Færslur: 2012 Ágúst
24.08.2012 12:00
Siggi Bessa SF 97 og vaðandi makríll á Stakksfirði í gær

Hér sjáum við makríltorfur aftan við og til hliðar við bátinn


2739. Siggi Bessa SF 97, á siglingu til hafnar í Keflavík til löndunar, í gær © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2012
24.08.2012 11:00
Öðlingur SU 19, Óli á Stað GK 99, Akraberg SI og Oddur á Nesi SI 76

Siglufjörður: 2418. Öðlingur SU 19 og 2673. Óli á Stað GK 99, uppi á bryggjunni og við bryggju eru 2765. Akraberg SI 60 og 2799. Oddur á Nesi SI 76 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. ágúst 2012
24.08.2012 10:00
Öðlingur SU 19, í Siglufirði


2418. Öðlingur SU 19, í Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 22. ágúst 2012
24.08.2012 09:00
Guðbjörg Kristín KÓ 6, á makrílveiðum í Helguvík


1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, á makrílveiðum í Helguvík, í gærmorgun © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2012
24.08.2012 08:00
Núpur BA 69

1591. Núpur BA 69, við bryggju í Njarðvík í gær, nýkominn úr slippnum © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2012
24.08.2012 07:04
Knörrinn, á Ólafsfirði

306. Knörrinn, Ólafsfirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. ágúst 2012
24.08.2012 00:00
Snurvoð á Andra BA 101
Eftirfarandi frásögn og myndir fékk ég af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar í Bíldudal, en hún er skrifuð 21. ágúst sl. og verða lesendur því að skoða tímasetningar miðað við það.
Tengill á síðu Jóns Páls Jakobssonar, má finna hér til hliðar á þessari síðu
Sendi ég Jóni Páli Jakobssyni, kærar þakkir fyrir.:



Og fiskurinn var bara fínn.


Aflinn kominn upp á kaja á Patró


Vélstjórinn tilbúinn fyrir næsta stríð.

Útgerðarmennirnir búnir að fá fréttinar um það að aflaverðmætið sé rétt fyrir kvótaleigunni..

Komnir í heimahöfn og málin rædd við yfirhafnarvörð Bíldudalshafnar hvað til ráða.
© myndir og allur texti: Jón Páll Jakobsson, 21. ágúst 2012
23.08.2012 23:00
Helga RE 49, Kristín ÞH 157 og Fjölnir SU 57, í Reykjavík

2749. Helga RE 49, 972. Kristín ÞH 157 og 237. Fjölnir SU 57, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í ágúst 2012
23.08.2012 22:00
Bergey VE 544

2744. Bergey VE 544, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 9. apríl 2012
23.08.2012 21:00
Margrét EA 710

2730. Margrét EA 710 © mynd úr myndasafni Morgunblaðsins
23.08.2012 20:41
Reykjavík: Hvalbátarnir færðir og höfnin dýpkuð





Hvalbátarnir færðir og gamla höfnin í Reykjavík dýpkuð © myndir Sigurður Bergþórsson, 23. ágúst 2012
23.08.2012 20:00
Baldur

2727. Baldur © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 29. júlí 2012
23.08.2012 19:00
Óli Gísla GK 112

2714. Óli Gísla GK 112, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 9. apríl 2012
23.08.2012 18:55
Styttist í að makrílkvótinn náist
1742. Faxi RE 9 © mynd af vefsíðu HB Granda
Í morgun áttu uppsjávarveiðiskip HB
Granda óveidd um 2.000 tonn af makríl. Makrílveiðin tregaðist töluvert
um síðustu helgi en með töluverðri fyrirhöfn hefur verið hægt að ná
þokkalegum afla síðustu daga. Versni veiðin ekki að nýju ættu ekki að
líða mjög margir dagar þar til að skip HB Granda geta snúið sér af
síldveiðum fyrir alvöru en nú eru óveidd um 11.500 tonn af aflamarki
félagsins í norsk-íslenskri síld á vertíðinni.
Er rætt var við Albert Sveinsson, skipstjóra á Faxa RE, nú um miðjan
dag var nýbúið að kasta flotttrollinu og þriðja hol veiðiferðarinnar þar
með hafið. Um 230 tonn af makríl og síld fengust í nótt sem leið og upp
úr hádeginu var lokið við um 100 tonna makrílhol. Skipið er að veiðum í
Litladjúpi en þar er mikill fjöldi skipa að veiðum og í leit að makríl
og segir Albert aðstæður vera frekar erfiðar.
23.08.2012 18:12
Fjóla GK er aflahæsti handfærabáturinn á makrílveiðum
"Engu líkara en ég væri staddur innan um spilakassa sem allir gæfu vinning á sama tíma"
Mokveiði hefur verið hjá Fjólu GK undanfarna daga. Fjóla er 15 tonna krókaaflamarksbátur sem veiðir makríl á handfæri. Um miðja vikuna var báturinn kominn með 150 tonn af makríl og er hann aflahæsti báturinn á handfæraveiðum.
Fiskifréttir fóru í makrílróður með Fjólu í síðustu viku og fylgdust með þessum nýstárlega veiðiskap og ræddu við Davíð Frey Jónsson skipstjóra. Fjóla hefur haldið sig á svæðinu við Reykjanes og Eldey í sumar. Báturinn hefur fengið yfir þrjú tonn í flestum róðrum og yfir 13 tonn á dag þegar best lætur.
Blaðamaður Fiskifrétta lýsir veiðunum þannig meðal annars: "Makríll er sterkur fiskur og stinnur þegar hann kemur inn og kastast með skellum eftir málmrennunum á leiðinni niður í lest. Á meðan mest veiddist var því talsverður hávaði í veiðunum og engu líkara en ég væri staddur innan um spilakassa sem allir gæfu vinning á sama tíma og að það klingdi í krónum!"
