Færslur: 2012 Ágúst

27.08.2012 21:39

Eldsneytisflutningum Ísafoldar til Grænlands lokið í bili


                           2777. Ísafold, í Bolungarvík © mynd bb.is, 22. ágúst 2012

Ísafold er væntanleg til Hafnarfjarðar í fyrramálið, frá Grænlandi og þar með er lokið seinni ferðinni sem skipið fór með eldsneyti frá Íslandi til Grænlands.

27.08.2012 21:00

Ejnar Mikkelsen P 571


       Ejnar Mikkelsen P 571, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 22. júlí 2012

27.08.2012 20:00

Darina, í Hafnarfirði


                         Darina, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 15. ágúst 2012

27.08.2012 19:00

Bátar í Dráttarbraut Keflavíkur

Þessir bátar eru þarna í Dráttarbraut Keflavíkur einhvern tíman í kring um miðja síðustu öld. Ekki er ég öruggur um hvort verið sé að endurbyggja eða smíða bátinn sem er næst okkur, en mynd þessi er er úr safninum mínu er trúlega tekin af bróður mínum Agli Jónssyni.
Dráttarbraut Keflavíkur var þar sem smábátahöfnin Grófin er í dag.


             Bátar í Dráttarbraut Keflavíkur hf., nálægt miðri síðustu öld © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari trúlega Egill Jónsson

27.08.2012 18:00

Fagurey BA 250


                7054. Fagurey BA 250 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

27.08.2012 17:30

Máni II ÁR 7, í fyrsta sinn til Keflavíkur

Um miðjan dag í dag kom Eyrarbakkabáturinn Máni II ÁR 7, í fyrsta sinn til Keflavíkur og að auki er þetta í fyrsta skiptið sem skipstjóri bátsins kemur til Keflavíkurhafnar. Ástæðan fyrir komu þangað var að þar sem botninn datt skyndilega úr skötuselsveiðunum var tekin sú ákvörðun að taka bátinn upp í slipp og verður hann tekinn upp í Njarðvik  og mun síðan hugsanlega fara norður fyrir land á línuveiðar. Var því aflanum sem ekki var mikill, settur á land í Keflavík og síðan ekið með hann austur.
Notaði ég tækifærið og tók af bátnum þessa syrpu er hann sigldi inn Stakksfjörinn og inn í Keflavíkurhöfn í dag.
            1887. Máni II ÁR 7, kemur til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 27. ágúst 2012


27.08.2012 17:00

Vinur SK 72


                   6563. Vinur SK 72 o.fl. hjá Siglufjarðar-Seig © mynd sksiglo.is GJS, 24. ágúst 2012

27.08.2012 16:26

Síðasti dagur makrílveiðanna?

Enn mokveiddu þeir sem voru á makrílveiðum og lönduðu i dag í Keflavík. Þrátt fyrir góðan gang að undanförnu er ótti í mönnum um að þetta sé síðasti veiðidagurinn í ár. Ástæðan er sú að kvótapotturinn lokast nú þann 1. og á morgun er spáð brælu. Hefur ítrekað verið óskað eftir framlengingu og er þá haft í huga að sá makríll sem veiddur hefur verið hér uppi í landsteinum virðist vera allt annar stofn en sá sem trollbátarnir hafa verið að veiða. Þessi er bæði stærri og feitari.


            Fjórir af þeim fimm sem stunda veiðarnar á Stakksfirði og í Garðsjó. Hér eru það f.v. 7188. Sunna Rós SH 133, 1516. Fjóla GK 121, 2381. Hlöddi VE 98 og 2739. Siggi Bessa SF 97, út af Helguvík, í dag. Aðeins vantar þarna 1765. Guðrúnu Kristínu KÓ 6 © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2012

27.08.2012 16:00

Álfur SH 414
               2830. Álfur SH 414, löndun á makríl í Keflavík © myndir Emil Páll, 25. ágúst 2012

27.08.2012 15:15

Erkigsnek SO 709, frá NUUK - (Stafnesið)

Enn halda þeir áfram að breyta Stafnesinu fyrir leikarahlutverkið og svona leit það út skömmu eftir hádegi í dag.


            Erkigsnek SO 709 frá Nuuk, þ.e. með réttu nafni 964. Stafnes KE 130, í Njarðvík um kl. 14 í dag © myndir Emil Páll 27. ágúst 2012

27.08.2012 15:00

Óli á Stað GK 99


             2672. Óli á Stað GK 99, hjá Siglufjarðar-Seig © mynd sksiglo.is, GJS, 24. ágúst 2012

27.08.2012 14:45

Siggi Bjartar ÍS 50 og Stefán ÍS 140


             2535. Stefán ÍS 140 og 2652. Siggi Bjartar ÍS 50 o.fl., í Bolungarvík © mynd vikari.is, 23. ágúst 2012

27.08.2012 13:00

Raggi Gísla SI 72 og Vinur SK 72


      2594. Raggi Gísla SI 72 og 6563. Vinur SK 72, hjá Siglufjarðar-Seig © mynd sksiglo.is, GJS, 24. ágúst 2012

27.08.2012 12:00

Steini Randvers SH 147


               2507. Steini Randvers SH 147 © mynd úr myndasafni Morgunblaðsins

27.08.2012 11:30

Öðlingur SU 19


                    2418. Öðlingur SU 19 © mynd sksiglo.is, GJS, 24. ágúst 2012