Færslur: 2012 Maí
23.05.2012 19:00
Líf og fjör á Hólmavík
Margir strandveiðibátar að landa á sama tíma á Hólmavík í gær © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 22. maí 2012
23.05.2012 18:25
Sigurbjörgin ÓF- 1 hefur forvarnavinnu
Í byrjun maí hóf áhöfn Sigurbjargarinnar samskonar forvarnasamvinnu og Mánabergið byrjaði á í desember á síðasta ári, en um er að ræða samstarfsverkefni Ramma, Slysavarnaskóla Sjómanna og Sjóvá.
Með þessu vill Rammi í samvinnu við sína starfsmenn fækka og að lokum koma í veg fyrir slys. Slysavarnaskólinn stýrir verkefninu en til þess að byrja með er lögð áhersla á að áhöfnin áhættugreini Sigurbjörgina og skrái á atvikaskráningablað.Fundur með áhöfn Sigurbjargarinnar
Fjóla Guðjónsdóttir forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá hóf fundinn en Sjóvá leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækja hugi að forvörnum hvort sem um er að ræða í vinnu eða einkalífi.
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna fór yfir helstu ástæðu slysa út á sjó og þeim slysum sem tilkynnt hafa verið til rannsóknarnefndar sjóslysa. Fram kom að
slys um borð í Sigurbjörginni eru svipuð og hjá öðum í flotanum og að helsta ástæða slysa sé fall úr hæð, hras á jafnsléttu eða klemmuslys. Oftast er um að ræða "minni háttar" slys sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Því er skráning atvika (slys og næstum því slys) og áhættugreining skipa mikilvæg til þess að greina aðstæður áður en slys verða. Í mjög mörgum tilvikum þarf lítið til og hægt að breyta verklagi eða aðstæðum þannig að slysahættur eru ekki lengur fyrir hendi.
Ragnar Aðalsteinsson útgerðastjóri heldur utan um verkefnið
fyrir Ramma og lagði hann áherslu á að fullur vilji er af hálfu útgerðarinnar
til þess að ná árangur. Verkefnið sé spennandi þar sem það reynir jafnt á vilja
áhafnar sem útgerðar til þess að ná árangri. Hugarfar skiptir hér miklu
máli og hvernig við nálgumst allt það sem við tökum okkur fyrir hendur, hvort
sem það er í vinnunni eða í einkalífinu.Eftir fund með áhöfninni þá var farið
um borð og aðstæður skoðaðar.
Texti: Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna Sjóvá
Mynd: GJS23.05.2012 18:13
Báturinn varð eftir í Rotterdam
Fyrirtækið Ocean Safari ehf. í Stykkishólmi mun á föstudaginn næstkomandi byrja að fara með fólk í skoðunar- og skemmtiferðir um Breiðafjörðin. Ferðirnar verða farnar á tveimur bátum sem voru sérsmíðaðir fyrir fyrirtækið í Hollandi. Annar báturinn ber nafnið Kría og hann var fluttur í Stykkishólm síðastliðinn föstudag. Það vildi svo leiðinlega til að hinn báturinn sem heitir Kjói var skilinn eftir á hafnarbakkanum í Rotterdam, en Samskip sá um flutning bátanna frá Hollandi til Íslands. Þegar átti að ná í bátinn til Reykjavíkur og verið var að leysa hann út kom í ljós að báturinn var ekki um borð í flutningaskipinu en forsvarsmenn Ocean Safari höfðu ekki verið látnir vita. Þeir gera þó ráð fyrir því að Kjói verði kominn í Stykkishólm fyrir sjómannadag.
| 7722. Kría, í Stykkishólmi © mynd skessuhorn.is |
23.05.2012 18:08
Fjórir bátar Kampa við Snæfellsnes
Frystitogarinn Ísbjörn ÍS er á veiðum á heimamiðum og verður á sjó fram að sjómannadegi.
Af Facebook:
23.05.2012 18:00
Polar Procress GR 14-48
23.05.2012 17:00
Green Bergen
Green Bergen, í Hafnarfirði í gær © myndir Jóhannes Guðnason, 22. maí 2012
23.05.2012 15:42
Nanna ÍS 321
6641. Nanna ÍS 321, Í Hafnarfirði, í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2012
23.05.2012 15:00
Skrúður sandblásinn
1919. Skúður, sandblásinn í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd af FB síðu SN, 22. maí 2012
23.05.2012 14:00
Gunnbjörn ÍS 302
1327. Gunnbjörn ÍS 302, í Njarðvíkurslipp © mynd af FB síðu SN, 22. maí 2012
23.05.2012 13:00
Þerney RE 101
2203. Þerney RE 101, í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2012
23.05.2012 12:10
Hrafnreyður KÓ 100
1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2012
23.05.2012 11:00
Sædís Bára GK 88: Endurbygging sem varð að nýsmíði
2829. Sædís Bára GK 88, í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 23. maí 2012
23.05.2012 10:00
Dagný RE 113 og Atlavík RE 159
1263. Atlavík RE 159 og 1149. Dagný RE 113, í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2012
1149. Dagný RE 113. Sést vel þar sem kominn er nýr planki í bátinn © mynd af FB síðu SN, frá því í gær, 22. maí 2012
23.05.2012 09:00
Valþór NS 123 og Orri ÍS 180
1081. Valþór NS 123 og 929. Orri ÍS 180, í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 22. maí 2012
23.05.2012 08:30
Ný Cleopatra 33 afgreidd til Frakklands
Báturinn heitir Aldan á máli Bretóna.
Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Le Croisic á vesturströnd Frakklands. Að útgerðinni stendur Fabrice Charlot sjómaður frá Le Croisic sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.
Nýi báturinn hefur hlotið nafnið "Ar-Tarzh II" sem þýðir "Aldan" á mál Bretóna. Báturinn er 11 brúttótonn. "Ar-Tarzh II" er af gerðinni Cleopatra 33. Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT(Iveco)C90 380 tengd ZF286IV gír. Siglingatæki eru frá Furuno.
Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línubúnaður er frá Able. Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12 stk 380 lítra kör í einangraðri lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Le Croisic allt árið. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna í lok mánaðrins. 2-3 menn verða í áhöfn.
