Færslur: 2012 Maí
17.05.2012 15:00
Ölver KE 40 o.fl. í Njarðvikurhöfn
645. Ölver KE 40 o.fl. í Njarðvikurhöfn fyrir áratugum síðan © mynd Emil Páll
17.05.2012 14:15
Baltic Force, í Helguvík
Hér er það að vísu aðeins yfirbyggingin sem kemur upp fyrir bjargbrúnina
Baltic Force, í Helguvík, í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2012
17.05.2012 13:07
Sögufrægt skip að hverfa
Texti: mbl.is - myndir Emil Páll:
Gamla varðskipið Þór hverfur nú sjónum smátt og smátt í Helguvík. Þar vinna starfsmenn Hringrásar að því að búta þetta sögufræga skip niður og beita við það stórvirkum vélum.
Skipið er gamalt og sterkbyggt og í því mikið af stáli sem verður endurunnið hér og flutt út sem hráefni til bræðslu.
Hringrás er með athafnasvæði í Helguvík og var Þór tekinn þar á þurrt. Grafin var rás upp í fjöru og skipinu fleytt upp á háflóði. Byrjað var á að tæma skipið af spilliefnum, að sögn Einars Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Hringrásar.
"Þór er vel smíðaður og þetta verður nokkurra vikna vinna," sagði Einar. "Það hefur verið gengið ægilega illa um skipið og þetta mikla fley er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var."
229. Þór, í Helguvík í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2012
17.05.2012 12:00
Stefnið af Hrönn HU 15
589. Hrönn HU 15, á Fitjum í Njarðvik © mynd Emil Páll
17.05.2012 11:00
Hafbjörg SH 37, rak á land
517. Hafbjörg SH 37, þar sem hann rak á land við Kvíós, í Grundarfirði © mynd Emil Páll, 1974 eða 1975
17.05.2012 10:00
Þegar Möskvi KE 60, sökk
488. Möskvi KE 60, sokkin við bryggju í Njarðvik © mynd Emil Páll, 10. feb. 1981
17.05.2012 09:00
Binni í Gröf KE 127
419. Binni í Gröf KE 127, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum xxx árum
17.05.2012 08:06
Farsæll GK 162
402. Farsæll GK 162 o.fl. í Hafnarfirði fyrir allmörgum árum © ljósm.: ókunnur
17.05.2012 00:30
Petra kemur úr fyrstu sjóferðinni







17.05.2012 00:00
Petra ST 20: Ásbrú - Sjósetning Hafnarfirði - prufusigling - tekin upp - Hólmavík - sjósetning
7729. Petra ST 20, framan við aðsetur Bláfells ehf., á Ásbrú, tilbúin til ferðar í Hafnarfjörð
Petra, sjósett í Hafnarfirði 15. maí 2012
Prufusiglingu, lokið í Hafnarfirði, 15. maí 2012
Báturinn tekinn af kerrunni og settur á vörubílspall, fyrir flutninginn norður til Hólmavíkur, 15. maí 2012
Komið til Hólmavíkur, eftir miðnætti aðfaranótt 16. maí 2012
Sjósett á Hólmavík, 16. maí 2012
Sjósetningu lokið, 7729. Petra ST 20, við bryggju á Hólmavík, 16. maí 2012 © myndir Bláfell ehf., 15. og 16. maí 2012
16.05.2012 22:00
Sægrímur kominn í slipp í Njarðvík
2101. Sægrímur GK 525, í sleðanum í Njarðvik © myndir af FB síðu SN 16. maí 2012
16.05.2012 20:23
Garðars BA 100 ára
Elsta stálskip Íslands, Garðar BA 64 fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli. Af því tilefni verður efnt til samkomu við skipshlið í Skápadal í Patreksfirði, fimmtudaginn fyrir sjómannadag, 31. maí, kl. 18. Garðar BA var smíðaður var hjá Askers Mek skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1912 til hvalveiða. Er bátnum var hleypt af stokkunum í Noregi var hann rúmlega 30 metra langur, yfir 6 metra breiður og risti tæplega 3,5 metra. Hann var tvímastraður og seglbúinn, en með gufuvél til að nota í lognviðri.
Báturinn var seldur árið 1974 Patreki hf., á Patreksfirði. Í umsjá Jóns Magnússonar fiskaði Garðar vel og var oft með aflahæstu bátum vertíðanna. Bæði var hann gerður út á línu og net. Garðar BA 64 dæmdur ónýtur, tekinn af skrá 1. desember 1981 og svo siglt á land og í sátur í Skápadal. Þar stendur hann enn gestum og gangandi til sýnis.
Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu bátsins.
