Færslur: 2012 Ágúst

30.08.2012 19:30

Núpur BA 69


                    1591. Núpur BA 69, í Njarðvík © mynd Emil Páll,26. ágúst 2012

30.08.2012 19:15

Framnes ÍS 708


                      1327. Framnes ÍS 708 © mynd Púki Vestfjörð, Sigurður Bergþórsson

30.08.2012 19:00

Æskan RE 222 hífð upp á bryggju til botnskoðunar

Í morgun var báturinn hífður upp á bryggju í Njarðvíkurhöfn, til botnskoðunar, en um niðurstöðuna veit ég ekki, þar sem ég hef ekki verið heima í dag. Þessar myndir tóku Þorgrímur Ómar og ég þegar verið var að hífa bátinn upp.
          1918. Æskan RE 222 hífð upp á bryggju í morgun © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 30. ágúst 2012
            1918. Æskan RE 222, á lofti meðan botnskoðun fór fram © myndir Emil Páll, 30. ágúst 201230.08.2012 18:50

Tilbúinn í leikinn
             964. Í leikaragerfinu, en hann átti að láta úr höfn snemma í morgun, þar sem verkefnið eru hafið © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2012. Einhver sagði að fyrsta taka með bátnum færi fram í Grundarfirði

30.08.2012 18:40

Tony og Sævík, í gær

Þó fyrr í dag hafi birtst myndir af báðum þessum, stóðst ég ekki mátið birta þessa mynd sem ég tók af þeim í gær


            46. Tony og 1416. Sævík, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2012


30.08.2012 18:30

Breytingar hjá Sæmundi GK 4 og Unu HF 7

Samkvæmt því sem heyrist í bryggjuspjalli, eins og það er kallað eru breytingar framundan hjá báðum þessum bátum. Sagt er að þreifingar séu í gangi um eigendaskipi innanbæjar í Grindavík varðandi Sæmund GK 4, en Una HF 7 bíði eftir að þeir hjá Sólplasti komi úr sumarfríi svo hægt sé að hefja breytingar og endurbætur á bátnum.


            1264. Sæmundur GK 4 og 2338. Una HF 7, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2012

30.08.2012 18:20

Guðbjörg Kristín KÓ 6

Hálfgert gullgrafarævintýri hefur verið að undanförnu hjá þeim fimm bátum sem stundað hafa krókaveiðar á makríl út frá Keflavík að undanförnu. Lesendur síðunnar hafa orðið þess varir, enda ekki hægt annað en að smella myndum af umræddum bátum svo og af veiðunum, sem stundum hafa verið svo nálægt landi að nánast hafi verið hægt að spjalla frá hafnargarðinum í Keflavík við skipverja bátann. Meira um það sjáum við í kvöld hér á síðunni.
Makríllinn koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, því það hefur virkilega verið líf í kringu annars nánar dauða höfn. Að visu hefjast dragnótaveiðar í Bugtinni nú þann 1. en ef ég man rétt þá lönduðu bátarnir ekki mikið hérna í fyrra, heldur í Sandgerði.
Varðandi makrílveiðarnar þá hefur heyrst að þær verði framlengdar eitthvað og er vitað um að margir þeirra sem stunduðu strandveiðar muni hefja krókaveiðar á makríl á næstu dögum ef svo fer.
Hér sést einn þeirra sem hér hefur verið á makrílveiðum, en hann hefur sést áður hér á síðunni, en hvað með það?


            1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2012

30.08.2012 18:10

Sævík GK ex Hafursey VE í óvissu?


                    1416. Sævík GK ex Hafursey VE, hefur staðið uppi í Njarðvíkurslipp nú í þó nokkurn tíma og samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekkert verið unnið við bátinn í sumar. Virðist því vera mikil óvissa með bátinn © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2012

30.08.2012 18:00

Atlantic Viking - togari að hluta í eigu Vísis - rifinn í Hafnarfirði

Eins og ég hef áður sagt frá hér í síðunni var ljóst í vetur að önnur örlög biði ekki togarans Atlantic Vikings er að hluta í eigu Vísis hf. í Grindavík en að vera rifinn. Síðar sagði ég frá því að brotajárnsfyrirtæki væri búið að kaupa togarann til þess arna og nú hefur það verið staðsett með þessari frétt sem birst á vef Hafnarfjarðarhafnar, nú nýlega.

Endurvinnslufyrirtækið Fura í Hafnarfirði hefur keypt kanadíska togarann Atlantic Viking til niðurrifs. Togarinn var tekinn til skoðunar í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar og dæmdur ónýtur.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar heimilaði Furu að útbúa sér aðstöðu í fyllingunni utan Suðurgarðs til að rífa togarann. Um er að ræða tilraunaverkefni og eru höfnin og Fura í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðisins við rif togarans.
Grafin var geil inn í fyllinguna og togarinn dreginn inn í hana föstudaginn 17. ágúst. Mokað var að togaranum og aftan við hann til að styðja við hann og fá frið fyrir ágangi sjávar. Eftir því sem rifið er af togaranum flýtur hann ofar í sjónum og þannig kemur hann allur upp úr eftir því sem á verið líður.
Öllum úrgangi verður fargað samhvæmt reglum og vökva dælt úr togaranum með dælubílum og farið með til viðurkenndrar förgunar.             Atlantic Viking kemur inn í geilina sem grafin var fyrir hann í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar 23. ágúst 2012
              Hafin er vinna við að rífa togarann © myndir Emil Páll, 30. ágúst 2012

Af Facebook:

Sigurbjörn Arnar Jónsson Var hann komin fram yfir það að vera viðbjargandi?

Emil Páll Jónsson Já of mikil tæring, til þess að það borgaði sig að gera við hann

30.08.2012 17:30

Elding II


                             7489. Elding II © mynd Bragi Snær, 21. ágúst 2012

30.08.2012 10:00

Svanur RE 45 og Jón Finnsson GK 506


               1029. Svanur RE 45 og 1282. Jón Finnsson GK 506 í Hirtsalshöfn © mynd Guðni Ölversson

30.08.2012 09:00

Pálmi BA 30, ísaður


               1016. Pálmi BA 30 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson

30.08.2012 08:00

Hugrún ÍS 7


                   247. Hugrún ÍS 7 © mynd Púki Vestfjörð, Sigurður Bergþórsson

30.08.2012 07:25

Tony enn á söluskrá              46. Tony ex Moby Dick sem komst eftir uppboð í eigu Skipasmíðastöð Njarðvíkur, er enn óseldur að ég held © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2012

30.08.2012 00:00

Þórir SK 16 / Þórir II ÁR 77 / Bára SH 27


               2102. Þórir SK 16 © mynd Ragnar Emilsson, feb./ mars 2005


                    2102. Þórir SK 16 © mynd úr myndasafni Morgunblaðsins


                  2102. Þórir SK 16 © mynd Ragnar Emilsson, í feb/mar. 2005


                                    2102. Þórir II ÁR 77 © mynd shipspotting


                        2102. Bára SH 27, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                    2102. Bára SH 27, á Rifi © mynd Snorri Birgisson, 17. okt. 2009


                                 2102. Bára SH 27 © mynd Gylfi Scheving, í maí 2012