388. Ingunn AK 150 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is, 16. ágúst 2012

21.08.2012 22:00

Guðrún Helga EA 85


                               2385. Guðrún Helga EA 85 © mynd Morgunblaðið

21.08.2012 21:00

Hólmi NS 56


               2373. Hómi NS 56 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is, 16. ágúst 2012

21.08.2012 20:30

Krabbagildra !

Eftirfarandi frásögn og myndir fékk ég af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar í Bíldudal, en hún er skrifuð 17. ágúst sl. og verða  lesendur því að skoða dagsetningar miðað við það.

Sendi ég Jóni Páli Jakobssyni, kærar þakkir fyrir.:


Við feðgar keyptum okkur krabbagildru í Svíþjóð og var hún prufuð í fyrsta sinn í gær. Var farið á Dynjanda BA og gildran lögð í Reykjafirði. Afraksturinn voru 3 krabbar og tveir sandkolar. Tegundin ekki alveg á hreinu en hugsa að þetta séu Bogkrabbi samt ekki viss gæti verið Grjótkrabbi, finnst það líklegra miðað hafa skoðað myndir samt ekki viss.        Tek fram að ég er nú enginn krabbasérfræðingur. En hér er mynd af einum af krabbanum sem við veiddum.                                                          Baujan tekin


                                                    Byrjað að taka færið
 

                            Gildran að koma í ljós og spenningur orðinn mikill.


                                                  Veiðin ljós og allir kátir.


         Hluti af veiðinni. En óhætt er að segja að veiðin hafi farið fram úr björtustu vonum, ekki á hverjum degi sem krabbagildra er lögð í Arnarfirði.


                                          
             © myndir og texti Jón Páll Jakobsson, 17. ágúst 2012

21.08.2012 20:10

Þórsnes SH 109 í dag

Trúlega er lokið við að breyta Þórsnesi SH 109, sem áður hét Marta Ágústsdóttir og í eina tíð Keflvikingur, í að ég held línuskip. Allavega var skipið komið undir ísafgreiðsluna þegar ég tók þessa mynd af því, um miðjan dag í dag.


             967. Þórsnes SH 109, í Njarðvikurhöfn í dag. Ekki er annað hægt að segja að hann ber aldurinn vel, því hér er á ferðinni fyrsta skipið sem kom hingað til lands af svonefndum Boizenburgurum, sem urðu alls 18 talsins. En nokkrir þeirra eru enn til hér á landi og er þessi frá árinu 1964 © mynd Emil Páll, 21. ágúst 2012

21.08.2012 20:00

Kap VE 4


            2363. Kap VE 4 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 9. apríl 2012

21.08.2012 19:43

Risastórt verksmiðjuskip í eigu Hollendinga veldur deilum í Ástralíu

fiskifrettir.is

Skipið, sem er 9.500 brúttótonn, veiðir uppsjávarfisk við Tasmaníu og víðar


Verksmiðjuskipið umdeilda.


Risastórt verksmiðjuskip, sem er í eigu Hollendinga, veldur nú miklum deilum í Ástralíu. Skipið hefur verið fengið til að veiða uppsjávarfisk við Tasmaníu djúpt suður af Ástralíu og víðar, að því er fram kemur á vefnum fishupdate.com

Verksmiðjuskipið heitir FV Margiris og er annað stærst skip sinnar tegundar í heiminum. Það er 9.500 brúttótonn að stærð og 142 metrar að lengd. Skipið getur unnið og fryst meira en 240 tonn á dag og hefur frystilestar fyrir 6.200 tonn.

Það er ástralska fyrirtækið Seafish Tasmania sem hefur milligöngu um að fá skipið og það fær meðal annars að veiða 18 þúsund tonn af hrossastirtlu.

 

Umhverfissinnar hafa brugð hart við og halda því fram að skipið geti valdið óbætanlegum skaða á fiskstofnum við Ástralíu og krefjast þess að það verði sent til baka. Deilan er komin inn í ástralska þingið og ráðherrar í ríkisstjórn landsins eru ekki á einu máli.

 

Ástralska sjávarútvegsráðuneytið bendir hins vegar á að veiðarnar byggist á vísindalegri ráðgjöf og fari fram undir ströngu eftirliti. Því sé engin hætta á ferðum.


21.08.2012 19:00

Valdimar GK 195


       2345. Valdimar GK 195, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 9. apríl 2012