Færslur: 2012 Febrúar

23.02.2012 00:00

Jón Gunnlaugs GK / Hafnarberg RE / Jói gasalegi SH / Dúa SH / Dúa RE / leikaranafnið Póseidon

Þessi fimmtugi bátur, er ennþá til þó útgerðarmátinn sé ekki eins stífur eins og hann var áður.


                      617. Jón Gunnlaugs GK 444 © mynd í eigu Emils Páls


                617. Hafnarberg RE 404 © mynd Snorrason


                                         617. Jói gasalegi SH 359


        619. Dúa SH 359, í Reykjavíkurhöfn ( sá sem er utastur í aftari röðinni ) © mynd Ragnar Emilsson


                         617. Með leikaranafnið Póseidon SH 359, í ágúst 2008


    617. Dúa RE 400, kemur með 619. Fanney HU 83 til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 2009


                                      617. Dúa RE 400 © mynd Emil Páll, 2009


                        617. Dúa RE 400, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2009

Smíðaður hjá H. Stegfried Ecternförge, Eckernförd, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.  Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp í Reykjavík, sett á hann síðari hluta níunda áratugs síðustu aldar.

Afskráður sem fiskiskip 2006 og skráð sem skemmtiskip eftir þann tíma. Í ágúst 2008 var sett á hann nafnið Póseidon, sem var leikaranafn i kvikmyndaleik og fóru tökur fram m.a. framan við bryggjuna í Garði 10. ágúst 2008. Nú síðustu árin hefur báturinn aðallega legið í Grindavíkurhöfn, en þó farið einstaka sinnum á lúðuveiðar.

Nöfn:  Jón Gunnlaugs GK 444, Hafnarberg RE 404, Jói á Nesi SH 359, Jói gasalegi SH 359, Dúa SH 359, (leikaranafnið Póseidon) og núverandi nafn: Dúa RE 400

22.02.2012 23:28

Smíðu líkan af Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Gunnar Jónatansson hefur ásamt mági sínum verið að smíða líkan af gömlu brautinni.


         Líkan af gamla slippnum hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd af FB síðu SN

22.02.2012 23:13

Fleiri myndir af komu Sæbergsins í klippurnar í Njarðvík í gær

 
 

         2777. Ísafold kemur í gær með 1143. Sæberg HF 224 á síðunni að slippbryggjunni í Njarðvík


        Tauginni sleppt milli 2777. Ísafold og 1143. Sæberg HF 224 við slippbryggjuna í gær


        1143. Sæberg HF 224, komið í sleðann í gær og klippurnar biða © myndir af FB síðu SN, 21. feb. 2012

22.02.2012 23:00

Anne Terese N-70-BR


       Anne Terese N-70-BR, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 22. feb. 2012

22.02.2012 22:00

Gunnar Langva M-139-A


       Gunnar Langva M-139-A, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 22. feb. 2012
   

22.02.2012 21:20

Williksen Senior NT-70-V


           Williksen Senior NT-70-V, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage 22. feb. 2012

22.02.2012 18:00

Willessen


                    Willessen, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 22. feb. 2012

22.02.2012 17:00

Storvig VA-76-LS


             Storvig VA-76-LS, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 22. feb. 2012

22.02.2012 16:19

María Júlía á langlegudeildina

bb.is:

María Júlía kemur til Ísafjarðar.
María Júlía kemur til Ísafjarðar.

Björgunarskipið María Júlía hefur verið flutt frá Þingeyri til Ísafjarðar. Endurbygging skipsins sem hófst fyrir nokkrum árum hefur tafist vegna fjárskorts. "Það er verið að leita leiða til að fjármagna frekari endurbætur á skipinu en ekkert er í augsýn í þeim málum eins og er. Verið er að geyma skipið hér á Ísafirði á meðan beðið er átekta með það," segir Jón Sigurpálsson forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.

Unnið hefur verið að endurbyggingu Maríu Júlíu á Þingeyri. Meðal annars er hefur verið unnið að hreinsun skipsins auk þess sem frárif í framskipi er að mestu lokið og skýli hefur verið byggt yfir framskipið til að þurrka það. Eftir að framkvæmdir stöðvuðust hafa borist nokkrar kvartanar um að skipið sé fyrir annarri starfsemi. Nú er hún á langlegudeildinni svokölluðu á Ísafirði á meðan málin skýrast. "Við vonum það besta bara," segir Jón.

María Júlía á sér glæsta sögu sem björgunarskip Vestfirðinga er talið að áhafnir hennar hafi bjargað um tvö þúsund mannslífum á þeim árum sem hún var við þess háttar störf. Ekki síður þótti hún þjóna hlutverki sínu vel í landhelgisstríðinu 1958 sem einn af varðbátunum í baráttu um yfirráð Íslendinga yfir fiskinum í sjónum í kringum landið.

Skipið var síðan notað sem hafrannsóknaskip á milli stríða og björgunaraðgerða. Skipið er nátengt sögu Vestfirðinga. Það er 137 brúttó smálestir að stærð og 27,5 metrar að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjölþættu hlutverki á sviði hafrannsókna og strandgæslu.

22.02.2012 16:00

Hellskær M-3-F


              Hellskær M-3-F, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 22. feb. 2012

22.02.2012 15:00

Binni í Gröf VE 38

Þessa mynd rakst ég á er ég var að flakka um netið. Ekki veit ég hver ljósmyndarinn er né heldur tilefni myndatökunnar, en sjá má m.a. eigendur bátsins


        2558. Binni í Gröfn VE 38. Næst bátnum stendur eigandinn Friðrik Benónýsson og við hlið hans eiginkona hans Ragnheiður Alfons og framan við þau nafni bátsins, sonurinn Benóný Friðriksson

22.02.2012 14:10

Hafsúlan


        2511. Hafsúlan, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 20. feb. 2012

22.02.2012 13:30

Frá komu Ísafoldar með Sæbergið til Njarðvíkur í gær

 Eins og ég sagði frá í gær kom Ísafold með Sæberg HF til Njarðvíkur í gær en þetta var hinsta för Sæbergsins þar sem það verður nú brotið niður í slippnum í Njarðvik. Hér eru þrjár myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók þegar skipin komu


       2777. Ísafold, kom í gær með 1143. Sæberg HF 224, til Njarðvíkur © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. feb. 2012

22.02.2012 13:17

Goðafoss í Rotterdam


          Goðafoss í Rotterdam © mynd shipspotting, Hannes van Rijn, 20. feb. 2012

22.02.2012 00:00

Sæúlfur GK 137: Afhending frá Sólplasti og flutningur inn í Voga og sjósetning þar

HÉR sjáum við bátinn koma út frá Sólplasti í Sandgerði, settur á flutningavagn sem flutti hann inn í Voga og síðan sjósetningin þar og smá sigling.
            6821. Sæúlfur GK 137 og leiðin frá Sandgerði til heimahafnar í Vogum © myndir Jónas Jónsson, í feb. 2012