Færslur: 2012 Maí
02.05.2012 00:00
Addi afi II GK 62, sjósettur að nýju
6882. Addi afi II GK 62 og Kristján Nielsen uppi á bátnum
Kristján Nielsen uppi á bátnum
Margeir og Óskar
Margeir, Kristján og einhver óþekktur
Óskar og Jónas
Margeir
Kristján
Kristján og Óskar
Kristján og Óskar
Margeir, Kristján og Óskar
6882. Addi afi II GK 62, Kristján, Óskar, Margeir og Jónas, í Sandgerði © myndir Sólplast 1. maí 2012
01.05.2012 23:12
Sjómanni bjargað við Látrabjarg
Manni var bjargað úr sjónum við Látrabjarg laust eftir kl. 21 í kvöld eftir að smábáturinn Krummi fór á hliðina og sökk skömmu síðar. Áhöfn fiskibátsins Lóu kom manninum til bjargar og var þá hann orðinn kaldur og þrekaður.
Í tilkynningu Landsbjargar segir að björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Vörður frá Patreksfirði, hafi verið kallað út um klukkan 21 í kvöld þegar tilkynning barst um að smábátur væri að sökkva við Látrabjarg. Einn maður var um borð. Nærstaddir bátar voru einnig kallaðir til og fljótlega var einn þeirra kominn á staðinn. Var báturinn þá á hliðinni og skipverjinn orðinn kaldur og þrekaður. Hann var tekinn um borð og er verið að hlúa að honum. Stuttu síðar sökk trillan.
Ákveðið hefur verið að björgunarskipið haldi áfram ferð sinni á staðinn og komi skipverjanum í land.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að neyðarkallið hafi komið frá fiskibátnum Lóu sem staðsettur var um 0,5 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Sagði hann nærstaddan bát, Krumma, vera kominn á hliðina og skipverji bátsins kominn í sjóinn. Samstundis kallaði stjórnstöð LHG út Vörð, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Örfáum mínútum síðar eða kl. 21:04 tilkynnti skipverji Lóu að hann hefði náð manninum úr sjónum, hann væri kaldur en óslasaður. Þeir héldu þegar í stað til Patreksfjarðar.
Var þá útkall þyrlu LHG afturkallað en Vörður er á leið á staðinn til að ná upp björgunarbát Krumma sem flýtur á sjónum og neyðarsendir hans sendir reglulega út Cospas Sarsat neyðarskeyti.
Krummi er frambyggður plastbátur, um 6 metra langur.
01.05.2012 22:00
Glær KÓ 9, heilmálaður hjá Sólplasti
7428. Glær KÓ 9, í húsakynnum Sólplasts í Sandgerði © myndir Sólplast 1. maí 2012
01.05.2012 21:00
Njarðvík GK 275, í Njarðvík, Reykjanesbæ
76. Njarðvík GK 275, í Njarðvik
76. Njarðvík, Reykjanesbær © myndir Emil Páll, 2000
01.05.2012 20:00
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
575. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, í Hafnarfirði © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
01.05.2012 19:00
Hugrún AK 37
1837. Hugrún AK 37, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1992-93
01.05.2012 18:00
Andrea og Hafsúlan í hvalaskoðun frá Keflavík í dag
2787. Andrea og 2511. Hafsúlan í Keflavíkurhöfn í dag
2511. Hafsúlan, siglir út Vatnsnesvíkina og út á Stakksfjörð í dag
2787. Andrea siglir sömu leið og Hafsúlan út frá Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 1. maí 2012
01.05.2012 17:32
TF-LIF komin til landsins eftir skoðun í Noregi
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF, kom til Reykjavíkur eftir hádegi í dag eftir að hafa verið frá miðjum janúar í skoðun sem fór fram í Noregi. Eflaust hefur koma þyrlunnar vakið athygli því þegar þyrlan kom til Reykjavíkur voru TF-GNA og TF-SYN að koma úr verkefnum og fylgdu þær TF-LIF í lágflugi inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Með komu TF-LIF til landsins er Landhelgisgæslan á ný með þrjár þyrlur til taks.

Skoðunin sem framkvæmd var á þyrlunni kallast G-skoðun og tóku starfsmenn flugtæknideildar Landhelgisgæslunnar þátt í verkinu. Gæðakröfur gera ráð fyrir að G-skoðun fari að jafnaði fram á 12 ára eða 7500 flugtíma fresti. Var þetta í fyrsta sinn sem TF-LIF fór í skoðun sem þessa en hún er sú umfangsmesta sem þessar þyrlur fara í gegnum. Þyrlan var öll tekin í sundur, skrokkur hennar og fylgihlutir skoðaðir af nákvæmni og viðgerðir með tilliti til sprungumyndana og tæringar. Í lok skoðunar var vélin svo máluð og hefur hún nú fengið nýtt útlit.


Af Facebook:
Oddur Gardarsson Og líka í þessu fína standi. Hún er í raun fallegri núna, en þegar við fengum hana í júní 1995;o)
01.05.2012 17:00
Sandgerði: Fimm bátar og einn bíll í fjörunni
F.v. Vörubíllinn í fjörunni, 1217. Sóley KE 15, 712. Kristján KE 21, 1518. Hafsteinn ÁR 80, 1226. Hlýri GK 305 og 526. Halldór Kristjánsson GK 93, í Sandgerði 5. jan. 1984
Vörubíllinn í horninu og 1217. Sóley KE 15 © myndir úr myndasafni Víkurfrétta, frá 5. jan. 1984
01.05.2012 16:00
Vestri BA 63 og Hafsúlan HF 77
1464. Vestri BA 63, bakkar á leið niður úr Drafnarslippnum í Hafnarfirði og bak við hann má sjá 1213. Hafsúlu HF 77 © mynd þessi er nokkra áratuga gömul, en ég fann hana á netinu og ljósmyndari er ókunnur.
01.05.2012 15:00
Gamli Þór í Njarðvík
229. Þór, í Njarðvík í dag. Skipið fékk þennan ljóta lit og leikaranafnið Hrefna RE 11 þegar það var með hlutverk í kvikmynd sem tekin var uppi í Hvalfirði fyrir nokkrum árum © myndir Emil Páll, 1. maí 2012
01.05.2012 13:00
Smábátahöfnin, Siglufirði að morgni 1. maí
Smábátahöfnin, Siglufirði að morgni 1. maí © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2012
01.05.2012 12:00
Lúða ÍS 266, á Hólmavík
6130. Lúða ÍS 266, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 26. apríl 2012
01.05.2012 11:00
Sandgerði fyrir áratugum
1767. Vikar KE 121 o.fl. í Sandgerðishöfn, fyrir áratugum
1842. Vismin II ÁR 54 o.fl. í Sandgerði, árið 1990 © myndir Emil Páll
