Færslur: 2012 Febrúar

13.02.2012 17:00

Botrans


       Botrans, í Svolvaer, Noregi í dag © mynd shipspotting, frode adolfsen, 13. feb. 2012

13.02.2012 16:00

Olgrunn N-127-VV


     Olgrunn N-127-VV, í Svolvær, Noregi í dag © mynd shipspotting, frode adolfsen, 13. feb. 2012

13.02.2012 14:35

Neskaupstaður: Iberian Reefer fór úr höfn áðan fulllestað með aðstoð Hafbjargar

Iberian Reefer fór úr höfn í Neskaupstað, áðan fulllestað með aðstoð Hafbjargar og tók Bjarni Guðmundsson þá þessar myndir


     Iberian Reefer fór úr höfn á Neskaupstað, áðan fulllestað með aðstoð Hafbjargar © myndir Bjarni G., 13. feb. 2012

13.02.2012 14:00

Laupstadværing N250V


        Laupstadværing N250V, í Svolvaer, Noregi, í dag © mynd shipspotting, frode adolfsen, 13. feb. 2012

13.02.2012 13:00

Atlantik Frigo


                 Atlantik Frigo, í Alaga, Tyrklandi © mynd shipspotting, Maestro, 8. feb. 2012

13.02.2012 12:00

Börkur NK 122

Vinir mínir hér og þar eru duglegir að senda mér myndir af hinum nýja Berki NK og hér eru myndir sem Sigmar Þór Sveinbjörnsson sendi mér, en Einar Jóhannes tók þær. - Sendi ég kærar þakkir fyrir -
               2827. Börkur NK 122, á Neskaupstað © myndir Einar Jóhannes, feb. 2012

13.02.2012 00:25

Síðari hluti af kappsiglingu Hafborgar Ea og Halldórs NS til Grundarfjarðar

Rétt fyrir niðnætti birtist fyrri hluti af syrpu þessari sem sýnir kappsiglingu milli Hafborgu EA og Halldórs NS til Grundarfjarðar, en myndirnar tók Heiða Lára 12. feb. 2012 og hér kemur síðari hlutinn.


     Síðari hluti af myndasyrpu frá kappsiglingu 1928. Halldórs NS 302 ( sá hvíti) og 2323. Hafborgu EA 152 ( sá blái) til hafnar í Grundarfirði © myndir Heiða Lára 12. feb. 2012

13.02.2012 00:00

Flutti inn þrjá skipsskrokka og urðu þeir allir af fiskiskipum

Skipasmíðastöð Njarðvikur flutti inn þrjár skrokkar til að gera úr fiskiskip. Tveir þeirra voru kláraðir í stöðinni, en allir þrír komust þó á sjó sem fiskiskip. Hér fyrir neðan birtist saga þeirra. hvers fyrir sig. En fyrst koma myndirnar.


                   Þessi dró skrokkana til landsins © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson


              Sá sem fékk vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson


                  Skrokkur sá sem síðar varð 1679. Sólrún ÍS 1, á leið í slippinn í fyrsta sinn © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson


        1679. Sólrún ÍS 1, tilbúin til sjósetningar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson


          1625. Gunnjón GK 506, tilbúinn til sjósetningar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson


                         
Skorska skipið Alert FR 336 frá Franserburgh í Skotlandi í Njarðvíkurhöfn á árinu 1995, en þangað kom það til að sækja skipskrokk frá Skipamíðastöð Njarðvíkur sem hafði vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Emil Páll í júní 1995

Umræddur skrokkur var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní sama ár og þá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór Alert með hann í togi til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III, PD 067 en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998.

Gunnjón GK 506: Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983, er hann var á rækjuveiðum 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Var hann dreginn til Njarðvíkur þar sem gert var við hann.
Síðar seldur til Noregs og hófu eigendur þar miklar breytingar á bátnum en þá kom upp mikll eldur í honum og framkvæmdir stöðvuðust. Gerður þó áfram upp og skipt um brú í Noregi í kjölfars þess bruna.
Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G

Sólrún ÍS 1: Báturinn varð alelda á svipstundu 4. feb. 1996, 100 sm. N af Skaga og dreginn til Njarðvíkur og þaðan til nýrra eigenda í Danmerkur tveimur árum síðar. Ekki þó endurbyggður ytra heldur lá báturinn (flakið) í höfn í Thyboron, Danmörku í fjölda ára
Nöfn: Sólrún ÍS 1, Kofri ÍS 41, Öngull RE 250, Öngull SH og Öngull.

Af Facebook:
Guðni Ölversson Gaman að þessu.

12.02.2012 23:59

Hafborg EA og Halldór NS í kappsiglingu til hafnar á Grundarfirði í dag

Frá Heiðu Láru, Grundarfirði: Fyrir tilviljun sá ég þegar 2323 Hafborg EA og 1928 Halldór NS komu að landi í gær(11.02) Var þetta eins og kappsigling þegar Halldór dró meir og meir á Hafborgina og sigldi svo framúr og varð þó nokkuð á undan að bryggju.
Fyrsta myndin, þar sem Hafborgin er rétt aðeins greinileg er tekin 14:26, en sú síðasta af þeim við bryggju 14:53.


         Restin af syrpunni um kappsiglinuna kemur inn eftir miðnæturpakkanum

12.02.2012 23:00

Wilson Amsterdam


      Wilson Amsterdam, í Rozenborg, Hollandi © mynd shipspotting, Dave van Spronsen, 7. jan. 2012

12.02.2012 22:00

Portero 703


        Portero 703, Falklandseyjum © mynd shipspotting corlos otero cindras, 11. feb. 2012

12.02.2012 21:00

Aline N-34-V


     Aline N-34-V, í Svolvaer, Noregi í dag © mynd shipspotting, frode adolfsen, 12. feb. 2012

12.02.2012 20:00

Ariadne N-153-V


       Ariadne N-153-V, í Svolvaer, Noregi í dag © mynd shipspotting, frode adolfsen, 12. feb. 2012

12.02.2012 19:00

Havbas T-92-T


          Havbas T-92-T, í Lerwick í dag © mynd shipspotting, Richard Paton, 12. feb. 2012

12.02.2012 18:00

Geir
          Geir, í Honningsvaag, Noregi © myndir shipspotting, Brian Crocker, 21. jan. 2012