Færslur: 2012 Febrúar

03.02.2012 14:30

Neskaupstaður í dag: Green Guatemala fór úr höfn í hádeginu

Green Guatemala fór úr höfn íNeskaupstað núna í hádeginu með aðstoð Hafbjargar og Vattar. Skipið er búið að lesta ca 5000 tonn af frystum afurðum hér. Kv Bjarni G


         Green Gueatemala, Vöttur og Hafdís, Neskaupstað í hádeginu í dag © myndir Bjarni G., 3. feb. 2012

03.02.2012 13:00

Meðalaldur sjómanna hækkar stöðugt


Hann hefur hækkað úr 29 árum í 41 ár á síðustu þremur áratugum.

Fiskifréttir 2. febrúar 2012
Á sjó. Mynd: Einar Ásgeirsson

Sjómannastéttin er að eldast. Um það tölur vitna tölur úr lögskráningarskýrslum.  Á árinu 1982 eða fyrir þremur áratugum var meðalaldur sjómanna 29 ár. Tíu árum síðar hafði hann hækkað í 32 ár. Árið 2002 var meðalaldurinn kominn upp í 37 ár og á síðasta ári var hann 41 ár.

Þessar tölur fengu Fiskifréttir hjá Siglingastofnun Íslands en þær miðast við skip sem eru 20 brúttótonn eða stærri. Á síðasta ári var í fyrsta skipti skylt lögum samkvæmt að lögskrá sjómenn á öllum fiskiskipum, stórum og smáum. Samkvæmt þeirri skráningu er meðalaldur sjómanna í heild 42 ár, þar af er meðalaldur á smábátum (bátum undir 15 BT) 45 ár en á öðrum skipum og 40-41 ár.

03.02.2012 12:15

Ólafur Jónsson GK 404 / Viking

Þessi pólsksmíðaði togari var gerður út undir íslenskum fána í tæpan aldarfjóðrung en fór þá yfir á rússneskan fána en engu að síður er Hafnarfjörður aðallöndunar höfn togarans enn þann dag í dag.


                      1471. Ólafur Jónsson GK 404 © mynd Snorrason


                            1471. Ólafur Jónsson GK 404 © mynd Þór Jónsson


                        Viking, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason í júní 2006


                         Viking, á Faxaflóa © mynd Hilmar Snorrason, 11. maí 2007


                  Viking, út af Kirkenes © mynd Ole-Morten Smith, 24. apríl 2010

Smíðanúmer B 402/1 hjá Stocznia im. Komuny, Paryskiney, Gdynia, Póllandi 1976. Afhentur á jóladag 1976 og kom fyrst til landsins, til Njarðvíkur 14. jan.1988 en til heimahafnar í Sandgerði kom hann ekki fyrr en um mánaðarmótin ágúst/sept. 1977. Lengdur Póllandi 1989. Seldur til Rússlands í ágúst 1998.

Nöfn Ólafur Jónsson GK 404 og Viking.

03.02.2012 11:45

Kruzof

                       Kruzof, Seward, U.S.A. © mynd shipspotting, ft011201@plantet, 1. sept. 2001

03.02.2012 09:15

Hornfirðingar landa á Fáskrúðsfirði

Vefur Loðnuvinnslunnar:

 

Nú er loðnuvertíðin komin í fullan gang og stefnir í eina bestu loðnuvertíð í mörg, en úthlutun til íslenskra skipa er nú 548.000 tonn.
Í vikunni landaði Jóna Eðvalds SF 200 um 400 tonnum af loðnu hjá LVF og Ásgrímur Halldórsson SF 250 er að landa um 1.400 tonnum.
Hoffell er búið að landa fjórum túrum.
Eftir þessar landanir verða komin á land á Fáskrúðsfirði um 6.500 tonn af loðnu. Loðnan hefur að mestu farið til bræðslu, en aðeins lítið magn af stærsta sílinu hefur verið fryst til manneldis.


                  2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, landar á Fáskrúðsfirði í vikunni
                                     © myndir Óðinn Magnason, hoffellsu80.123.is

03.02.2012 09:00

MSC Splendida


                           MSC Splendida © mynd MarineTraffic, Kenneth Svensson

03.02.2012 00:20

Særif SH 25: Fékk drauganet í skrúfuna og skrúfan ónýt

Eins og ég sagði frá fyrir nokkrum dögum fékk Særif SH 25 drauganet í skrúfuna og nú birti ég myndir af því þegar báturinn var tekinn á land og skemmdir skoðaðar en í ljós kom að skrúfan var ónýt. Sendi Gylfa Scheving mér þessar myndir og færi ég honum bestu þakkir fyrir


          2657. Særif SH 25. Myndir frá því að unnið var við skrúfuna og eins er hann fór i sjó að nýju © myndir Gylfi Scheving

03.02.2012 00:00

Frosti ÞH / Reynir AK / Egill SH / Ársæll Sigurðsson HF / Stakkaberg SH / Kofri ÍS / Skátinn GK

Hér er á ferðinni einn af þeim eikarbátum sem smíðaðir voru á Akureyri og þessi var lengi framan af fiskiskip, en er nú kominn í ferðamennskuna.


                               1373. Frosti ÞH 230 © mynd Haukur Gunnarsson, 1975


                   1373. Reynir AK 18 © mynd Snorrason


                          1373. Egill SH 195 © mynd Snorrason


                   1373. Ársæll Sigurðsson HF 80 © mynd Snorrason


                         1373. Stakkaberg SH 117 © mynd Júlíus, 2003


                       1373. Kofri ÍS 41 © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2006


                            1373. Skátinn GK 82 © mynd Jón Páll Ásgeirsson


                                         1373. Láki SH 55 © mynd Emil Páll


                                    1373. Láki SH 55 © mynd Heiða Lára, 4. júní 2011


                               1373. Láki SH 55 © mynd Heiða Lára 4. júní 2011


                                  1373. Láki SH 55 © mynd Heiða Lára 4. júní 2011


                            1373. Láki SH 55 © mynd Heiða Lára, 20. júlí 2011

Smíðaður hjá Vör hf., Akureyri 1974. Breytt í ferðaþjónustubát í Daníelsslipp 2010 og endurbyggður um leið.

Sökk við slippbryggjuna á Akranesi 16. sept. 2009, en náð upp aftur. þá hafði staðið til að taka hann upp og breyta í hvalaskoðunarbát. Náð upp aðfaranótt 16. sept. og af því verki komu m.a. Köfunarþjónusta Sigurðar, Njarðvik.

Nöfn: Frosti ÞH 230, Helga Guðmunds ÞH 230, Helga Guðmunds RE 104, Reynir AK 18. Egill SH 195, Herdís SH 196, Ársæll Sigurðsson HF 80, Stakkaberg SH 117, Frosti SH 13, Kofri ÍS 41, Skátinn GK 82 og núverandi nafn.

02.02.2012 23:00

Sandvík ÍS 707: Söguð í sundur hjá Sólplasti í dag

Í dag var Sandvík ÍS 707 tekin í sundur fyrir lengingu hjá Sólplasti í Sandgerði og sjáum við hér nokkrar myndir sem Kristján Nielsen tók við það tækifæri

       6936. Sandvík ÍS 707, tekin í sundur í dag © myndir Kristján Nielsen, 2. feb. 2012

02.02.2012 22:00

Royal Clipper


                                  Royal Clipper © mynd MarineTraffic.SEM


                       Royal Clipper © mynd MarineTraffic, Roberto Taglioner

02.02.2012 21:00

Ásbjörg ST 9 / Ásbjörg RE 79 / Númi KÓ 24 / Númi HF 62 / Númi RE 44

Hér kemur einn af Stykkishólmsbátunum þ.e. sem smíðaðir voru í SKipavík og þessi er ennþá til, að vísu ekki sem fiskiskip lengur heldur kominn í ferðabransann.


                              1487. Ásbjörg ST 9 © mynd Ægir 1977


                              1487. Ásbjörg ST 9, í Keflavík © mynd Emil Páll


                   1487. Ásbjörg RE 79 © mynd Snorrason


                      1487. Númi KÓ 24, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, í júlí 2009


                      1487. Númi HF 62, í Reykjavík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                    1487. Númi RE 44, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 12. ágúst 2011

Smíðanúmer 15 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1977, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík, Báturinn hljóp af stokkum 15. júní 1977 og var afhentur 1. júlí.

Kom í fyrsta sinn til Grundarfjarðar sem Valdimar SH 106, þann 8. apríl 2001.

Nöfn: Ásbjörg ST 9, Ásbjörg RE 79, Alli Júl ÞH 5, Valdimar SH 106, Númi KÓ 24, Númi HF 62 og núverandi nafn: Númi RE 44

02.02.2012 20:00

Júlíus á von á góðri vetrarvertíð

grindavik.is:

Júlíus á von á góðri vetrarvertíð

Júlíus Sigurðsson, skipstjóri á Daðey GK frá Grindavík var brattur, þegar Brimfaxi ræddi við hann um gang mála. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins í veiðunum, þegar maður þarf að sækja í aðrar tegundir en þorsk og ýsu, eins og löngu og keilu og þarf að hafa fyrir hlutunum. Þá er verðið á mörkuðunum líka hátt. Það getur hins vegar verið stutt á milli þess að gera góðan túr eða búmma og það er dýrt að búmma báða dagana sem gefur á sjó í sömu vikunni, þegar veðrið er erfitt.

Þegar þorskurinn gengur svo á slóðina geta allir veitt hann. Það liggur við að það sé eins og að fara út í fiskeldiskví að sækja fisk," sagði Júlíus.

Daðey GK 777 er yfirbyggður plastbátur frá Trefjum með línubeitningarvél um borð. Þeir róa með 13.500 króka, sem þykir ekki mikið nú, þegar stóru línubátarnir eru með um 18.000 króka. Daðey var stærsti smábáturinn á landinu þegar hún var smíðuð, en er nú með þeim minni, sem gera út á beitningu um borð. "Þetta hefur gengið fínt hjá okkur en á þessum tíma ársins er þetta svona upp og ofan. Við vorum fyrir austan í haust og rérum þá frá Neskaupstað. Við komum svo suður fyrir síðustu mánaðamót og það byrjaði rólega hérna, en er að koma. Við höfum getað róið alla daga þrátt fyrir skíta veður. Síðustu dagana höfum við verið að róa frá Sandgerði, því þegar hann er austanstæður er gott að vera þeim megin. 

Aðallínusvæðið frá Sandgerði er norðvestur úr Garðskaganum en ég hef verið að leggja línuna í Röstinni, því við erum að eltast við löngu. Það er töluvert af henni þar en veðrið hefur verið að gera okkur erfitt fyrir. Við erum á löngunni núna til að dreifa fiskiríinu og stýra þessu eitthvað. Þetta er líka sá tími ársins sem langan og reyndar keilan líka eru að gefa sig. Þorskurinn er lítið mættur hingað ennþá, en bátarnir hafa verið að fá ágætis afla af ýsu á línuslóðinni. Þeir liggja flestir í henni núna. Annars er kominn tími á að þorskurinn fari að birtast og við erum farnir að verða þokkalega varir við hann og erum að fá allt upp í tonn með löngunni.

Við erum með 13.500 króka og það er alveg hæfilegt fyrir bát af þessari stærð. Það rétt dugir dagurinn til að draga þennan fjölda. Maður veður helst að geta litið upp úr þessu og komast heim milli róðra. Það þarf líka að huga að því að fá ekki meiri afla en við getum með góðu móti komið fyrir í körum um borð.
Við höfum verið að taka svona fjögur til sex tonn núna, þegar við höfum verið að leggja okkur eftir löngunni. Þar af hefur verið um helmingur langa. Fyrir austan í þorskinum vorum við að taka svona sjö til tíu tonn í lögn. Ég hef sett um 13 tonn í bátinn en tíu tonn eru eiginlega fullfermi með tilliti til þess að fara eins vel með fiskinn og hægt er og koma öllu í kör. Þannig að þessi línulengd hefur passað okkur ágætlega. Þegar komið er á vertíð héðan frá Grindavík erum við yfirleitt með fullfermi í körum. Línulengdin og rýmið fyrir fisk um borð þarf að passa saman, en auðvitað reynir maður alltaf að fá sem mest, en ef við erum of duglegir, erum við bara stoppaðir af. Við höfum verið að beita "sára" og svolítið af smokk með. Það er sú beita sem virkar best hérna fyrir sunnan en fyrir austan höfum við verið að beita síld. 
Allt annað en síld og makríll fyrir austan er eiginlega bara rugl. Þegar við vorum að róa frá Neskaupstað vorum við alltaf með ferska beitu, því þar var nánast alltaf skip að landa síld. Við prufuðum reyndar makrílinn líka til að byrja með og hann kom bara vel út, en það er meiri vinna við hann. Roðið á honum er þykkt og erfitt að hreinsa það af krókunum. Við skiptum með okkur verkum þegar við erum að draga línuna, það er einn á rúllunni og að gogga, tveir vinna línuna jafnóðum og einn blóðgar niður. Þetta gengur svo hringinn hjá okkur og með góðum mannskap er þetta bara gaman, ekkert vandamál. 
Við erum með alveg þokkalegan kvóta, 312 tonn af þorski, 140 tonn af ufsa, um 40 tonn af keilu og eitthvað svipað af löngu. Við erum með ágætis blöndu og höfum verið að veiða um 800 tonn á ári síðustu þrjú árin. Til að nýta heimildir okkar sem best höfum við verið á handfærum á ufsa á sumrin. Fyrir vikið höfum við aldrei þurft að stoppa, verið á ufsanum í apríl, maí og júní og reyndar sumarfríi í júlí. Svo er farið austur á haustin og verið svo hér á vertíðinni. Við höfum mikið verið djúpt úti á Faxaflóanum og úti á Reykjaneshrygg á skakinu. Við tókum 100 tonn af ufsanum í ár en þá erum við bara tveir á með fjórar rúllur, en annars erum við fjórir á línunni. Við höfum verið að taka upp í átta tonna rek og í maí vorum við yfirleitt með sex til átta tonn. Það er mikið fjör í ufsanum, þegar hann gefur sig. Maí er yfirleitt besti tíminn í ufsanum. Þá erum við norðarlega í Faxaflóanum og löndum mest á Arnarstapa, en líka í Sandgerði. Það er gaman að breyta til í veiðiskap.

Við löndum núna á markað og gerum oftast en höfum einnig verið í föstum viðskiptum við Vísi í Grindavík. Yfirleitt er þetta svona sitt á hvað. Við erum að fá ágætis verð fyrir lönguna á markaðnum, hún virðist vera komin í stöðugt verð í um 230 til 240 krónur. Keilan er líka á góðu verði, hefur verið á um 150 til 170 krónur, en við vorum að fá um 220 krónur fyrir hana í dag. Það virðist eins og þessi fiskur, sem áður var ódýr, hafi hækkað töluvert í verði en þorskurinn standi meira í stað. Fyrir fáum árum vorum við að fá 50 krónur fyrir keiluna og 90 fyrir lönguna svo það er mikill munur á því. Þessi þróun er bara góð og þá erum við ekki eins háðir þorskverðinu. Það er líka meiri vinna að veiða keilu en þorskinn. Keilan og langan eru á mesta karganum og það tekur oft sólarhringinn að ná línunni upp. Því er gott að fá meira fyrir þetta."
Hvernig lítur svo framhaldið út? "Ég held að það verði góð vertíð núna, enda margt sem bendir til þess. Það hefur aldrei verið jafnmikið af fiski fyrir austan eins og núna. Það fór bara eftir því hve langt maður fór út, hvað mikið var að fá á línuna. Ef maður fór of langt, náði maður ekki að draga hana alla. Þá var báturinn orðinn fullur af fiski, en við vorum að fara svona 20 til 40 mílur út í kantana. Maður hefur svo séð það undanfarin ár hér við Grindavík, að þegar þorskurinn kemur almennilega er allt fullt af honum. Þessa vegna eru þessir bátar ekki að beita sér nema kannski 80%, annars fæst bara of mikið af fiski og markaðurinn ræður ekki við það," segir Júlíus Sigurðsson.

Frá epj. smá athugasemd báturinn er ekki frá Trefjum, heldur Gáskabátur frá Mótun

02.02.2012 19:00

Stolt Quetzal


            Stolt Quetzal, í Houston, U.S.A. © mynd shipspotting, Captain Ted, 13. jan. 2012

02.02.2012 18:04

Það voru allir með tárin í augunum

bleikt.is:

Sigmar í Kastljósi: "Það voru allir með tárin í augunum"
2.2.2012 | 16.10 - Ritstjórn

Eiríkur Ingi Jóhannsson hreif þjóðina í viðtali í Kastljósi í gær og segir Sigmar Guðmundsson að viðtalið væri eitt af þeim sem orkuðu hvað mest á hann í gegnum tíðina.

 "Þetta var mjög áhrifamikið og það voru allir í stúdíóinu með tárin í augunum," sagði Sigmar eftir viðtalið í gær. "Eiríkur vildi segja sögu sína nánast óhindrað. Þegar ég sat þarna hjá honum sá ég að það var engin ástæða til að spyrja hann, frásögn hans var svo skýr."

 Sigmar segir að það hafi verið "svakalegt" að vera viðstaddur meðan Eiríkur lýsti upplifun sinni. "Ég sat bara og hlustaði en ég hef aldrei verið með viðmælanda sem er þannig að ekki þurfti að spyrja hann spurningaí 80 mínútur. Þetta er lengsta viðtal Kastljóssins. Eiríkur er greinilega mjög heilsteyptur maður að geta sagt svo skýra frásögn strax."

 Fólk var agndofa eins og sjá má á fréttum um viðbrögð fólks 

 "Okkur leið sjálfsagt eins og ykkur heima í stofu. Eftir frásögn Eiríks sló þögn í dágóða stund, tökumenn, hljóðmenn og fleiri sem þarna voru þögðu. Þetta var mjög áhrifamikið og það voru allir með tárin í augunum."

 Sigmar vildi líka koma því á framfæri að þetta hefði allt verið gert í samráði við Eirík, aðstandendur Eiríks og fjölskyldu þeirra sem létust og að sá eini sem gæti dæmt um það hvort of snemmt sé að tala um atburðinn sé Eiríkur sjálfur. "Það eru kannski ekki allir að átta sig á því að Eiríkur vildi gera þetta," segir Sigmar. "Maðurinn sem veitir honum áfallahjálp var samþykkur því, því þetta hjálpar Eiríki."

02.02.2012 17:10

Detros L,


                Detros L, í Grikklandi  © mynd shipspotting ft011211@planet, 2. júní 2002