Færslur: 2012 Febrúar

04.02.2012 11:00

Vigdis R-21-H


           Vigdis R-21-H, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 3. feb. 2012

04.02.2012 10:00

Homen ST-11-F


              Homen ST-11-F, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 2. feb. 2012

04.02.2012 09:00

Fjordfisk


                  Fjordfisk, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 2. feb. 2012

04.02.2012 00:00

Hamraborg SH / Hamraborg GK / Snæbjörg ÓF / Snæbjörg BA / Snæbjörg ÍS / Jakob Einar SH /Byr SH

Fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var á Suðurnesjum og sá einí slíkur sem smíðaður hefur verið í Sandgerði, næsti þilfarsbátur sem þar var smíðaður var úr áli.


                         1436. Hamraborg SH 222, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1975


                                     1436. Hamraborg SH 222 © mynd Ægir


                        1436. Hamraborg GK 35 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                              1436. Snæbjörg ÓF 4 © mynd Ísland 1990


                     1436. Snæbjörg BA 11 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorrason


                   1436. Snæbjörg ÍS 43, í Súðavík © mynd Sigurbrandur, 30. sept. 2006


             1436. Snæbjörg ÍS 43, í Súðavík © mynd Sigurbrandur, 30. sept. 2006


                   1436. Snæbjörg ÍS 43, í Súðavík © mynd Sigurbrandur, 30. sept 2009


                  1436. Snæbjörg ÍS 43, í Súðavík © mynd Sigurbrandur, 30. sept. 2006


                         1436. Jakob Einar SH 101


                             1436. Jakob Einar SH 101 © mynd Emil Páll


                    1436. Jakob Einar SH 101 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is


        1436. Jakob Einar SH 101, við slippbryggjuna í Stykkishólmi © mynd Emil Páll, í ágúst 2099


                    1436. Jakob Einar SH 101, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 28. maí 2011


                    1436. Byr SH 101, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 29. júní 2011


                  1436. Byr SH 101, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 29. júní 2011

Smíðanúmer 1 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Sandgerði 1975, eftir teikningur Bolla Magnússonar. Var hann fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var á Suðurnesjum. Smíðin stóð í raun yfir frá 1972, en báturinn hljóp af stokkum 17. júli 1975 og var afhentur í sama mánuði.
Var upphaflega smíðaður fyrir Matvælaiðjuna hf., Bíldudal, en þeir hættu við. Hækkað afturþilfar 1987.

Nöfn: Hamraborg SH 222, Hamraborg GK 35, Jón Pétur ST 21, Snæbjörg ÓF 4, Snæbjörg HF 227, Snæbjörg BA 11, Snæbjörg ÍS 43, Snæbjörg HU 43, Jakob Einarsson SH 101,  Byr SH 101 og núverandi nafn: Byr ÍS 131

03.02.2012 23:00

Norðborg KG 689


                                   Norðborg KG 689 © mynd skipini.fo
     

03.02.2012 22:30

Víðir KE 101 og Ólafur Bjarnason SH 137


  1819. Víðir KE 101 og 1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1987


         1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

1304.
Smíðanr. 29 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1973, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Yfirbyggður 1997, skutlenging 1997.

Upphaflega smíðaður fyrir Hólma hf., Keflavík, en þeir hættu við áður en smíði lauk.

Nöfn: Hefur alltaf borið þetta sama nafn Ólafur Bjarnason SH 137, eða í 39 ár.


1819. Smíðaður í Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1987. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 14. ágúst 1987.

Nöfn: Víðir KE 101, Þórir Arnar SH 888, Bylgjan SK 6, Bylgjan HF 150, Mundi SH 737 og núverandi nafn: Mundi SU 35.

03.02.2012 22:05

Þór siglir til Noregs á sunnudag

Vefur Landhelgisgæslunnar:

Rolls-Royce-marine Mynd © meretmarine.com

Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélbúnaðar í Þór hefur tekið ákvörðun um að varðskipið Þór sigli til Bergen í Noregi næstkomandi sunnudag til að ljúka framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins. Áætlað er að skipið komi til Bergen á miðvikudag og er gert ráð fyrir að verkið takið fjórar vikur.

Gerðar hafa verið ráðstafanir til að varðskipin Ægir og Týr taki til skiptis við hlutverki Þórs við gæslustörf hér við land meðan á þessum framkvæmdum stendur en rekstraráætlanir fyrir árið 2012 gera ráð fyrir einu varðskipi á sjó við landið árið um kring.

Eins og fram hefur komið er lögð mikil áhersla á að nýta ábyrgðartíma vélanna sem er 18 mánuðir og er vinna þessi alfarið á ábyrgð framleiðanda vélanna, Rolls Royce í Noregi. Landhelgisgæslan mun ekki bera neinn kostnað af framkvæmdunum.  Ábyrgðartími véla og skips lengist sem nemur framkvæmdartíma vegna þessa.

03.02.2012 22:00

Fagrabergið á loðnuveiðum hér við land

Samkvæmt frásögn á Skipini.fo er Fagrabergið farið til loðnuveiða hér við land.


                                         Fagrabergið © mynd skipini.fo

03.02.2012 21:00

,, Jón sífulli " síðar Ólafur Vestmann VE 180

Meðan hann hét Jón Kjartansson, gekk hann undir nafninu ,,Jón sífulli" sökum góðra aflabragða á síldveiðum undir skipstjórn Þorsteins Gíslasonar.
   385. Ólafur Vestmann VE 180, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar

Smíðaður í Fredrikshavn í Danmörku 1956. Úreldingasjóður 27. maí 1982.

Fyrsti báturinn með radar á Íslandi.

Sem Jón Kjartansson SU, gekk báturinn undir nafninu ,,Jón sífulli" sökum góðra aflabragða á síldveiðum undir skipstjórn Þorsteins Gíslasonar.

Nöfn: Jón Kjartansson SU 111, Einir SU 250, Einir SF 11, Einir VE 180, Ólafur Vestmann VE 180 og Jón Pétur ST 21.

03.02.2012 20:00

Erlingur VE 295                  392. Erlingur VE 295, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll

Smíðaður hjá Friðrikssund Skipsverft, Freerikssund, Danmörku 1930. Gerður að safngrip í Vestmannaeyjum 25. okt. 1990.

Strandaði í sinni fyrstu heimferð í Garðinn, á Mýrdalssandi við Slýjafjöru 2. okt. 1930. Brotnaði og sökk í sandinn. Tekinn af skrá. Síðan bjargað úr sandinum og settur aftur á skrá 1933 eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja.

Nöfn: Gardi, Erlingur GK, Erlingur VE 295, Erlingur I VE 295, aftur Erlingur VE 295 og Erlingur Rán HF 342. Var með nafnið Erlingur VE í 57 ár.

03.02.2012 19:00

Stafnes KE 38 / Hafliði ÁR 20


   784. Stafnes KE 38, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, einhvernt tíman á árunum 1974- 1978


  784. Hafliði ÁR 20, í Daníelsslipp í Reykjavík © mynd Emil Páll 1981

Smíðanr. 8 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði 1954, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Brann og sökk 17. maí 1992 í Húnaflóadýpi um 50 sm. N af Skagatá.

Nöfn: Reykjanes GK 50, Stafnes GK 274, Stafnes KE 38, Stafnes EA 14, Hafliði ÁR 20, Sigmundur ÁR 20, Helgi Jónasson ÁR 20, Helguvík ÁR 20, Narfi ÁR 20, Narfi ÁR 13 og  Litlanes ÍS 608,

03.02.2012 18:00

Stapafell


  1545. Stapafell, við gömlu trébryggjuna sem nú er horfin, í heimahöfn skipsins, Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðarn. 763 hjá J.G. Hitzlers Schiffswerft, Lauenburg, Elbe, Þýskalandi 1979. Selt úr landi til Ekvador í maí 2001.
 
Hljóp af stokkum 2. júní 1979 og kom fyrst til landsins 16. okt. og þá til Hafnarfjarðar, en til heimahafnar Keflavíkur kom það 17. okt. 1979.

Nöfn: Stapafell og núverandi nafn: Salango

03.02.2012 17:00

Erlingur SI 30 / Erlingur KE 20

ÞESSI GEKK OFTAST UNDIR NAFNINU ERLINGUR EITT TONN....


             391. Erlingur SI 30, á Siglufirði á fjórða áratug síðustu aldar © mynd Kiddi Hall


                  391. Erlingur KE 20, á siglingu á Stakksfirði © mynd Snorri Snorrason


                           391. Erlingur KE 20, í Keflavíkurhöfn © Emil Páll

Smíðaður á Akureyri 1933. Sökk í Sandgerðishöfn í okt. 1979. Náð upp degi síðar, en dæmdur ónýtur.

Gekk oftast undir nafninu Erlingur Eitt tonn.

Nöfn: Erlingur SI 30, Erlingur ÍS 321, Erlingur RE 321, Erlingur KE 20, Erlingur Björn KE 20

03.02.2012 16:00

Anne Cristine R-63-K í dag


      Anne Cristine R-63-K, í Alesundi, Noregi í dag © mynd shipspotting, Aage 3. feb. 2012

03.02.2012 15:00

Ísbjörn í Ísafjarðarhöfn

bb.is:

Ísbjörn við Ísafjarðarhöfn.
Ísbjörn við Ísafjarðarhöfn.

Skuttogarinn Ísbjörn ÍS 304 kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn síðdegis í gær. Gunnbjörn ÍS 302 sem var að koma inn til löndunar á Ísafirði, var samferða Ísbirninum inn Djúpið og að bryggju. Nú tekur við vinna við að gera skipið tilbúið til veiða og fara næstu vikur í það. "Við gefum okkur allavega febrúar í að gera skipið klárt fyrir veiðarnar. Iðnaðarmennirnir okkar fara nú á fullt við að gera allt klárt," segir Jón Guðbjartsson stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa og eigandi útgerðarfélagsins Birnis sem stóðu sameiginlega að kaupum skipsins.

Með tilkomu skipsins er ætlunin að treysta enn frekar hráefnisöflun fyrir rækjuverksmiðjuna Kampa af eigin skipum. Skipið hét áður Borgin og hefur undanfarin ár verið skráð í Litháen en er smíðuð í Noregi árið 1984 fyrir grænlenska útgerðaraðila og fékk þá nafnið Vilhelm Egede. Það var síðan selt til Íslands og hét þá Gissur ÁR og Hersir ÁR. Síðar var skipinu flaggað út undir litháískum fána og fékk þá nafnið Borgin. Undanfarin 2-3 ár hefur skipið legið í höfn í Reykjavík eftir að fyrrverandi útgerð komst í þrot og var skipið komið í eigu Íslandsbanka.
Skipið er 1.103 brúttótonn að stærð með 2.300 hestafla aðalvél. Frystigeta er um 40 tonn á sólarhring og það hefur 450 tonna burðargetu af frosnum afurðum. Gert er ráð fyrir að í áhöfn verði 12 menn í hverri veiðiferð þannig að væntanlega verður heildarfjöldi í áhöfn 20 - 25 menn. Að sögn Jóns hefur gengið ágætlega að manna skipið þó því sé enn ekki full lokið.