Færslur: 2012 Febrúar

02.02.2012 15:40

Öllu starfsfólki Herjólfs sagt upp

eyjafrettir.is:

- Í allt um 40 manns - Setur fólk í erfiða stöðu og skapar eðli­lega óöryggi, segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri

Öllu starfsfólki sagt upp
"Þar sem núgildandi samningur milli Eimskips og Vegagerðarinnar um rekstur Herjófls rennur út 30. apríl næskomandi neyðumst við til að segja upp öllum samningum sem Eim­skip hefur gert varðandi Herjólf og afgreiðslur hans," sagði Gunn­­laugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs í Vestmanna­eyjum.  Í allt nær þetta til um 40 starfs­manna.

"Nú hefur þessi vinna verið unnin, þ.e. fyrir mánaðamót var búið að segja upp öllum samningum við starfsmenn, birgja og þjónustuaðila Herjólfs og tekur uppsögnin gildi 1. maí 2012. Ríkið stefnir að því að bjóða verkefnið út á næstu vikum með það fyrir augum að nýr samningur taki gildi 1. maí 2012 og gildi þar til ný ferja verður tekin í notkun árið 2015."
 
Gunnlaugur segir þetta setja starfs­menn í erfiða stöðu og skapi eðli­lega óöryggi hjá starfsfólki.
"Auðvitað hefur maður verulegar áhyggjur af því að rót komist á ­þennan góða hóp sem við erum með í dag og fólk fari, í ljósi óvissunnar, til annarra starfa á sjó eða landi," sagði Gunnlaugur.

02.02.2012 15:00

Bátur og kvóti til sölu vegna gjaldþrots

Vegna gjaldþrots fyrirætkisins Víkurbergs í Grindavík auglýsti skiptastjóri þrotabúsins í dag til sölu bátinn Árna í Teigi GK 1, ásamt aflahlutdeild. Birti ég hér tvær myndir af bátnum og mynd af efsta hluta auglýsingarinnar.


                                      Auglýsingin sem birtist í dag


           2500. Árni í Teigi GK 1, kemur inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 13. okt. 2009


                  2500. Árni í Teigi GK 1, í Grindavík © mynd Emil Páll, 16. maí 2011

02.02.2012 14:20

Kópanes BA 99 / Mummi KE 120 / Dala-Rafn VE 508 / Erlingur SF 65

Akureyrarsmíði sem var ekki gerður út af þeim sem átti að fá hann í upphafi og fór síðan rétta leið í kerfinu og er nú bundinn við annan bát þar sem þeir bíða báðir örlaga sinna.


                                       1379. Kópanes BA 99 © mynd úr Ægir


            1379. Mummi KE 120, ( þessi sem er næst ljósmyndaranum) © mynd Emil Páll


            1379. Dala - Rafn VE 508 © mynd Snorrason


                         1379. Dala - Rafn VE 508 © mynd Snorrason


                                    1379. Erlingur SF 65 © mynd Hilmar Bragason


        1379. Erlingur SF 65 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


                  1379. Erlingur SF 65 © mynd MarineTraffic, Andri Snær Þorsteinsson


                                1379. Erlingur SF 65 © mynd Hilmar Bragason

Smíðanúmer 53 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974.  Smíði nr. 11 af 14 í raðsmíðaflokki 105 - 150 tonna stálskipa hjá stöðinni. Yfirbyggður 1986. Lengdur 1994.

Báturinn var smíðaður fyrir Einhamar hf., Bildudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því er systurfyrirtæki Mumma hf., Rafn hf., Sandgerði fyrsti útgerðaraðili bátsins.

Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 508, Haförn EA 955 og núverandi nafn: Erlingur SF 65

02.02.2012 13:35

Menn halda fast í plássin

grindavik.is "Auðvitað er leitt að geta ekki tekið í áhöfnina þessa stráka sem vilja komast á sjó. Nú er hins vegar mun þrengra um alla vinnu og menn sleppa ekki því sem þeir hafa. Hjá okkur hefur verið sami kjarninn í áhöfn sl. sex til sjö ár og sáralítil hreyfing á mannskap," segir Ólafur Óskarsson skipstjóri á Kristínu GK 157 sem er eitt fimm línuskipa í útgerð Vísis hf. Í haust lagði báturinn upp á Húsavík, er núna fyrir austan en verður vetrarvertíðina í Grindavík þar sem höfuðstöðvar Vísis eru.

 "Það er mikið hringt. Bæði hafa samband menn sem eru þrælvanir og svo strákar sem langar að spreyta sig á þessu og allir þessir segja mér að nánast ógjörningur sé að komast í skipsrúm. Þar kemur bæði til að menn halda fast í það sem þeir hafa og önnur veigamikil ástæða er sú að skipum hefur fækkað," segir Ólafur sem hefur verið til sjós síðan á unglingsaldri.

En hvað þurfa menn að hafa ef þeir vilja helga sig sjómennskunni?
Áhugi og dugnaður skipta mestu, segir Ólafur. "Þetta þurfa að vera frískir menn, duglegir og sæmilega að manni. En það er ekki bara þetta sem ræður," segir Ólafur og heldur áfram:

"Núna þurfa menn til dæmis að hafa farið í gegnum Slysavarnaskóla sjómanna svo megi lögskrá þá í áhöfn og auðvitað er ekkert nema gott eitt um slíkt að segja," útskýrir Ólafur sem segir aðspurður að laun sjómanna í dag séu alveg ágæt. Hjá sjómönnum á línubátum sé hásetahlutur á mánuði oft í kringum
1.200 þúsund kr. og stundum hærri - en bestar eru tekjurnar yfir veturinn þegar þorskurinn
gefur sig.

Viðtal: Finnur.is

02.02.2012 13:25

Bakkafoss


                 1394. Bakkafoss, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, um 1980

02.02.2012 12:05

Pétur Jóhannsson SH 207 / Seley SU 10 / Erling KE 45

Þessi var fluttur inn 5 ára gamall og bar hér á landi aðeins þrjár skráningar í þau 16 ár sem hann var til hérlendis og gekk í lokin undir nafninu Kafbáturinn


                                  1361. Pétur Jóhannsson SH 207 © mynd úr Ægir


                                  1361. Seley SU 10 © mynd Emil Páll, 1982


                           1361. Erling KE 45, fyrir lengingu © mynd Emil Páll


                                    1361. Erling KE 45 © mynd Emil Páll


                   1361. Erling KE 45 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 27. feb. 1988


                           1361. Erling KE 45 © mynd Snorrason


                         1361. Erling KE 45 © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson

Smíðanúmer 34 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri, Uskedalen, Noregi 1969. Yfirbyggður og breyt túr togskipi í nótaskip hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1978. Lengdur 1986 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Stykkið sem sett var í Erling KE í Njarðvíkurslipp var smíðað upp í sveit í Danmörku og flutt hingað til lands. Strandaði á Bogarboða utan við Hornafjörð 11. des. 1990 og sökk.

Nöfn: Stjernöysund, Pétur Jóhannsson SH 207, Seley SU 10 og Erling KE 45

02.02.2012 10:10

Löndun úr Mánabergi ÓF-22

sk.siglo.is:

Landað var úr Mánabergi ÓF-22 á Siglufirði í gær 495 tonnum upp úr sjó eftir 29 daga veiðiferð. Skipting á afla er helmingur þorskur, síðan er hinn helmingurinn aðrar fisktegundir.

Aflaverðmæti 205 milljónir.Texti og myndir: GJS

02.02.2012 10:00

Fylla gamla flugskýlið af bátum

bb.is:

Áhugamannafélagið sjá fyrir sér bátasýningu í tengslum við höfnina á Reykhólum. Mynd: mbl.is.
Áhugamannafélagið sjá fyrir sér bátasýningu í tengslum við höfnina á Reykhólum. Mynd: mbl.is.
Gamla flugskýlið af Patreksfjarðarflugvelli verður notað til að hýsa gamla báta við höfnina á Reykhólum nái hugmyndir áhugamannafélags um Bátasafn Breiðafjarðar fram að ganga. Hætt var að nota skýlið fyrir mörgum árum, en áhugamannafélagið keypti skýlið, sem er 550m² að stærð fyrir um ári. Hafliði Aðalsteinsson, formaður áhugamannafélagsins, segir í samtali við Morgunblaðið að frá upphafi hafi verið ætlunin að reisa skýlið á Reykhólum. Hafliði segir að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi verið jákvæðir þegar það var nefnt að reisa bátaskýlið á fyllingu sem gerð var í tengslum við nýjan varnargarð sem byggður hefur verið við höfnina. Félagið sótti um byggingarlóð til sveitarfélagsins og hefur það samþykkt að finna lóð undir skýlið og að fram fari vinna við skipulagsuppdrátt.

02.02.2012 09:50

"Man ekki eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott"

mbl.is
Þeir mokfiska á Bárði SH-81. stækka Þeir mokfiska á Bárði SH-81. mbl.is/Björn

Eftir metróður í fyrradag þar sem 24 tonn fengust í 3½ trossu voru net Bárðar SH 81 enn bunkuð út af Ólafsvík í gær. Eftir að hafa dregið eina trossu skutust Pétur Pétursson skipstjóri og hans menn í land og lönduðu tólf tonnum.

Stefnan var síðan tekin út aftur til að draga tvær trossur í viðbót, að því er fram kemur í umfjöllun um fiskiríið á Breiðafirði í Morgunblaðinu í dag.

"Síðustu 2-3 ár hefur verið mikið og vaxandi fiskirí hérna á Breiðafirðinum og ég held að þessi vetur ætli að toppa það," segir Pétur. "Ég er búinn að gera þennan bát út síðan 2001 og man ekki eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott."

Spurður um afla annarra sagðist Pétur halda að allir fiskuðu vel. "Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér að það hefur ekki verið tími fyrir talstöðvarspjall."

02.02.2012 08:30

Þerney RE: 1. veiðiferð 2012 - 3. hluti

Hér koma sjö myndir úr yfirstandandi veiðiferð Þerneyjar RE og sem oftast áður er það Hjalti Gunnarsson sem tók þessar myndir.


                                  Hlerarnir teknir innfyrir til að mæla bakstroffur


                             Skipstjórinn mættur til að löggilda mælingarnar


                                                   Höfrungur III


                                   Yfirstýrimaðurinn Frikki, þungt hugsi


                                   Einkaþjálfarinn að koma upp úr lestinni


                          Björn að tjá vaktformanninum frá birgðarstöðu umbúða


                                    Siggi kokkur að störfum í eldhúsinu
                                © myndir Hjalti Gunnarsson, 30. jan. 2012

02.02.2012 00:00

Addi afi (eldri) + Jónas, Kristján, Margeir, Óskar og Pétur

Hér koma myndir af Adda afa, þeim eldri er hann kom til Sólplasts í Sandgerði. Myndatökumenn eru tveir þeir Kristján Nielsen og Jónas Jónsson og sjást þeir meðal annarra á mannamyndunum sem fylgja þessari löngu syrpu. - Þakka ég þeim báðum fyrir myndatökurnar -


          6682. Addi afi, komin að Sólplasti, Sandgerði © myndir Kristján Nielsen, 1. feb. 2012


              Margeir Jónsson hjá Jóni & Margeiri og Óskar kenndur við Adda afa


       F.v. Jónas Jónsson, útgerðarmaður og ljósmyndari, Óskar og Pétur eigandi Sæúlfs GK 137 © myndir Kristján Nielsen, 1. feb. 2012


                                                       Margeir Jónsson fylgist með


                                 Kristján uppi í bátnum og Óskar fyrir neðan


                 6682. Addi afi kominn á réttan stað © myndir Jónas Jónsson, 1. feb. 2012


                          Kristján Nielsen og Óskar framan við 6936. Sandvík ÍS 707


      Kristján Nielsen og Óskar á Adda afa. Í baksýn er flutningabíllinn frá Jóni og Margeiri
                                © myndir Jónas Jónsson, 1. feb. 2012

01.02.2012 23:00

Sæúlfur GK 137

Hér sjáum við þegar verið var að forfæra Sæúlf GK 137 hjá Sólplasti í Sandgerði í dag.


                              6821. Sæúlfur GK 137 og Kristján Nielsen, hjá Sólplasti


                  6821. Sæúlfur GK 137 í dag © myndir Jónas Jónsson, 1.feb. 2012

01.02.2012 22:30

Sandgerði í dag


                          Sandgerði í dag © myndir Kristján Nielsen, 1. feb. 2012

01.02.2012 22:20

Dóri GK 42 í dag

Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var Dóri GK fluttur frá Sólplasti til Vélsmiðju Sandgerðis þar sem vél og gír var sett niður og hér eru myndir af bátnum við Vélsmðju Sandgerðis í dag.
     2622. Dóri GK 42, við Vélsmiðju Sandgerðis í dag © myndir Kristján Nielsen, 1. feb. 2012

01.02.2012 22:00

Þórsnes II SH 109 í Sandgerði í dag
     1424. Þórsnes II SH 109, í Sandgerði í dag © myndir Kristján Nielsen, 1. feb. 2012