Færslur: 2012 Ágúst

31.08.2012 11:00

Ágúst Guðmundsson GK 95


                       262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Ísland 1990

31.08.2012 10:00

Arnar ÁR 55


                                          234. Arnar ÁR 55 © mynd Ísland 1990

31.08.2012 09:00

Arnar ÁR 55


                                            162. Arnar ÁR 55 © mynd Ísland 1990

31.08.2012 08:00

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267


             67. Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 © mynd Púki Vestfjörð, Sigurður Bergþórsson

31.08.2012 07:25

Glæsiskip komst ekki úr höfn

mbl.is:

Caribbean Princess. stækkaCaribbean Princess. Ómar Óskarsson

Skemmtiferðaskipið Caribbean Princess, sem liggur við Sundahöfn, komst ekki úr höfn í gærkvöldi vegna veðurs. Til stóð að skipið sigldi úr höfn klukkan 23 í gær, en það komst hvergi þrátt fyrir að tveir dráttarbátar væru fengnir til aðstoðar.

Mikið rok var í gær, suðaustan 17-18 m/s.

Samkvæmt upplýsingum frá hafnsögumönnum hjá Faxaflóahöfnum verður athugað með brottför skipsins síðar í morgun, klukkan átta. 

Caribbean Princess er 112.894 brúttótonn, skráð á Bermúdaeyjum og tekur 3.600 farþega. Skipið er hið glæstasta, um borð er spilavíti, þar eru reglulega haldin listaverkauppboð, fjölmargar sundlaugar eru um borð, íþróttavellir, níu holu golfvöllur og hlaupabraut. Þá eru þar fjölmargar verslanir, fjöldi veitingastaða og heilsulind.

Þetta er í annað skiptið sem skipið kemur að höfn í Reykjavík í sumar.
31.08.2012 07:00

Júlíus ÁR 111


                                      58. Júlíus ÁR 111 © mynd Ísland 1990

31.08.2012 00:00

Hannes Þ. Hafstein, Máni II ÁR 7, Gullvagninn, Ragnar og Gissur

Hér kemur 25 mynda syrpa þar sem þeir eru í aðalhlutverki Hannes Þ. Hafstein, Máni II ÁR 7 og Gullvagninn, en að auki koma skipverjarnir á Mána II þeir Ragnar og Gissur fyrir á einni myndanna.
Tilefnið er að í gær var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sem hefur verið stopp núna í 6 vikur, tekinn niður með Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur eftir mikla yfirhalningu, sem þó er ekki lokið og verður hann því við bryggju í Njarðvík meðan verið er að klára hann. Um leið og björgunarbáturinn var kominn í sjó kom Eyrarbakkabáturinn Máni II ÁR 7 í Gullvagninn sem flutti hann upp í slippinn og í lokinn sjáum við skipverjana Ragnar og Gissur sem voru þarna að fylgjast með landtöku Mána II.
Auk þess að vera í Gullvagninum sjáum við þá mætast þegar Hannes Þ, Hafstein er á förum en Máni II að koma að vagninum, Einnig sést björgunarbáturinn bruna út úr Njarðvikurhöfn og síðan þegar hann kemur til baka.                           2310. Hannes Þ, Hafstein, á leið til sjávar í Gullvagninum


                               2310. Hannes :Þ. Hafstein, bakkar út í höfnina


                  2310. Hannes Þ, Hafstein bakkar enn út höfnina, en 1887. Máni II ÁR 7, kemur frá slippbryggjunni í átt að Gullvagninum.


                    1887. Máni II ÁR 7, siglir í átt að brautinn, sem Gullvagninn notar
                 1887. Máni II ÁR 7, nálgast upptökubrautina og 2310. Hannes Þ, Hafstein snýr sér til að sigla út úr höfninni.


                                    2310. Hannes Þ. Hafsteinn snýr sér meira


              1887. Máni II ÁR 7 kominn að upptökubrautinni, þar sem Gullvagninn bíður hans. 2310. Hannes Þ. Hafstein siglir út úr höfninni.


                                 1887. Máni II ÁR 7 tilbúinn fyrir Gullvagninn
                         2310. Hannes Þ. Hafstein, fer í prufsiglingu út fyrir höfnina


                    1887. Máni II ÁR 7, á leið upp í Njarðvíkurslipp, með Gullvagninum


                           2310. Hannes Þ. Hafstein, kemur aftur til hafnar


                        Skipverjarnir á Mána II ÁR 7, Ragnar og Gissur, spá í spilin
                 Gullvagninn kominn með Mána II ÁR 7 á land, en aðstæður skoðaðar nánar áður en lengra er haldið


         Gullvagninn kemur með Mána II ÁR 7, í átt að bátaskýlinu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir Emil Páll, 29. ágúst 2012


30.08.2012 23:00

Axel á Sunnu Rós SH

Það var gaman að fylgjast með honum Axel, sem rær einn á Sunnu Rós SH 133, á makrílveiðunum og er með öðruvísi veiðarfæri en hinir bátarnir.
Þegar ég tók þessar myndir var hann í innan við 100 metra fjarlægð frá enda hafnargarðsins í Keflavík í gær      Axel á 7188. Sunnu Rós SH 133, skammt frá enda hafnargarðsins í Keflavík í gærdag © myndir Emil Páll, 29. ágúst 2012

30.08.2012 22:10

Síldarvinnslan kaupir BERG-Huginn í Vestmannaeyjum

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt útgerðarfélagið Berg-Huginn í Vestmannaeyjum. Samkvæmt fréttum Rúv er ekki ljóst hvort öll skip sem voru áður í eigu Bergs-Hugins verði gerð út áfram

Eftirfarandi kom fram um málið í Fiskifréttum:

Síldarvinnslan kaupir útgerðarfélagið Berg-Hugin

Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum selur.

30. ágúst 2012 kl. 15:53
Skip Bergs-Hugins ehf., Vestmannaey og Bergey, auk Smáeyjar sem seld var sl. vetur. (Mynd: Óskar P. Friðriksson).

 

Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum.  Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu.  Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. 

Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444. Bæði skipin eru 29 metra löng og voru smíðuð fyrir útgerðina í Póllandi á árunum 2006 og 2007. Hjá félaginu starfa 35 manns.  Bergur-Huginn rekur ekki landvinnslu og hefur stærsti hluti aflans farið á markað erlendis.

Með þessum kaupum eykur Síldarvinnslan aflaheimildir sínar í bolfiski umtalsvert.

Eftir þessi kaup hefur SVN yfir fjórum skipum að ráða til bolfiskveiða en ljóst er að þeim verður fækkað um eitt í hagræðingarskyni. Þá mun reksturinn allur verða endurskipulagður en stefnt  er að því að gera bæði út frá Vestmanneyjum og Neskaupstað.

Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru  í Neskaupstað, þar  sem rekin er fiskimjölsverksmiðja og öflugt fiskiðjuver. Fyrirtækið rekur einnig fiskimjölsverksmiðjur á Seyðisfirði og í Helguvík.  Þá tekur SVN þátt í rekstri fóðurverksmiðju á Akureyri og tengist útgerð á Akranesi.

Aflaheimildir sem Bergur-Huginn hefur yfir að ráða nema um 5.000 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heimildirnar eru eingöngu bolfiskur.  Samanlagðar aflaheimildir beggja félaganna nema um 10.000 þorskígildistonnum í bolfiski. 

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf;

"Með þessum kaupum erum við að styrkja stöðu okkar í bolfiski sem við teljum vera rökrétt skref fyrir Síldarvinnsluna.  Við  skjótum þar með styrkari stoðum undir rekstur félagsins.  Við þessi kaup tökum við yfir umtalsverðar skuldir en með hagræðingu teljum við að þær verði viðráðanlegar. Við munum nota þetta tækifæri til að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að tryggja að útgerðin geti áfram skilað hagnaði. 

 Bergur-Huginn verður rekið  sem sjálfstætt félag.  Við munum nota næstu mánuði til að skipuleggja þær breytingar sem ráðast þarf í og reyna að ljúka því verki ekki síðar en um áramótin. Öll óvissa í þessum efnum er óþægileg, ekki síst fyrir starfsfólkið og því mikilvægt að henni ljúki svo fljótt sem kostur er.  

Síldarvinnslan er sterkt félag sem ætlar sér að vera áfram í íslenskum sjávarútvegi.  Með þessum kaupum tökumst við  á hendur miklar skuldbindingar. Það gerum við í trausti þess að stjórnvöld á hverjum tíma muni bera gæfu til að standa vörð um heilbrigt starfsumhverfi  í sjávarútvegi. " 

Kaupsamningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppniseftirlitsins.


30.08.2012 22:05

Kurr í smábátaeigendum

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út nýja reglurgerð vegna makrílveiða

Með reglugerðinni gefst skipum, sem leyfi hafa haft til makrílveiða á línu og handfæri, kostur á að stunda veiðar í 10 daga eftir að heimiluðum makrílafla hópsins er náð. Aflinn náði viðmiðunarhámarki þann 27. ágúst sl., þannig að síðasti dagur sem heimilt er að veiða makríl með línu og handfærum er fimmtudagurinn 6. september 2012.

Þar með er ljóst að þeir smábátaeigendur sem ætluð sér á makrílveiðar, nú eftir 1. september, fá það ekki og því er nú ansi mikill kurr í þessum hópi smábátaeigenda.

30.08.2012 22:00

Álfur SH 414 og Guðbjörg Kristín KÓ 6


            2830. Álfur SH 414 og 1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, við Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2012

30.08.2012 21:00

Hlöddi VE , Sunna Rós SH , Guðbjörg Kristín KÓ og Álfur SH
           Já þessir fjórir voru  að veiðum nánast í hafnarkjartinum í Keflavík í gær. F.v. 2381. Hlöddi VE 98, 7188. Sunna Rós SH 133, 1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6 og 2830. Álfur SH 414. - einhverstaðar sagði ég að makrílbátarnir væru 5 en þeir eru auðvitað 6, því á þessa mynd vantar 2739. Sigga Bessa SF 97 og 1516. Fjólu GK 121 © myndir Emil Páll, 29. ágúst 2012

30.08.2012 20:10

Quest for Adventure, Grundarfirði

Heiða Lára, Grundarfirði: Enn koma dallar, þessi skreið inn fjörðinn í morgunsólinni um 7 í morgun, Skipið lagðist það að bryggju og fór síðan kl. 19 í kvöld.  Þetta er Quest for Adventure, 165m langt og 22m breitt, smíðað 1981.


                                         © myndir og texti: Heiða Lára, 30. ágúst 2012

30.08.2012 20:00

Hlöddi VE 98 í gær


             2381. Hlöddi VE 98, að veiðum, stutt frá Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2012

30.08.2012 19:45

Norðurljós HF 73


                  2360. Norðurljós HF 73, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2012