Færslur: 2012 Maí
14.05.2012 16:00
Sjöstjarnan VE 92
760. Sjöstjarnan VE 92 © mynd Árbók SVFÍ, 1991
14.05.2012 13:00
Úr Reykjavíkurhöfn
1445. Í dag Siggi Þórðar GK 197, 245. Í dag Fjóla KE 245 og 1416. Í dag Sævík GK 257. Hver þessi með stóra húsið er, veit ég ekki.
14.05.2012 12:00
Á Sæbjörgu til Sæbjargar
Ferð þessi var mjög sérstök þar eins og fram kemur hér í lýsingu minni, en myndin sem fylgiir tók Jón Norðfjörð fyrir mig af okkur á leiðinni og hef ég áður birt hana í blaði sem ég var aðili að á þeim tíma, svo og nú nýlega bæði á FB síðum Keflavíkinga og eins Sandgerðinga.
Um leið og komið var út úr Sandgerðishöfn tóku þeir félagar Páll og Valgeir, þá ákvörðun að fara ekki út innisiglinguna heldur sigla ferð sem aðeins þeir sem vel þekkja til fara, en það er út á milli skerja. Gekk ferðin út úr skerjagarðinum mjög vel þrátt fyrir að þoka væri að skella á okkur. Átti þokan eftir að verða svo svört að við sáum ekki neitt, en töldum vita stefnuna á stóru Sæbjörgina og sigldum miðað við það, en þegar tíminn var orðinn ansi langur fóru þeir á stóru Sæbjörginni að miða okkur út á litlu Sæbjörginni og viti menn við vorum komnir langt út fyrir það sem við áttum að fara og fengum því rétt mið og sigldum til baka og römbuðum þá á stóru Sæbjörgina og fórum þar um borð og lukum hlutverki okkar. Síðan var siglt í land og aftur farið inn á milli skerja, en við sáum ekkert fyrr en við vorum komnir nánast inn í höfnina í Sandgerði.
Eru mörg mörg ár og jafnvel áratugir síðan þetta gerðist, því trúlega hefur þetta verið með einum af fyrstu ferðunum sem björgunarskóli sjómanna, Sæbjörg ex Þór, fór í leiðangur út frá Reykjavík.
F.v. Emil Páll Jónsson, Páll Gíslason og Valgeir Einarsson © mynd Jón Norðfjörð
14.05.2012 11:36
Nýsmíðaður bátur sökk

Mynd: Wikimedia Commons.
Vísindamenn hafa byggt eftirlíkingu af einum elsta bát sem fundist hefur en sá var grafinn upp úr mýri á Englandi og er talinn hafa verið smíðaður á bronsöld, fyrir um 3600 árum.
Um er að ræða samstarfsverkefni sjö evrópskra háskóla og vísindastofnana sem hefur verið í undirbúningi í átta ár. Hópur fornleifafræðinga vann sleitulaust síðustu þrjá mánuði að því að tryggja að hann væri nákvæmlega eins og fyrirmyndin, þess utan að eftirlíkingin er helmingi minni. Fjöldi vísindamanna var viðstaddur þegar fullkláraður báturinn var látinn síga í sjóinn í morgun en hann sökk strax, viðstöddum til mikilla vonbrigða.
14.05.2012 11:00
Lundey NS 14
155. Lundey NS 14, í Reykjavikurslipp © mynd Jóhannes Guðnason, 8. maí 2012
14.05.2012 00:00
Tveir GULLMOLAR
344. Björn EA 396 © mynd frá velunnara síðunnar
Hólmsberg GK 395 © mynd frá Velunnara síðunnar
Hér kemur saga beggja bátanna:
(Björn EA 396)
Smíðaður í Faaborg, Danmörku 1916 og stækkaður 1945. Kom fyrst til landsins og þá til Kljástrandar, 30. jan. 1917 og var farinn til línuveiða suður fyrir land tíu dögum síðar. Talinn ónýtur 23. nóv. 1965 og stóð beinagrindin af honum uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka.
Nöfn: Dröfn TH 224, Dröfn EA 396, Björn EA 396 og Björn KE 95
(Hólmsberg GK 395)
Smíðaður í Harstad, 1920 og endurbyggður hjá Dráttarbraut Akureyrar, árið 1943. Brann og sökk á síldveiðum skammt frá Grímsey, 23. ágúst 1947.
Nöfn: Kolbeinn ungi EA 450 og Hólmsberg GK 395.
13.05.2012 23:00
Sigurvon ST 54 á strandstað
922. Sigurvon ST 54, strönduð í Viðlagavík, Vestmannaeyjum © mynd úr Árbók SVFÍ, 1989
13.05.2012 22:00
Reynir Þór SH 169
7058. Reynir Þór SH 169 © mynd Gylfi Scheving, í maí 2012
Af Facebook:
13.05.2012 21:00
Suðri SH 312
Suðri SH 312, frá Hellnum eða hvað hann heitir? © myndir Gylfi Scheving, í maí 2012
13.05.2012 20:00
Ófeigur III VE 325, á strandstað
707. Ófeigur III VE 325, á strandstað við Þorlákshöfn © mynd Árbók SVFÍ, 1989
