Færslur: 2012 Maí
19.05.2012 09:18
Muggur KE í smá dekur
2771. Muggur KE 57, tekinn í hús hjá Sólplasti © myndir Bogga og Sjáni, Sólplasti, 18. maí 2012
19.05.2012 09:00
Ingibjörg kemur með Silfurnes SF 99 til hafnar
2638. Ingibjörg, kemur með 2597. Silfurnes SF 99 til hafnar © myndir Sigurbrandur í maí 2012
19.05.2012 08:25
Kristbjörg dregin til Eyja
Þyrla og björgunarskip Landhelgisgæslunnar fóru á vettvang en ekki kom til kasta þeirra. Mynd úr safni.
mbl.is/Rax
Neta- og dragnótabáturinn Kristbjörg VE-071 er nú á leið til Vestmannaeyja í eftirdragi línubátsins Páls Jónssonar GK7. Landhelgisgæslan aflýsti hættuástandi í Meðallandsbukt, þar sem Kristbjörg var vélarvana, á öðrum tímanum í nótt en þá var taug komin milli skipanna og þau fjarlægðust land.
Kristbjörg varð vélarvana á tíunda tímanum í gærkvöld eftir að eitthvað fór í skrúfuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var nýkomin frá Keflavík var send á staðinn auk björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Vestmannaeyjum og Höfn sem og björgunarsveitum af Suðurlandi sem biðu átekta í landi við Skarðsfjöru.
Skipverjum Kristbjargar tókst að varpa akkerum og stöðva þannig rek skipsins til lands um 1 sjómílu frá landi. Nærliggjandi skip voru í um 25 sjómílna fjarlægð. Það fyrsta á vettvang var línubáturinn Páll Jónsson GK7 sem tók Kristbjörgu á tog og var haldið á dýpri sjó. Þegar ljóst var að það gengi eftir héldu björgunarsveitir, bátar og þyrlan síns heima án þess að til kasta þeirra kæmi og Landhelgisgæslan aflýsti hættuástandi.'
Togarinn Jón Vídalín fór til móts við bátana og tók við Kristbjörgu, sem dreginn var til Vestmannaeyja þaðan sem skipið er gert út.
19.05.2012 00:00
Glær KÓ 9 búinn í viðgerð og öðru
18.05.2012 23:00
Frá Vestmannaeyjum fyrir tugum ára
623. Júlia VE 123 o.fl. í Vestmannaeyjarhöfn, á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll
18.05.2012 22:28
Togari vélarvana við Skarðsfjöru
Björgunarsveitir og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi, nánar tiltekið Höfn, Kirkjubæjarklaustri, Meðallandi og Vík hafa verið kallaðar út vegna vélarvana skips sunnan við Skarðsfjöru.
Um er að ræða togara með 10 manna áhöfn og talið er að eitthvað hafi farið í skrúfuna. Skipið er því vélarvana en ekki á reki. Björgunarskip og bátar munu fara að skipinu og freista þess að setja taug í það og björgunarsveitarmenn verða til reiðu í fjörunni ef á þarf að halda. Veður er þokkalegt á staðnum en auk björgunarsveita tekur Landhelgisgæslan þátt í aðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
18.05.2012 22:00
Valberg VE 5 og Valberg VE 10, báðir í Keflavík í dag
1074. Valberg VE 10, í Keflavíkurhöfn í dag
6507 . Valberg VE 5, í Grófinni í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2012
18.05.2012 21:58
Reykjanesbær eignast 100 milljóna víkingaskip
Ríkisbankinn afskrifar skuldir frá Sparisjóðnum í Keflavík
Reykjanesbær hefur nú breytt 100 milljóna kröfu sinni á hendur Íslendingi ehf. í tæplega 100 prósenta eignarhlut í félaginu. Samhliða þessu eignast bærinn fasteignina sem hýsir skipið.
Reykjanesbær hefur eignast víkingaskipið Íslending eftir að hafa breytt rúmlega 100 milljóna kröfu sinni á hendur eignarhaldsfélagi skipsins í hlutafé í því í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Reykjanesbæjar sem samþykktur var og undirritaður á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn, þann 15. maí. Eignarhaldsfélagið sem Reykjanesbær á nú nærri 100 prósenta hlut í heitir Íslendingur ehf. en ásamt því að eiga skipið heldur það utan um rekstur á safninu Víkingaheimum í Reykjanesbæ.
Orðrétt segir um þetta í ársreikningi bæjarins: "Reykjanesbær breytti kröfu sinni á Íslending ehf. að fjárhæð um 101,3 milljónum króna í hlutafé í árslok 2011 á genginu 1. Fyrir átti Reykjanesbær hluti í félaginu að fjárhæð um 8,1 milljón króna. Í árslok nemur hlutabréfaeignin um 109,4 milljónum króna sem er um 99,76 % hlutur."
Þetta þýðir að íbúar í Reykjanesbæ eru nú orðnir nánast hundrað prósent eigendur að víkingaskipi og rekstrarfélagi þess. Áður hafði skipið verið í eigu bæjarins, Gunnars Marels Eggertssonar, sem smíðaði Íslending, olíufélagsins Olís auk þess sem Íslendingur ehf. átti tæpan fjórðung í sjálfum sér.
18.05.2012 21:00
Hvalveiðibátar
Hvalveiðibátarnir fjórir í Reykjavík © mynd í eigu Emils Páls, en ljósmyndari ókunnur.
18.05.2012 20:00
Bátabrenna ofan við Innri-Njarðvik
Bátar á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík fyrir einhverjum áratugum © mynd Emil Páll
18.05.2012 19:00
Sjómannadagurinn í Keflavík á 8. áratug síðustu aldar
Frá sjómannadegi í Keflavík 19 sjötíu og eitthvað © myndir Emil Páll
18.05.2012 18:00
Þessi sökk í Keflavíkurhöfn, en hver var hann?
Einn sokkinn í Keflavíkurhöfn fyrir xx árum, en hver var hann? © mynd Emil Páll
18.05.2012 17:16
Hver er hann þessi og hvart er þetta?
Sokkinn bátur, en hver? og hvar? eða hvenær? © mynd Emil Páll
Af facebook:Eiríkur Tómasson Er þetta ekki fyrir innan Stykkishólm
Ragnar Emilsson þetta er tekið inná sundum það sést glitta í Viðeyjarstofu vinstrameginn fyrir miðri mynd
Vigfús Markússon Þetta er gamli Árnesingur V- Þýskur átti að notast sem vinnu bátur. Lá lengi inn á sundum
18.05.2012 16:00
Sigurður Gunnarsson KE 202
Koli, veiddur á stöng um borð í 1431. Sigurði Gunnarssyni KE 202, í Keflavíkurhöfn, annað hvort á 7. eða 8. áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll
18.05.2012 15:00
Vörðunes GK 45, Þorsteinn Gíslason GK 2 og óþekkt skúta í Grindavík
951. Vörðunes GK 45, 288. Þorsteinn Gíslason GK 2 og óþekkt skúta í Grindavíkurhöfn fyrir tugum ára © mynd Emil Páll
