Færslur: 2012 Ágúst

24.08.2012 22:00

Lómur og Guðbjörg Kristína KÓ 6 í Helguvík


           Lómur og 1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, í Helguvík, í gærmorgun © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2012

24.08.2012 21:22

Ný veiðarfæri fyrir makríl prófuð

mbl.is.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. stækkaAxel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. Ljósmynd/Halldór Karlsson

 

Bátasmiðjan í Mosfellsbæ hefur hannað sérstakan veiðibúnað fyrir handfærabáta og var Axel Helgason, eigandi fyrirtækisins að veiðum í Keflavík í dag á Sunnu Rós SH133 með nýja búnaðinn.

Náði einu og hálfu tonni á fjórum tímum

"Þetta er handsnúinn búnaður sem gengur út á allt aðra hluti en þessi tæki sem þeir hafa verið að nota og virðist vera að heppnast dúndur vel. Eftir fjóra tíma í morgun landaði ég einu og hálfu tonni af makríl. Þetta var allt hérna í Grófinni í Keflavík. Mjög fallegur fiskur. Stór og fallegur makríll," sagði Axel.

Það var Axel sem hannaði búnaðinn og segist hann ekki hafa fundið neina fyrirmynd af honum þrátt fyrir talsverða leit.

Hannað til að vera söluvara

"Hugmyndin var að þróa þetta þannig að þetta yrði einhvern tíma söluvara. Hugmyndin gengur út á að slóðinn fari ekki inn á neinar rúllur eða á kefli eins og á hinum bátunum heldur fer hann inn öðru megin og út hinu megin og kemur ekki um borð í rauninni nema í gegnum þann búnað sem knýr hann áfram," segir Axel og fiskurinn er tekin af sjálfvirkt.

"Það er afslítari sem tekur fiskinn af. Hann fer af sjálfkrafa. Þetta er alveg mögnuð græja," sagði Axel að lokum.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. Ljósmynd/Halldór Karlsson

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. Ljósmynd/Halldór Karlsson


24.08.2012 21:00

Lómur á leið út frá Helguvík


        Lómur, siglir út Helguvík í gærmorgun. Stakkur, sem er klettur sá sem Stakksfjörður markast út frá, sést rétt framan við stýrishúsið


                   Hér er Stakkur kominn aftan til við skipið sem siglir út Helguvík


       Þegar komið er út úr víkinni og á frían sjó er tekinn stefnan út Stakksfjörðinn og yfir í Garðsjó © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2012

24.08.2012 20:00

Siggi Sæm - köfunarskip


         7481. Siggi Sæm, köfunarskip, ex Kiddi Lár, björgunarskip, í Keflavík © mynd Emil Páll, 13. ágúst 2012

Frá Köfunarþjónustunni : Loksins er SKIPIÐ hjá köfunarþjónustu Sigurðar komið með haffæri og klárt í verkefni ganghraðii er 28 sjómílur en báturinn er skírður í höfuð afa,míns,  Sigurðar sæmundssonar frá Stórumörk

Af Facebook:
Guðmundur St. Valdimarsson Til hamingju með SKIPIÐ
:
Stefán Traustason til hamingju með bátinn frændi


24.08.2012 19:00

Diddi GK 56                            7427. Diddi GK 56 © mynd Ragnar Emilsson, í júlí 2012

24.08.2012 18:00

Sunna Rós SH 133 og Siggi Bessa SF 97


         7188. Sunna Rós SH 133 og 2739. Siggi Bessa SF 97, á Stakksfirði, út af Keflavík, í gær © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2012. Rákin sem sést aftur úr Sigga Bessa, er makríltorfa

24.08.2012 17:00

Sunna Rós SH 133


                7188. Sunna Rós SH 133, á makrílveiðum út af Vatnsnesi, Keflavík, í gær © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2012

24.08.2012 16:23

Lúxusskip á Ísafirði

Oriana rétt fyrir utan Sydney. Mynd: whitestar.co.za.
Oriana rétt fyrir utan Sydney. Mynd: whitestar.co.za.


Samkvæmt frétt í bb.is eiga ríflega 4.600 ferðamenn  eftir að sækja Ísafjörð heim með skemmtiferðaskipum áður en vertíðinni lýkur þetta sumarið. Fimm skip eiga eftir að koma og kom eitt þeirra í morgun. Um var að ræða skemmtiferðaskipið Oriana sem er tæplega 70.000 tonn að stærð og ber ríflega 2.100 farþega. Oriana kemur á vegum Carnival skipafélagsins, sem er stærsta skemmtiferðaskipafélag heimsins og telst Oriana meðal mestu lúxusskipa í heimi.

Á þriðjudag er von á Prinsendam sem er tæplega 38.000 tonn og ber um 800 farþega. Daginn eftir er svo von á Quest for an adventure sem oft hefur heimsótt Ísafjörð á fyrri árum undir nafninu Saga Pearl II. Skipið, sem er rúmlega 18.500 brúttótonn að stærð, var smíðað árið 1981 og hefur siglt um allan heim undanfarna þrjá áratugi og hét áður Astoria.

Síðasta skip mánaðarins er svo Boudicca, sem einnig heimsótti Ísafjörð um verslunarmannahelgina, en það er rúm 28.000 tonn og ber 900 farþega og er væntanlegt 30. ágúst. Eins er eitt skip væntanlegt í september en það er hið tæplega 12.000 tonna MV Fram sem ber um 280 farþega.

Alls hafa þá tæplega 30.000 manns ferðast til Vestfjarða með 30 skemmtiferðaskipum í sumar. Þá stefnir í enn stærra sumar 2013 en eins og fram hefur komið hefur Carnival lagt inn pöntum fyrir sex skip það árið; Aurora, Arcadia, Oriana, Queen Victoria og Queen Elizabeth. Aida Cruises skipafélagið mun einnig hefja siglingar til Ísafjarðar sumarið 2013, en félagið er eitt það stærsta í Evrópu. Þessu til viðbótar hafa reglulegir viðskipavinir Ísafjarðarhafnar þegar byrjað að bóka komur sínar árið 2013.

24.08.2012 16:00

Sigrún GK 168
              7168. Sigrún GK 168, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2012

24.08.2012 15:54

Laxfoss í Bolungarvík

vikari.is í gær:

Þó að útskipun á fiskafurðum og mjöli hafi verið algeng í Bolungarvík á árum áður þá heyrir það nú til tíðinda ef flutningaskip kemur til Bolungarvíkurhafnar og sækir afurðir til útflutnings. Það var því ánægjulegt að sjá Laxfoss leggjast að bryggju í Bolungarvík í dag þar sem skipið sótti nær 400 tonn af rækjumjöli fara eiga á markað erlendis.


24.08.2012 15:00

Þórhalla HF 144


                     6771. Þórhalla HF 144, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2012

24.08.2012 14:00

Álfur SH 414

Hér er á ferðinni bátur sem á sínum tíma var smíðaður hjá Mótun í Njarðvík fyrir Færeyinga en keyptur aftur hingað til lands rétt fyrir síðustu áramót og skráður þá frá Stykkishólmi.
          2830. Álfur SH 414, á makrílveiðum út af Njarðvík í rigningunni  í gær © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2012

Hér sjáum við síðan myndir sem ég tók af bátnum í Hafnarfirði, þegar nýbúið var að setja hann á Íslenskt nafn
                         2830. Álfur SH 414, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 16. janúar 2012

24.08.2012 13:30

Stafnes KE, fær leikaranafnið Erkigsnek

Nú stendur yfir breytingar á úthliti Stafness KE 130 í Njarðvíkurhöfn, svo hann passi betur í leikarahlutverkið í kvikmyndinni sem hann mun verða notaður í. Miðast þessar breytingar við að afmál öll einkennis fiskibátsins Stafnes KE 130 og jafnvel að gera hann svona frekar illa útlítandi. Þá eins og sést á einni af myndunum sem ég tók í morgun, að koma á hann nýtt nafn, framan á stýrishúsið og er það ERKIGSNEK


            Erkigsnek er leikaranafnið á 964. Stafnesi KE 130 © myndir Emil Páll, í morgun 24. ágúst 2012, í Njarðvik

24.08.2012 13:00

Muggur KE 57


          2771. Muggur KE 57, á reynslusiglingu í Sandgerði, árið 2008 © mynd Emil Páll

24.08.2012 12:30

Sunna Rós SH 133 - góð veiði og lítill tilkostnaður

Á þessu litla báti, sem er sá minnsti sem stundar makrílveiðar út af Keflavík þessar daganna, er aðeins einn maður og eini tilkostnaðurinn er öflug færarúlla. Tók hann þessa ákvörðun er hann sat heima hjá sér á Akranesi að skella sér í þetta og kom á miðin í gær og þann dag veiddi hann um 1 tonn, en kílóið gefur 150 krónur. Rétt fyrir hádegi var hann kominn inn til löndunar í Keflavík þannig að trúlega gefur þessi dagur honum eitthvað meira.

Annars eru margir þeir sem ekki fóru vel út strandveiðunum öfundsjúkir yfir þessum veiðum, því strandveiðibátarnir mega ekki fara á þær, fyrr en tímabilið er búið sem er núna um mánaðarmótin. Þá hefur heyrst að algengt hafa verið að sækja þurfti langt út á Strandveiðunum en hér eru veiðarnar uppi í landsteinum.

Birti ég hér fjórar myndir af bátnum er hann kom í morgun inn til Keflavíkur að landa, en að auki birtast myndir af bátnum í þremur öðrum syrpum í dag.
      7188. Sunna Rós SH 133, kemur inn til Keflavíkur rétt fyrir hádegi til að landa og eins og sést á myndunum er veiðibúnaðurinn ekki flókinn © myndir Emil Páll, 24. ágúst 2012