Færslur: 2012 Febrúar

17.02.2012 13:00

Nordic Pearl


                    Nordic Pearl, í Kanada © mynd shipspotting, Kenneth Hine, 14. feb. 2012

17.02.2012 12:03

Lofothav N-20-VV


      Lofothav N-20-VV, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 13. jan. 2012

17.02.2012 11:00

Lísa María: Norsk - íslensk - Rússnesk

Hér er á ferðinni skip sem smíðað var í Portúgal 1988 og keypt hingað til lands í mars 1992, frá Noregi. Í des. 1993 var það síðan selt til Rússlands. Hér á landi bar það nafnið Lísa María ÓF 26.


     Lisa Marie, í Tromsö, síðan 2368. Lísa María ÓF 26 og selt fljótlega til Rússlands, en allt um það fyrir ofan myndina © mynd shipspotting, frode adolfsen

Af Facebook:
Óðinn Magnason Stærsta linuskip sem islendingar hafa att held eg eða hvað?
Óðinn Magnason Ja og nafnið var eftir dottur Elvis Presley sagði skipstjorinn mer a synum tima

17.02.2012 10:00

Leinifisk


                        Leinifisk © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. feb. 2003

17.02.2012 09:00

Grímsey ST 2

Af vefnum holmavik.123.is  frá 15. feb. sl.  Ljósm.: Jón Halldórsson.           741. Grímsey ST 2 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is   15. feb. 2012

17.02.2012 00:00

Tvö strönd á nýlegu skipi með stuttu millibili

Hér endurbirti ég myndir af Hvassafellinu, svo og myndir af úrklippum sem Tómas Knútsson safnaði af seinni strandinu sem fjallað verður um hér, en þá var hann um borð og raunar líka í fyrra strandinu. Skip þetta var smiðað 1971 og var því mjög nýlegt og samkvæmt punktum Tómasar fór það, þann 19. desember 1974 í ferð sem varð ansi löngu og snúin. Stefnan var tekin á Kaupmannahöfn og þaðan til Tallinn í Eistlandi þar sem losa átti 45.900 x 50kg poka af loðnumjöli.
Skipið kom á ytri höfnina í Tallinn 20. desember, en það var ekki fyrr en miðnætti á sjálfum áramótunum sem skipið var loksins tekið upp að bryggju og var það mjög tilkomin sjón að sigla inn undir rakettuskothríðinni og lúðraþyt skipanna í höfninni. Veran varð þó stutt því strax daginn eftir var skipið aftur sent út á ytri-höfnina og þar var það í 10 daga. Þá hófst losun sem lauk ekki fyrr en 19. janúar en þá var siglt til Kotka í Finnlandi og á leiðinni strandaði skipið við Orrengrum við Finnlandsstrendur.
Stór og öflugur dráttarbátur með tvær 11000 hestafla vélar tók í skipið, en sverir vírar slitnuðu eins og ekkert og því kom að lítinn hafnsögubátur með 24 hestafla vél og með því að smá toga fram og til baka tókst þeim litla að losa skipið af strandstað. Fór næsta vika í að þétta krókinn, áður en siglt var með vélarafli til Kiel í Þýskalandi og þaðan losnaði skipið ekki fyrr en í febrúar 1975.
Þá var skipið lestað með áburði sem átti að fara til Reyðarfjarðar, Raufarhafnar og Akureyrar, en sökum þess að Brúarfoss var á Raufarhöfn var ákveðið að fara til Húsavíkur í staðinn, en þó var fyrst farið til Akureyrar sem var heimahöfn skipsins.
Þann 7. mars 1975 var haldið af stað með stefnuna á Húsavík, en skipið strandaði við Flatey á Skjálfanda og losnaði þaðan 14. maí og þá fór það aftur til Kiel til viðgerðar og lauk þeirri viðgerð í ágúst 1975. Fór skipið nú til Archangæslk og sótti timbur og sigldi nú heim. Þar með lauk tveggja ára stanslausu úthaldi Tómasar um borð í skipinu, en hann hafði ekki tekið nein frí á þessum tíma.

Nánar má lesa í úrklippunum sem fylgja með, en fyrst sjáum við myndir af skipinu eins og það var fyrir strandið, þá myndir sem Tómas tók sjálfur af skipinu daginn sem það losnaði úr fyrri viðgerðinni í Kiel og svo fleiri myndir og úrklippur úr úrklippubók Tómasar.

Þá má geta þess að eftir því sem ég veit best þá heitir Hvassafellið í dag Joyce.

     1200. Hvassafell © mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssonar, en í upphafi frá Skipadeild SÍS


                                  1200. Hvassafell © mynd úr Tímanum
      1200. Hvassafell, lok fyrri viðgerðarinna í Kiel © mynd Tómas Knútsson, í feb. 1975
               Úrklippur úr hinum ýmsu blöðum © úr úrklippubók Tómasar Knútssonar
          1200. Hvassafell © myndir í eigu Björns og Tómasar Knútssona, er komu frá Skipadeild SÍS

Af Facebook:
Tómas J. Knútsson takk minn kæri

16.02.2012 23:06

La Souveraine


                  La Souveraine, í Frakklandi © mynd shipspotting, mattib., 20. jan. 2012

16.02.2012 22:00

Kong Harald


        Kong Harald, í Hammerfest, Noregi © mynd shipspotting, Brian Crocker, 22. jan. 2012

16.02.2012 21:00

Junior 2


            Junior 2, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 18. okt. 2011

16.02.2012 20:00

Fjórar frá Grundarfirði

Hér eru 4 myndir sem Heiða Lára tók síðasta laugardag, (11.02.12), síðasta myndin er af Margréti ÞH, þegar verið var að hífa hana upp á bíl eftir að það fjaraði undan bátnum þegar hann var að sigla frá smábátahöfninni.
                       Grundarfjörður sl. laugardag © myndir Heiða Lára, 11. feb. 2012

16.02.2012 19:00

Ákinn


                      6753. Ákinn, á Hellissandi © mynd Gylfi Scheving, 15. feb. 2012

16.02.2012 18:00

Gunnþór ÞH 75 - ný endurbættur hjá Bátahöllinni

Hér sjáum við gamlan Gáskabát sem upphaflega var framleiddur hjá Mótun hf. í Hafnarfirði, árið 1987 og hefur borið nöfnin. Þórey GK 123, Andri NS og Andri ÞH 28 og svo auðvitað þetta nafn sem hann ber núna, Gunnþór ÞH 75, eftir miklar endurbætur hjá Bátahöllinni ehf., á Hellissandi.
           7007. Gunnþór ÞH 75, ný endurbættur hjá Bátahöllinni, Hellissandi © myndir Gylfi Scheving, 15. feb. 2012

16.02.2012 17:00

Súlutindur SH 79 - einn hinna frægu DAS báta

Hér sjáum við einn hinna frægu DAS báta, sem voru þar í vinning, en ég er ekki viss nema þetta sé sá eini óbeytti og er þarna augljóslega búið að varðveita hann. Að vísu eru þeir að gera upp einn eða tvo slíka í Hafnarfirði, en hef ekkert frétt meira af þeim í dágóðan tíma.
                        5046. Súlutindur SH 79 © mynd Gylfi Scheving, 15. feb. 2012

16.02.2012 16:00

Straumur EA 18 og Margrét ÞH 300

Þessir tveir eru inni í húsi hjá Bátahöllinni á Hellissandi.


                               2359. Margrét ÞH 300 og 2331. Straumur EA 18


                                                  2331. Straumur EA 18


                          2359. Margrét ÞH 300 © myndir Gylfi Scheving, 15. feb. 2012

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Held að Margrét sé kominn með SH

16.02.2012 15:00

Öndin AK 58 og Eygló KÓ 2


        7664. Öndin AK 58 og 5903. Eygló KÓ 2, á Hellissandi © mynd Gylfi Scheving, 15. feb. 2012