Færslur: 2012 Ágúst

07.08.2012 00:00

Stærsti plastbátur sem íslendingar hafa átt

Hér kemur lesning af síðu Jóns Páls Jakobssonar um plastbát þann sem hér á landi bar nöfnin  1860.  Þórir Jóhannsson GK 116 og Útlaginn, en ber nú í Noregi, nafnið Öyfisk N-34-ME.

Öyfisk er klár til að fara í slipen (slipp). Og síðan vonandi getur hann farið að fiska. Það eru allar forsendur til að það gangi vel, frítt ýsufiskerí og svo 30 % meðafli í þorski eftir að búið er að veiða þorskkvótann. Og jafnvel talað um að sú tala eigi eftir að hækka upp í 50 % í haust. Síðasta haust var einnig frítt þorskfiskerí og vonandi verður það aftur í ár. 
                  Hér sjáum við Öyfisk með íslenska fánann tekur sig bara vel út.
 
                
                                           Koma nokkrar myndir innan úr Öyfisk


         Millidekkið þegar við komum um borð. Öllu ruslað út enda meira og minna ónýt, rekkar algjörlega ónýtir og allt orðið frekar slappt.
 

            Hér sjáum við að það er langt komið að stokka upp línuna ekki mikið eftir.


             Verki lokið búið að hreinsa út allt línudótið farið nema uppstokkarinn.


                Spilið í bátnum tilbúið að draga mikið að línu. Þetta er íslensk smíði sjóvélaspil.


              Hér sjáum við hefðbundið norskt ínuspil reyndar komið með slítara. En þeir eru búnir að fatta það að íslandsrullen eins og þeir kalla okkar spil er einfaldlega mikið betra en það er búið að taka langann tíma.

            
                      Séð fram millidekkið nóg pláss fyrir mjög marga bala.

                  © myndir, myndatextar og annar texti: Jón Páll Jakobsson, í ágúst 2012

06.08.2012 23:00

Vilborg KE 51


                           893. Vilborg KE 51 © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 22:00

Svanur KE 6


                     814. Svanur KE 6, í Keflavíkurhöfn © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 21:00

Heimir SU 100


              762. Heimir SU 100, kemur að landi í Keflavík © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 20:00

Sigurfari SF 58


                                      752. Sigurfari SF 58 © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 19:00

Sigurbjörg KE 98


                               740. Sigurbjörg KE 98 © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 18:00

Ólafur Magnússon KE 25


                 711. Ólafur Magnússon KE 25,  í Keflavík © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 17:15

Höfrungur III með metafla um borð

mbl.is:

Frystitogarinn Höfrungur III AK-250. stækkaFrystitogarinn Höfrungur III AK-250. HB Grandi

 

Frystitogarinn Höfrungur III AK-250 er að leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn með gríðarlegan afla, einn þann mesta sem skipið hefur áður komið með að landi.

"Ég held að þetta geti nú verið ein stærsta löndunin. Þetta er ágætt í tonnum, svona í einni löndun. Ætli við séum ekki með um 900 tonn upp úr sjó á 30 dögum. 500 tonn af ufsa. Hitt er karfi, þorskur ýsa og makríll," sagði Ævar Smári Jóhannsson, skipstjóri á Höfrungi III.

Hröktust undan ísingu á Halamiðum

"Það hefur gengið mjög vel. Það var ísing að trufla okkur í upphafi túrs. Það kom hafís yfir veiðisvæðið og við hröktumst undan honum á Halamiðum, vestur af landinu og svo eftir að hann fór, þegar hann snéri sér í suðaustan átt, var alveg ofboðslega mikil ufsaveiði. Það var mikið meiri veiði heldur en við réðum við. Við vorum ekkert á veiðum allan sólarhringinn. Ætli við höfum ekki verið með trollið á veiðum í 2-3 tíma á sólarhring. Það voru þrjú til fjögur skip á veiðum þarna. Allir í svona veiði," sagði Ævar Smári sem er einn yngsti skipstjóri landsins, einungis 34 ára gamall.

Fara út aftur á föstudag á makrílveiðar

"Við förum á föstudaginn á makrílveiðar vestur af landinu. Sjórinn er alveg kraumandi í makríl. Við vorum vestur á Breiðafirði þegar við komum að vestan þá kastaði ég trollinu, ekkert nálægt neinum skipum. Það voru engin skip búin að vera þarna. Bara þar sem ég má vera, fór suður fyrir línuna því við megum ekki vera norðan við ákveðna línu. Og það var bara 10 tonn eftir klukkutímatog. Stórum og góðum makríl og hreinum," sagði Ævar Smári.

Höfrungur III AK-250 er 1.000 tonna skip, smíðað í Kristjánssundi í Noregi árið 1988. Það er 456 tonn að þyngd. Síðast landaði það 3. júlí og kom þá með tæp 643 tonn að landi. Áður landaði það 1. júní og þá var aflinn 435 tonn.

Skipið hefur rúmlega þúsund tonna aflamark í þorski, um 935 tonn af karfa og tæp ellefu hundruð tonn af ufsa auk fleiri tegunda.


06.08.2012 17:00

Manni KE 99


                               670. Manni KE 99, í Njarðvík © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 16:00

Jónas Jónsson GK 101 og Helgi Flóventsson ÞH 77


                622. Jónas Jónsson GK 101 og 93. Helgi Flóventsson ÞH 77, við bryggju í Njarðvík © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 15:02

Jón Oddsson GK 14


                               620. Jón Oddsson GK 14 © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 14:00

Jón Júlí BA 157


        610. Jón Júlí BA 157, kominn á land í Tálknafirði © mynd Sigurður Bergþórsson, í júlí 2012

06.08.2012 13:00

Hilmir KE 7


                        566. Hilmir KE 7, í Keflavíkurhöfn © mynd Valur Guðmundsson, 1963

06.08.2012 12:00

Hafborg GK 99, Fróði ÁR 33 o.fl. í Stykkishólmshöfn 1970


               516. Hafborg GK 99, lengst til vinstri og hægra megin má sjá 1082. Fróða ÁR 33. Aðra þekki ég ekki á þessari mynd sem tekin var í Stykkishólmi 1970 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

Af Facebook:

Sigurbrandur Jakobsson ?12 tonna pungurinn sem snýr skutnum í myndavélina er 453 Gísli Gunnarsson SH 5

06.08.2012 11:00

Keflavíkurhöfn 1963 - margir þekkjanlegir


           Keflavíkurhöfn árið 1963. Þarna má þekkja marga báta © mynd Valur Guðmundsson