Færslur: 2012 Febrúar
01.02.2012 21:30
Kastljósið hjá RUV í kvöld
Hélt í bjartsýnina og gafst ekki upp
Í kvöld birti Kastljósið eins og hálfs klukkutíma langt viðtal við Eirík og samkvæmt bloggsíðunum, sýnist sitt hverjum um hvort það hafi verið rétt að birta það strax, áður en hann var búinn að jafna sig á slysinu. Engu síður var þetta mjög áhrifaríkt viðtal svo ekki sé meira sagt.
01.02.2012 21:00
Aldan RE 327 / Sigurvin GK 51 / Jón Björn NK 111
1453. Aldan RE 327 © mynd úr Ægir
1453. Sigurvin GK 51 © mynd Snorrason
1453. Sigurvin GK 51 © mynd Emil Páll
1453. Sigurvin GK 51 © mynd Emil Páll
1453. Jón Björn NK 111, á Stöðvarfirði © mynd Sigurbrandur, 9. okt. 2011
Smíðanúmer 4 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1976. Afhentur 23. apríl 1976. Slitnaði upp 10. febrúar 1989 í höfninni á Bakkafirði, rak upp í garðinn og sökk, Náð upp aftur og gert við hann. Afskráður 22. mars 2004, fer á sjóminjasafn.
Nöfn: Aldan Re 327, Þerna NS 113, Sigurvin GK 51, Seifur NS 123, Kambavík SU 24, Haförn HU 4, Harpa GK 111 og Jón Björn NK 111.
01.02.2012 19:00
Sigrún ÞH 169 / Reykjaborg RE 25 / Sylvía
1468. Sigrún ÞH 169 © mynd Snorrason
1468. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorrason
1468. Sylvía, á Húsavík sl. sumar © mynd Ragnar Emilsson, 2011
Smíðanúmer 9 hjá Vör hf., Akureyri, 1986. Breytt í hvalaskoðunarskip Akureyri, vorið 2007
Nöfn: Sigrún ÞH 169, Rögnvaldur SI 77, Reykjaborg RE 25, Von BA 33, Hrímnir ÁR 51, Harpa GK 40, Harpa GK 141, aftur Harpa GK 40, Björgvin ÍS 468 og núverandi nafn: Sylvía.
01.02.2012 18:00
Birtingur FD 727 - pólsk/íslenskur
Birtingur FD 727 ex Friðborg FD 727, í Leirvik, Færeyjum © mynd skipsortalurin
01.02.2012 17:00
Arnarfell
Arnarfell, í Kollafirði, Færeyjum © mynd skipspotalurin
01.02.2012 15:00
Stamsund N-11-VV
Stamsund N-11-VV © mynd shipspotting, Sture Pedersen, 31. jan. 2012
01.02.2012 14:00
Framkvæmdir Rolls Royce við vélbúnað Þórs hafa enn ekki borið árangur
Titringur enn langt yfir viðmiðunarmörkum framleiðanda
Eins og fram hefur komið fóru í desember sl. fram titringsmælingar á vélum varðskipsins Þórs vegna ábyrgðar á vélbúnaði skipsins. Kom þá í ljós óeðlilega mikill titringur á annarri aðalvél varðskipsins. Í kjölfarið sendi Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélanna, fulltrúa sína hingað til lands til þess að kanna hver orsökin gæti verið enda er lögð mikil áhersla á að nýta ábyrgðartíma vélanna sem er 18 mánuðir.

Aðalvélar Þórs eru af gerðinni Rolls-Royce Marine Bergen B32:40 -
Fulltrúar Rolls Royce töldu líklegt að um galla í eldsneytiskerfi væri að ræða og hafin var leit að mögulegum orsökum þess og margvíslegar breytingar gerðar á eldsneytiskerfi samfara því. Gerðar voru nýjar mælingar í kjölfarið sem leiddu í ljós að litlar sem engar breytingar höfðu orðið á titringi við þessa aðgerð. Í framhaldinu ákvað vélarframleiðandinn að stilla vélina upp á nýtt, skipta um mótorpúða og steypa undir vélina. Nú hefur komið í ljós að sú aðgerð hefur ekki borið tilætlaðan árangur þar sem titringur er enn allnokkuð yfir þeim mörkum sem framleiðandinn sjálfur, Rolls Royce setur.
Þessar niðurstöður eru nú til skoðunar hjá Rolls Royce en þeir munu ákveða framhaldið. Líklegt má telja að Rolls Royce muni láta sigla skipinu til Bergen í Noregi þar sem vélarnar eru framleiddar, til frekari rannsókna og lagfæringa. Ef af verður er þetta allnokkur framkvæmd sem mun væntanlega taka einhverjar vikur.
Er vinna þessi alfarið á ábyrgð framleiðanda vélanna, Rolls Royce í Noregi og mun Landhelgisgæslan ekki bera neinn kostnað af framkvæmdunum enda skipið í ábyrgð. Þess má og geta að ábyrgðartími véla og skips lengist sem nemur framkvæmdartíma vegna þessa.

Það er óheppilegt að missa skipið úr rekstri. Þó vitað hafi verið að ýmsar lagfæringar þyrfti að gera á skipinu meðan á ábyrgðartíma stendur var samt sem áður áætlað að skipið gæti nýst að mestu í þjónustu fyrir Landhelgisgæsluna og hennar störf nú í vetur. Landhelgisgæslan hefur gert ráðstafanir til að varðskipin Ægir og Týr verði til skiptis við gæslustörf hér við land meðan á þessum framkvæmdum stendur.
01.02.2012 13:40
Loftmynd með 9 bátum
Athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvikur úr lofti © mynd af Fb síðu SN
Í gamla slippnum má sjá 1249. Sigurvin GK 51 sem nú er búið að rífa. Í slippnum er frá vinstri 1134. Steinunn SH 167 og 264. Gullhólmi SH 201. þennan fyrir neðan Steinunni þekki ég ekki. Hægra meginn í slippnum er Vísisbátur og giska ég á að þetta sé 237. Fjölnir SU 57 og við hlið hans má sjá 284. Sólborgu RE 22 sem nú er sjóræningjaskip í Grafarvogi. Neðst í slippnum við hliðina á Bátaskýlinu er 1125. Gerður ÞH 110. Fyrir ofan slippinn hér neðst á myndinni er plastbátur sem ég man ekki hve er. Þá sést níundi báturinn á myndinni þar sem hann stendur aftan við hús þau sem nú hýsa Saltver, en það er 1331. Margrét HF 148, en hann stóð þarna eftir að hafa skemmst í fárviðri í Njarðvikurhöfn í des. 2000 og var síðan dæmdur ónýtur.
01.02.2012 11:00
Seifur KE / Seifur ÞH / Þorsteinn HF / Árni Jóns BA / ÓM RE / Norðurstjarnan RE
1423. Seifur KE 22 © mynd Emil Páll
1423. Seifur ÞH 265 © mynd Snorrason
1423. Þorsteinn HF 107 © mynd Snorrason
1423. Árni Jóns BA 1 © mynd Skerpla
1423. Óm RE 365 © mynd Sigurlaugur, á jóladag 2009
1423. Óm RE 365 © mynd Sigurlaugur, á jóladag 2009
1423. Óm RE 365 © mynd Sigurlaugur, á jóladag 2009
1423. Norðurstjarnan RE 365 © mynd Emil Páll, 24. apríl 2011
1423. Norðursjarnan RE 365 © mynd Faxagengið, 10. júní 2011
Smíðanúmer 3 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1975. Afhentur 31. maí 1975. Skráður sem skemmtibátur frá 2007
Nöfn: Seifur BA 123, Seifur HU 2, Seifur KE 22, Seifur ÞH 265, Þorsteinn HF 107, Þröstur BA 48, Þröstur BA 480, Árni Jóns BA 1, Árni Jóns BA 14, Pétur afi SH 374, Óm RE 365 og núverandi nafn: Norðurstjarnan RE 365
01.02.2012 10:00
Gestur
2311. Gestur, á Gullvagninum, í Bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvikur © mynd af Fb síðu SN
01.02.2012 08:00
Árni í Teigi GK 1
2500. Árni í Teigi GK 1, á gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd af Fb síðu SN

.jpg)
