Færslur: 2012 Febrúar

10.02.2012 20:00

Southern Progress


     Southern Progress, Nýja Sjálandi © mynd shipspotting, Bermejo Imaginge, 10. feb. 2011

10.02.2012 19:00

Morten Einar H-5-AV


          Morten Einar H-5-AV, í Haugasundi, Noregi, 9. febrúar 2012 © mynd shipspotting

10.02.2012 18:00

HB Grandi með fleiri skip á loðnuveiðum

skessuhorn.is:

 

 

10. febrúar 2012

Nær stöðug loðnulöndun hefur verið á Akranesi þessa vikuna. Í morgun kom Hoffell SU-80 frá Fáskrúðsfirði með um 1.200 tonn til löndunar hjá fiskimjölsverksmiðju HB Granda. Ingunn AK kom í gærkvöldi með um 300 tonn og rifna nót. Í fyrrinótt landaði Víkingur AK tæpum 1.400 tonnum. Hoffellið veiddi þessa loðnu úr kvóta HB Granda en annað skip, Huginn VE, er nú á miðunum og veiðir úr kvóta HB Granda. Áætlað er að Huginn taki fjóra túra fyrir HB Granda og landi aflanum á Akranesi. Huginn ber um 1.500 tonn. Nú eru kominn um 14.000 tonn af loðnu í land á Akranesi.

Með þessu er fyrirækið að tryggja sig fyrir að ná öllum loðnukvótanum en ótíð að undanförnu hefur hamlað veiðum, sérstaklega í Berufjarðarál, þar sem fremsti hluti loðnugöngunnar er. Menn vonast nú til að sú loðna fari að ganga upp á grunnið vestan við Stokksnes. Loðnan sem komið hefur til Akraness að undanförnu hefur ýmist verið veidd á Grímseyjarsundi eða austur af Langanesi.

10.02.2012 17:00

Sérstætt, eða hvað?

Sérstætt eða hvað? Í dag liggja saman í Njarðvíkurhöfn tveir bátar sem eiga það sameiginlegt að síðustu eigendur þeirra liggja báðir í votri gröf við Noregsstrendur, en þeir fórust með Hallgrími SI á dögunum.


            1581. Faxi RE 24 og 1914. Fylkir KE 102, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 10. feb. 2012

10.02.2012 16:00

La Fanetta í dag


             La Fanetta, í Frakklandi í dag © mynd shipspotting, Robert Fournier, 10. feb. 2012

10.02.2012 15:05

Seljevaer


          Seljevaer, í Nýja Sjálandi © mynd shipspotting, Bermejo Imaging, 10. feb. 2012

10.02.2012 11:00

Fyrrum Börkur NK, fyrir allar breytingar


       1293. Börkur NK 122, nú Birtingur NK 124, fyrir allar breytingar © mynd Jón Páll Ásgeirsson

10.02.2012 10:00

Rækjukvóti í Arnarfirði uppveiddur

A.m.k. þeir á Andra BA, eru búinir  að veiða þann kvóta sem þeim var úthlutað til rækjuveiða í Arnarfirði. Af því tilefni birti ég nú í heild sinni grein sem Jón Páll Jakobsson, skipstjóri á Andra skrifaði á síðu sína og birti í gær. Við lestur hennar verða menn því að athuga að það sem stendur í henni að hafi verið í gær, sé í raun í fyrradag. En hér kemur greinin og myndirnar sem henni fylgdu, en þær tók Jón Páll Jakobsson.

Úthlutuð kvóta í Arnarfirði náð.

Já síðasti róður var í gær en þá náðum við settu markmiði að klára úthlutað kvóta sem Andri BA-101 hefur í Arnarfjarðarrækju. Fórum við 17 sjóferðir og veiddum 50.162 kg í þeim sem gerir 2.950 kg í róðri eða tæp 3 tonn. Byrjuðum við 11. janúar og lokin þann 8.feb. Aðeins í síðustu viku náðum við að veiða alla vikuna eða frá mánudegi til föstudags. Nú er bara binda Andra vel því sennilega verður hann ekki hreyfður fyrr en á nýju kvótaári ( kannski verður farið í siglingu á sjómannadaginn hver veit Cool.) 


     Það eru ekki allar rækjur litlar í Arnarfirði eins og sjá má á þessari mynd. Sú stóra man sennilega tímana tvenna og hefur allavega sloppið undan rækjusjómönnum undanfarin fimm ár. Sú minni ekki jafn heppin.


                                     Ýmir tekur trollið í gær inn á Borgarfirði.


    Hér sjáum við Gíslasker, en vertíðin var enduð á því að toga fyrir sker og allaleið út með Langanesgrunni.

   Nú er bara bíða eftir því að Steingrímur komi með óbreytt kvótafrumvarp svo það sé alveg öruggt að útgerðarklúbbnum verði endanlega lokað.  

                                 © myndir og texti Jón Páll Jakobsson

10.02.2012 09:05

"Það er bara til svona fólk"

dv.is:

Eiríkur Ingi heyrði af póstum þar sem honum var kennt um slysið
Eiríkur Ingi og flotgallinn sem bjargaði lífi hans.  
     Eiríkur Ingi og flotgallinn sem bjargaði lífi hans. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

"Þetta er bara spekúlantar sem vita ekki hvað þeir eru að tala um og verða að svara fyrir þetta sjálfir," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem sigraði hafið þegar Hallgrímur SI sökk undan ströndum Noregs.

Eiríkur segir í viðtali í helgarblaði DV að hann hafi frétt af tölvupóstum sem gengið hafa manna á milli "með einhverjum neikvæðum hugleiðingum um að ég hafi ekki sinnt skyldu minni um borð sem yfirvélstjóri. Ég var ekki skráður sem yfirvélstjóri heldur sem vélavörður, en vissi það ekki fyrr en ég hitti rannsóknarnefnd sjóslysa, því við vorum jafningjar um borð."

Eiríkur segir þessar ásakanir hafa verið kæfðar í fæðingu og hann taki þær ekki til sín. "Það er bara til svona fólk og það þýðir ekkert að æsa sig yfir því eða snúa sér á hvolf yfir því. Ég er ekki reiður, ekki út í það eða neinn."

10.02.2012 09:00

Flest loðnuskipin fylltu sig við Grímsey

mbl.is:

Hákon EA er á leið til land. stækka Hákon EA er á leið til land. mbl.is/Ómar

"Þetta er stór og falleg loðna og virðist vera mikið af henni þarna," segir Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á loðnuskipinu Hákoni EA. Skipið fékk gott kast í gærmorgun við Grímsey og var í gærkvöldi á leið til Neskaupstaðar.

Tonnin 1300 fékk Hákon við Grímsey í fyrrinótt, megnið í síðasta kastinu. Í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón, að flest skipin sem þarna voru hafi fyllt sig. Nóg er af loðnu á stóru svæði, að því er virðist frá Húnaflóa og suður fyrir Hvalbak.

"Veðrið hefur sett svakalegt strik í reikninginn. Það var ekkert hægt að vera við þetta við suðausturströndina og ég ákvað að keyra norður," segir Guðjón. Þar var gott veður í gærmorgun, í fyrsta skipti síðan Hákon hóf loðnuveiðar í vetur. Og mikið var af svartfugli. "Það hefði liðið yfir Svandísi Svavarsdóttur [umhverfisráðherra] ef hún hefði séð það."

10.02.2012 08:50

Húsavík


                             Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 25. jan. 2012

10.02.2012 08:41

Vesen


                            © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 9. feb. 2012

10.02.2012 00:00

Atloy Viking SF-8-A

Hér koma fjórar myndir af sama skipinu, allar teknar af sama ljósmyndara og sama daginn, en sú fyrsta er tekin í Alesundi en hinar þrjár í Torvik.      Atloy Viking SF-8-A, í Alaesundi á þeirri efstu en í Torvik á hinum þremur © myndir shipspotting, Brian Crocker, 17. jan. 2012

09.02.2012 23:00

Heroyhav


                Heroyhav, í Torvik © mynd shipspotting, Brian Crocker, 17. jan. 2012