Færslur: 2012 Febrúar

06.02.2012 18:00

Hákon EA, Havfrakt og Spói NK

Hákon að landa í fiskiðjuverið Neskaupstað og Havfrakt að lesta mjöl í dag. Svo eru myndir þegar Spói NK 64 var hífður á land í dag


                             2407. Hákon EA 148 og Havfrakt á Neskaupstað í dag


                                                         Havfrakt


                                                        5902. Spói NK 64


                                                         5902. Spói NK 64


       5902. Spói NK 64, hífður á bíl í © myndir frá Neskaupstað í dag, Bjarni G., 6. feb. 2012

06.02.2012 17:00

Húsavíkurhöfn 25. 1. 2012
                            Frá Húsavík © myndir Svafar Gestsson, 25. jan. 2012

06.02.2012 16:00

Æskan EA 202

Hér sjáum við bátinn vera að koma inn í Flatey á Skjálfanda fyrir þó nokkrum árum síðan.


          1174. Æskan EA 202, að koma inn til hafnar í Flatey á Skjálfanda © mynd Svafar Gestsson, fyrir einhverjum árum síðan

06.02.2012 15:10

Átti að vera um borð í Hallgrími

dv.is:

"Maður spyr sjálfan sig hvort þetta hefði farið öðruvísi"

Hafþór Þórðarson, sjómaður í Reykjanesbæ, átti að vera um borð í skipinu Hallgrímur SI, sem fórst 25. janúar síðastliðinn þegar það var að sigla til Noregs. Hann segist hins vegar hafa verið hlaðinn verkefnum og því ekki komist í siglinguna örlagaríku. Í hans stað var því kallaður annar maður í áhöfnina.

"Málið er að ég og skipstjórinn sem fór með skipið, Magnús Daníelsson, höfðum verið að taka að okkur að sigla svona skipum frá Íslandi. Við erum búnir að fara með nokkuð marga úr landi. Í þetta skiptið var ég bara hlaðinn verkefnum og komst ekki, afhendingin á skipinu var búin að tefjast. Það var byrjað að semja um þetta í desember og ég bara komst ekki út af því að ég hafði bara nóg annað að gera," segir Hafþór í samtali við DV.

06.02.2012 15:00

Pacfic Champion,


                  Pacfic Champion, í Vigo © mynd shipspotting, Juan B., 29. jan. 2012

06.02.2012 14:00

CORNELIS TRIJNTJE UK 135 - JUPITER LT 34 - WROUTER ADRIAANTJE GO.1 - TEUNIS VAN ATJE UK 145


   CORNELIS TRIJNTJE UK 135 - JUPITER LT 34 - WROUTER ADRIAANTJE GO.1 - TEUNIS VAN ATJE UK 145  í Boulogne-sur-Mer, Frakklandi © mynd shipspotting mattib  29. jan. 2012

06.02.2012 13:00

Enn skrökvar Gæslan um Þór

Allt frá því að varðskipið Þór hefur ótrúleg skáldskaparflétta verið í kring um skipið. Það þurfti að leita inn til Helguvíkur vegna bilunar og gestir sem komu um borð voru beðnir um að segja ekki frá henni. Síðan komu fréttir um að allt aðrar ástæður hefður verið fyrir ferðinni til Helguvíkur, en bilun í vélinni.
Skipið fór til Reykjavíkur þar sem viðgerðarmenn voru að störfum, síðan var farið út og eins var farið í slipp á Akureyri. Þó var ekki viðurkennt hvað væri að og í raun kom það ekki fram fyrr en nú að skipið var að fara til Noregs. Í gær fór það loksins á leið til Noregs en þurfti að snúa við eins og fram kemur í frétt mbl.is. í dag og ég birti hér fyrir neðan. Fréttirnar í gær voru þó ekki um að skipinu hafi verið snúið við, nei það hafði verið í prufusiglingu.
Hvers vegna geta ráðamenn gæslunnar ekki sagt sannleikann? Varla þurfa þeir að skammast sín fyrir bilanir? Er kannski eitthvað að sem þeir vilja ekki að aðrir fái að frétta af?

Hér kemur fréttin á mbl.is í morgun:

Þór verður minnst 4 vikur í Noregi

Varðskipið Þór er farið frá landinu að sinni vegna bilunar. stækka

Varðskipið Þór er farið frá landinu að sinni vegna bilunar. Ómar Óskarsson

Varðskipið Þór er nú á leið til Noregs til viðgerðar eins og áætlað var, en brottför tafðist um nokkrar klukkustundir í gær vegna smávægilegrar bilunar. Lagt var upp um hádegisbil í gær en skipinu var fljótlega snúið aftur til Reykjavíkurhafnar.

Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, kom upp smávægilegt vandamál sem þurfti að laga áður en unnt væri að sigla til Noregs. Þór hafði þá verið bundinn við bryggju í á annan mánuð meðan prófanir voru gerðar á honum vegna bilunar, en óeðlilegur titringur hefur verið í annarri af tveimur aðalvélum skipsins.

Nokkrar klukkustundir tók að komast fyrir bilunina og hélt Þór aftur úr höfn í gærkvöldi. Siglt verður á einni vél og er áætluð koma til Bergen í Noregi á miðvikudag. Búast má við því að viðgerðin taki minnst 4-5 vikur en það gæti þó orðið lengri tími. Áhöfn Þórs flýgur aftur heim til Íslands á föstudag.

Á meðan viðgerðir fara fram á Þór mun varðskipið Ægir sjá um gæslustörf í nánd við landið.

06.02.2012 12:40

Áhöfnin á Herjólfi gerir grín að stöðunni

Eyjafrettir.is

- Fluttu stórskemmtilegt lag á árshátíð Eimskips um helgina

Áhöfnin á Herjólfi gerir grín að stöðunni
Um helgina var árshátíð Eimskips haldin í Laugardalshöll og var margt um manninn enda fjölmargir sem starfa hjá fyrirtækinu.  Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði en eitt atriðið vakti verðskuldaða athygli.  Áhöfnin á Herjólfi fór þá upp á svið og flutti frumsaminn texta við lagið Lífið er lotterí en textann sömdu þeir Gunnar Heiðar Gunnarsson, kokkur um borð og Arnar Sigurðsson, vélstjóri.  Myndband af flutningnum má sjá á Eyjafrettir.is

Arnar og Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri voru svo forsöngvarar en textinn er nokkuð hnyttinn miðað við stöðu mála í Landeyjahöfn.  Lagið heitir Lífið í Herjólfi.

06.02.2012 12:30

Huginn VE 55, Hoffell SU 80 og Hannes Andrésson SH 737

Þessar myndir tók Óðinn Magnason, á Fáskrúðsfirði í gær og sýna þessa þrjá báta.


                                2345. Hoffell SU 80, á Fáskrúðsfirði í gær


           2411. Huginn VE 55 og 1371. Hannes Andrésson SH 737, á Fáskrúðsfirði í gær


         2411. Huginn VE 55, á Fáskrúðsfirði í gær © myndir Óðinn Magnason, 5. feb. 2012

06.02.2012 12:15

Sálfræðingur um viðtalið við Eirík Inga: Þessi sýn hans getur hjálpað í kreppu eða við starfsmissi

pressan.is:

Sálfræðingur um viðtalið við Eirík Inga: Þessi sýn hans getur hjálpað í kreppu eða við starfsmissi

Mynd af Eiríki af Facebook síðu hans

"Hann segir mjög vel frá því þegar hann sá börnin sín fyrir sér og hvernig hann fylltist af orku við það. Það hefur fleytt honum langt," segir Björn Vernharðsson, sálfræðingur um viðtalið fræga við sjómanninn Eirík Inga Jóhannsson.

Björn hefur sérhæft sig í því að fylgjast með líkamstjáningu fólks og greina hana. Hann segir Eirík Inga hafa komist afar vel frá viðtalinu og tók Björn sérstaklega eftir því hvernig hann notaði hugann til að halda sér á lífi við þessar háskalegu aðstæður.
Þetta er þekkt á meðal sjómanna hvernig þeir höfðu þessa sýn að komast heim eða í kirkju næsta sunnudag. Það skiptir miklu máli að hafa þessa sýn. Hann segir mjög vel frá því hvernig hann sér börnin fyrir sér og fyllist af orku. Það verður einhver slökun í líkamanum og hann fyllist af testósteróni. Hann er allt í einu kominn út úr skipinu og hann sagði frá því að han vissi varla hvernig hann gerði það.
Sambærileg tilvik koma upp hjá flestum á lífsleiðinni og segir Björn að aðferð Eiríks Inga megi nota við fleiri aðstæður.
Það skiptir miklu að hafa þessa sýn, þessa lífslöngun. Til dæmis þegar maður lendir í kreppu, starfsmissi eða skilnaði. Það er mjög mikilvægt að geta séð sig í betri aðstæðum.
Hættan er þó sú, segir Björn, að eftir því sem fram líða stundir geri áfallastreituröskun vart við sig. Hún getur komið fram þegar glímt er við eftirmála slyssins.
Röskunin kemur þegar kemur að því að endurupplifa aðstæður. Þá fer hún að koma inn í og eitt leiðir af öðru. Þá skiptir mestu að hafa fullan stuðning.

06.02.2012 10:20

Grundarfjörður í gær: Nýjar bryggjur í smábátahöfninni

Í gær birti ég syrpu frá Heiðu Láru í Grundarfirði og nú koma enn fleiri. Þarna er hún að sýna okkur smábátahöfnina og um leið að benda á að komnar eru nýjar bryggjur fyrir smábátanna, en í haust var þeim eldri skipt út fyrir nýjar og öðrum bætt við. Ef ég man rétt þá kom m.a. Köfunarþjónusta Sigurðar að verki við að setja niður og skipta út bryggjunum.


        Smábátahöfnin í Grundarfirði í gær: Mikið af bátum og nýjar bryggjur © myndir Heiða Lára, 5. feb. 2012

Af Facebook:
Siggi Kafari Stefánsson það var Króli ehf. sem lét smíða og setti upp bryggjuna en við hjá köfunarþjónustu Sigurðar ehf. aðstoðuðum króla við uppsetninguna.

06.02.2012 09:00

Royndin VA105 sökkt

skipini.fo

Myndir 30.apríl 1990 tá Royndin VA105 verður søkt við Fugloynna

Royndin VA105

Bygdur 1945 í Klaksvík
Stødd: 26 BRT.

1945 - Varpið KG101, Klaksvík - P/F J.F.Kjølbro
1974 - Royndin TN201, Tórshavn - J.O.Jacobesen
1980 - Edda SA105, Skálavík - Jákup í Geil
1987 - Royndin VA105, Sørvág - Herjólvur P.Jacobsen

Søkt við Fugloynna 30.apríl 1990

Myndir: Eyðun Høgnesen, Klaksvík /www.vagaskip.dk

06.02.2012 08:39

Ein tæknivæddasta trilla landsins þann daginn

Heiða Lára sendi þessar myndir sem eru af Bolla SH að koma inn. En Bolli SH var um daginn ein tæknivæddasta trilla landsins þegar Hafró fékk hana á samt Runólfi Guðmundssyni í síldarrannskókni í Kolgrafarfirði, fyrir innan brúnna. Niðurstöður úr þeim rannsóknum verður ljós eftir nokkra daga samkvæmt frétt á Skessuhorni.is.


     Bolli SH kemur að landi sem tækivæddasta trilla landsins © myndir Heiða Lára, 5. feb. 2012

Af Facebook:
Símon Már Sturluson Þetta verður gott heimildarsafn hjá þér :)
Emil Páll Jónsson Já það er og verður það. hehhe

06.02.2012 00:12

Ruglað saman bátum

Bátur sá sem er upp í slippnum á Ísafirði er ekki með skipaskrárnúmerið 1470 heldur 1464, Leiðréttist það hér með um leið og ég birti þá sögu og myndasyrpu vegna 1464.

Bátur þessi er einn af þeim bátum sem smíðaðir voru úr eik á Skagaströnd á áttunda áratug síðustu aldar.


                       1464. Árnesingur ÁR 75 © mynd Snorrason


            1464. Auðbjörg II SH 97 © mynd Ísland 1990


                    1464. Auðbjörg II SH 97 © mynd Snorrason


            1464. Vestri BA 63 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, ljósm.: Snorrason


                    1464. Vestri BA 64 © mynd Snorrason


            1464. Guðný ÍS 13, á botni Ísafjarðarhafnar 2. jan. 2011 © mynd af bb.is


         1464. Guðný ÍS 13 í slippnum á Ísafirði © mynd Guðmundur J. Hafsteinsson, 8. des. 2011


        1464. Guðný ÍS 13, í slippnum á Ísafirði © mynd Guðmundur Jón Hafsteinsson, 8. des. 2011

Smíðanúmer 10 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd 1976, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Skráningu breytt úr fiskiskipi í skemmtiskip 2006. Sökk í Ísafjarðarhöfn 2. janúar 2011, en þar hefur hann legið lengi við bryggju. Eftir að honum var náð upp aftur, var hann tekinn upp í slippinn á Ísafirði og þar er verið að breyta honum í sumarbústað.

Nöfn: Árnesingur ÁR 75, Sædís ÁR 14,  Auðbjörg II SH 97, Auðbjörg II SH 997, Reynir AK 18, Vestri BA 64, Vestri BA 63, Diddó BA 3, Diddó ÍS 13, aftur Diddó BA 3 og núverandi nafn: Guðný ÍS 13.

06.02.2012 00:00

Happasæll KE 94 / Arnar SH 157 - fyrir og eftir yfirbyggingu


Stærsti plastbáturinn sem hafði verið framleiddur á Íslandi, þegar hann var sjósettur.


                             2660. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll, 2008


                 2660. Arnar SH 157, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


        2660. Arnar SH 157, eftir yfirbyggingu, þessi til vinstri, Grundarfirði í dag


                       2660. Arnar SH 157, þessi fyrir aftan trébátinn, í dag


   2660. Arnar SH 157, eftir yfirbyggingu við bryggju Grundarfirði
                           © myndir Heiða Lára, 11. okt. 2010

Af gerðinni Seigur 1500 frá Seiglu ehf., Reykjavík 2004. Mælingabönd sett i lest og að aftan í Njarðvík 2007 og yfirbyggður 2010

Sjósettur við Grandagarð i Reykjavík, laugardaginn 11. desember 2004 og þá talinn stærsti plastbáturinn sem framleiddur hafði verið hérlendis. Kom til heimahafnar í Keflavík laugardaginn 18. dsember 2004.

Leigður Bárði ehf. Arnarstapa haustið 2008 og í framhaldi af því seldur til Ólafsvíkur.

Nöfn: Happasæll KE 94 og núverandi nafn: Arnar SH 157