Færslur: 2012 Febrúar

07.02.2012 13:00

Aníta Líf RE 187

Þetta er báturinn sem sökk skammt fyrir utan Reykjavík í fyrravor, ofhlaðinn grásleppunetum. Var honum náð upp og dreginn til Reykjavíkur og voru þessar myndir teknar þar sem hann var geymdur eftir það verk.


                 1882. Aníta Líf RE 187, í Reykjavík © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Hefur ekkert verið gert fyrir hann síðan hann var tekinni land
Emil Páll Jónsson Ekki veit ég til þess.
Sigurbrandur Jakobsson Synd hann grottnar þá niður
Emil Páll Jónsson Ætli þetta sé ekki spurning um tryggingarnar. Ég held að báturinn hafi sokkið vegna ofhleðslu á netum og því hlýtur þetta að vera stór spurning.
Sigurbrandur Jakobsson Það gæti verið
Tómas J. Knútsson einu sinni sökk bátur út af einum steinbít
Sigurbrandur Jakobsson Beit hann eitthvað í sundur?
Tómas J. Knútsson var í lensporti sem ekki náði að hreinsa sig og svo kom bara fylla og sökkti greiinu en ég bjargaði svo bátnum 4 dögum seinna,Þórey GK 123

07.02.2012 12:00

Skúta sem heitir Skúta


                         1676. Skúta, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2011

07.02.2012 11:00

Gunnvör ÍS 53 og Halldór Sigurðsson ÍS 14


         1541. Gunnvör ÍS 53 og 1403. Halldór Sigurðsson ÍS 14, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2011

07.02.2012 10:00

Gunnar Sigurðsson ÍS 13


           1381. Gunnar Sigurðsson ÍS 13, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2011

07.02.2012 09:30

Slasaðist á sjó og fær ekki laun

dv.is:

Albert slasaðist um borð í bátnum Ástu B í Noregi fyrir tæpu ári
Albert hefur barist fyrir því í tíu mánuði að fá greidd laun fyrir þann tíma sem hann var frá vinnu vegna vinnuslyss.

Albert hefur barist fyrir því í tíu mánuði að fá greidd laun fyrir þann tíma sem hann var frá vinnu vegna vinnuslyss.

Það er hálfasnalegt að slasast úti í Noregi og að maður þurfi að fara á hausinn," segir Albert Þór Jónsson sem slasaðist illa á fæti um borð í bátnum Ástu B þann 1. apríl í fyrra þegar hann rakst utan í hlífðarlausan rafal. Báturinn er í eigu norsku útgerðarinnar Eskøy AS sem er í eigu Íslendinga.

Albert þurfti að vera frá vinnu í mánuð vegna slyssins en hefur hvorki fengið greidd laun fyrir þann tíma né bætur og leitar nú réttar síns. Hann er kominn með lögfræðinga í málið, bæði norska og íslenska, og er þegar búinn að leggja út næstum hálfa milljón króna í lögfræðikostnað.
"Maður hefur ekkert efni á því að leggja út fleiri hundruð þúsund til að ná í launin sín," segir Albert sem gerir ráð fyrir að kostnaðurinn hækki enn frekar.

Með varanlegan taugaskaða
Þegar Albert hóf störf hjá Eskøy AS var honum tjáð að hann væri að fullu tryggður, eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir það hefur það reynst honum þrautin þyngri að sækja launin sem hann telur sig eiga rétt á. Hann segist ekki vita hvort hann eigi einnig rétt á einhverjum bótum vegna slyssins en telur það þó líklegt. Albert er með varanlegan taugaskaða í fætinum sem veldur honum óþægindum. Hann segist þó harka það af sér og er í fullri vinnu í dag.

07.02.2012 09:05

Guðbjartur ÍS 16

Þessa mynd rakst Jónas Jónsson á á Ísafirði í sumar og tók mynd af.


            1302. Guðbjartur ÍS 16 © mynd af mynd Jónas Jónsson, á Ísafirði, sumarið 2011

07.02.2012 08:30

Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, á Ísafirði

Hér sjáum við bátinn í heimahöfn á Ísafirði, en myndirnar tók Jónas Jónsson þar í sumar. En eins og sjá má í dag og eitthvað meira, þá hefur hann verið duglegur í bátamyndatökum á síðasta ári og hefur hann þegar sent mér á annað hundrað mynda, teknar á Ísafirði, Reykjavík og Sandgerði.
                    971 Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011

07.02.2012 00:00

Húsavíkurhöfn veturinn 2011 - 2012

Hér koma fleiri myndir sem Svafar Gestsson tók á yfirstandandi vetri í Húsavíkurhöfn. Síðar mun ég birta fleiri myndir frá honum, úr bænum sjálfum og ýmsu öðru áhugaverðu þarna fyrir norðan, enda er gaman að horfa á þessar flottu myndir sem hann tekur.


               Húsavíkurhöfn, veturinn 2011 - 2012. 2. hluti © myndir Svafar Gestsson

06.02.2012 22:30

Stjáni deyr ekki ráðalaus

Þar sem það tekur hálfa klukkustund eða meira að koma inn færslur í þessu drasli sem heitir 123.is kem ég nú með smá grín, Sem snýst um hann Stjána í Sólplasti og eru myndirnar teknar af honum er hann var uppi í sveit á árinu 1997

Sést að hann deyr ekki ráðalaus ef það þarf að smíða í snatri bát. Hér er hann kominn á fleyið út á vatnið til að sækja afla. En hann er augljóslega á frjálsum handaveiðum.


        Hjá hann er veiðimannslegur hann Kristján þarna? © myndir teknar 1997

06.02.2012 22:00

Guðrún Gísladóttir KE 15 á hafsbotni


          2413. Guðrún Gísladóttir KE 15, á hafsbotni © mynd í eigu Lofoten-Diving.com

06.02.2012 22:00

Nýr Börkur NK á leiðinni

Samkvæmt fréttum frá Bjarna Guðmundssyni á Neskaupstað, er Síldarvinnslan búinn að kaupa norska skipið Torbas og er það væntanlegt núna í vikunni, en það mun fá nafnið Börkur NK, en Börkur fær nafnið Birtingur og svo verður það trúlega selt í vor.


                    Nýi Börkur es Torbas ex Stanloy © mynd MarineTraffic, Hugo Löhre

06.02.2012 20:00

Þerney Re, 1. veiðiferð 2012 - 4. hl.

Hér kemur 4. hlutinn úr myndaseríunni sem Hjalti Gunnarsson, hefur tekið í yfirstandandi veiðiferð togarands Þerneyjar RE.


                 Þjálfarinn var sá eini sem treysti sér til að lyfta þessum áramótakörfum


          Gestur vinnslustjóri að verka siginn fisk. Þetta er það besta sem konan hans fær, hún bíður með pottinn heima


              Gestur ánægður með framleiðsluna, en fékk Þórarinn til að taka þetta út


      Jeps... þetta er rétti keimurinn, Þórarinn ekki á sömu skoðun og snýr sér undan
                                  © myndir Hjalti Gunnarsson,

06.02.2012 19:30

Húsavík um 1960


                           Séð niður Búðargil, Húsavík


                            Húsavík um 1960 © myndir frá Svafari Gestssyni

06.02.2012 19:00

Húsavík um 1950


          Húsavík um 1950. Í forgrunn má sjá sliskjur þar sem körin í hafnargarðinn voru steypt í  © mynd frá Svafari Gestssyni

06.02.2012 18:15

Í Flatey á Skjálfanda
                         Gamall bátur í Flatey á Skjálfanda © myndir Svafar Gestsson