Færslur: 2012 Febrúar
08.02.2012 23:00
Jólasveinn við Ísafjarðarhöfn að sumri til
Það er svona smá léttleiki yfir þessari mynd, A.m.k. er það ekki algengt að sjá jólasvein yfir sumarið eins og þessi sem Jónas Jónsson tók mynd af, við Ísafjarðarhöfn á síðasta sumri

Jólasveinn við Ísafjarðarhöfn á sl. sumri © mynd Jónas Jónsson, 2011
Jólasveinn við Ísafjarðarhöfn á sl. sumri © mynd Jónas Jónsson, 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 22:00
Jens Jónsson og Óli Bjarnason
Hér koma myndir sem örugglega margir ísfirðingar hafa gaman að skoða. Til að fullkomna myndtexta við myndirnar fékk ég hjálp frá gömlum ísfirðing Gunnari Th og þakka ég honum kærlega fyrir.

Þarna er Jens Jónsson, nokkuð örugglega í litla sumarhúsinu sem Jón heitinn Helgason átti á Hesteyri (og stendur ágætlega enn).
Félagarnir Jens Jónsson og Óli Bjarnason sitja þarna í skutnum á Feng með Hnífsdal og Hraðfrystihúsið- Gunnvör í baksýn.

Hér situr Óli einn með allan Skutulsfjörðinn í baksýn! © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011
Þarna er Jens Jónsson, nokkuð örugglega í litla sumarhúsinu sem Jón heitinn Helgason átti á Hesteyri (og stendur ágætlega enn).
Hér situr Óli einn með allan Skutulsfjörðinn í baksýn! © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 21:00
Kreppan
Eigandi þessa litla báts, er ljósmyndarinn sjálfur Jónas Jónsson og er hann nafnlaust, nema hvað vinir hans í Sandgerði hafa gefið honum nafnið KREPPAN og því nefni ég hann því nafni nú í þessari myndasyrpu






Kreppan, hans Jónasar, í Sandgerði © mynd Jónas Jónsson, 2011
Kreppan, hans Jónasar, í Sandgerði © mynd Jónas Jónsson, 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 20:00
Ísafjörður
Í kring um þessar myndir er smá saga og þá aðallega þær tvær sem augljóslega eru teknar eftir öðrum myndum. En á síðasta sumri er Jónas ljósmyndari var á ferð á Ísafirði sá hann bíl með þessum myndum aftan á og varð strax skotinn í myndunum og langar að setja svona myndir aftan á bílinn sinn. Elti hann því bílinn og fékk að taka myndir af myndunum. Kom í ljós að frummyndirnar voru eftir Halldór Sviensbjörnsson hjá BB, en þar sem hann náði ekki í hann í þessari ferð lét hann þetta duga og tók þó í leiðinni hinar myndirnar af Ísafirði.





Ísafjörður © myndir og myndir af mynd, Jónas Jónsson, sumarið 2011
Ísafjörður © myndir og myndir af mynd, Jónas Jónsson, sumarið 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 19:00
Einn grindvískur
Síðast þegar ég skoðaði þennan var hann í eigu manns í Grindavík og hafði grindvískt nafn, sem ég man ekki hvað var. Þarna er hann ofan við Snarfarahöfnina við Elliðavog í Reykjavík.




Sá grindvíski, ofan við Snarfarahöfnina inn við Elliðavog í Reykjavík © myndir Jónas Jónsson, 2011
Sá grindvíski, ofan við Snarfarahöfnina inn við Elliðavog í Reykjavík © myndir Jónas Jónsson, 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 18:00
Bylgja ÍS 135 og Páll Nielsson ÍS 25
Þessa mynd tók Jónas Jónsson af annarri mynd sem er honum nokkuð kær, því þessir bátar voru í eigu bróður hans og föður hans. Samkvæmt smá grúski gat ég fundið að sá sem er nær og hefur númerið B 1202, fékk síðar skipaskrárnúmerið 6202. og hét Bylgja ÍS 135, sá sem er B 222 og er fjær veit ég of lítið um til að geta grúskað um hann, nema hvað hann er að mér sýnist hafa númerið ÍS 25

B 1202, síðar 6202. þarna sem Bylgja ÍS 135 og B 222 óþekkt nafn o.fl. nema hvað hann er að mér sýnist ÍS 25 © mynd Jónas Jónsson af annarri mynd, sumarið 2011 Í ljós er komið að hann heitir Páll Nielsson 'IS en nánar um það sést hér fyrir neðan.
Netpóstur:
Gunnar Th.: Bátarnir tveir á eftirtökumyndinni frá Jónasi Jónssyni (Ísfirðingi og góðum kunningja) eru eins og þú segir réttilega Bylgja ÍS, og sá fjær er Páll Níelsson ÍS (áður P.N. RE, 5222), sem Jón Helgason faðir Jónasar notaði m.a. í túristaferðir til Hesteyrar. Jón Helgason má vel kalla frumkvöðul í þess háttar ferðum, hann var langt á undan sinni samtíð í "túristaskutli" norður í Jökulfirði og mér betur kunnugir mættu alveg stinga niður penna um karlinn.
Gunnar Th: Gleymdi að geta þess að í baksýn á bátamyndinni umræddu er Arnarnesið, og bátarnir eru á siglingu inn Skutulsfjörð í átt að Ísafjarðarkaupstað.
B 1202, síðar 6202. þarna sem Bylgja ÍS 135 og B 222 óþekkt nafn o.fl. nema hvað hann er að mér sýnist ÍS 25 © mynd Jónas Jónsson af annarri mynd, sumarið 2011 Í ljós er komið að hann heitir Páll Nielsson 'IS en nánar um það sést hér fyrir neðan.
Netpóstur:
Gunnar Th.: Bátarnir tveir á eftirtökumyndinni frá Jónasi Jónssyni (Ísfirðingi og góðum kunningja) eru eins og þú segir réttilega Bylgja ÍS, og sá fjær er Páll Níelsson ÍS (áður P.N. RE, 5222), sem Jón Helgason faðir Jónasar notaði m.a. í túristaferðir til Hesteyrar. Jón Helgason má vel kalla frumkvöðul í þess háttar ferðum, hann var langt á undan sinni samtíð í "túristaskutli" norður í Jökulfirði og mér betur kunnugir mættu alveg stinga niður penna um karlinn.
Gunnar Th: Gleymdi að geta þess að í baksýn á bátamyndinni umræddu er Arnarnesið, og bátarnir eru á siglingu inn Skutulsfjörð í átt að Ísafjarðarkaupstað.
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 17:00
Erika kemur til Neskaupstaðar í dag, sennilega að skipta um nót
Erika siglir inn Norðfjörðinn í dag
Erika komin að bryggju á Neskaupstað, sennilega til að skipta um nót © myndir Bjarni G., 8. feb. 2012
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 16:26
Nýi Börkur á siglingu í dag
Hér koma nokkrar myndir sem Bjarni G. tók í dag í Neskaupstað er nýi Börkur var á siglingu úti á firðinum.






Nýi Börkur á siglingu á Norðfirði í dag © myndir Bjarni G., 8. feb. 2012
Nýi Börkur á siglingu á Norðfirði í dag © myndir Bjarni G., 8. feb. 2012
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 15:15
Eldiskvíar, trúlega við Súðavík
Eldiskvíar, trúlega við Súðavík © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 13:45
Sten Frigg og Green Bergen á Neskaupstað í dag
Sten Frigg og Green Bergen eru í höfn í Neskaupstað í dag

Sten Frigg

Green Bergen

Green Bergen og Sten Frigg, Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G., 8. feb. 2011
Sten Frigg
Green Bergen
Green Bergen og Sten Frigg, Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G., 8. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 13:25
Nýi Börkur kominn til Neskaupstaðar
Nýja skipið sem á að heita Börkur NK 122 kom í morgun til Neskaupstaðar. Sigldi það yfir hafið undir nafninu Torbas SF-99-V. Þessar myndir tók Bjarni Guðmundsson af skipinu á Neskaupstað í morgun.







Torbas SF-99-V sem fá mun nafnið Börkur NK 122, á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G., 8. feb. 2012
Torbas SF-99-V sem fá mun nafnið Börkur NK 122, á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G., 8. feb. 2012
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 13:00
Costa Pacifica, við Skarfabakka
Costa Pacifica, við Skarfabakka í Reykjavík sl. sumar © myndir Jónas Jónsson, 2011
Netpóstur:
Costa Pacifica, á Ísafirði, ekki rétt, þessar myndir eru teknar í Reykjavík nánar við Skarfabakka. svona stór skip leggjast ekki að bryggju á Isafirði. Þau leggjast við akkeri á Skutulsfirði. Kær kveðja. Lúðvík.
Emil Páll: Takk fyrir þetta og búinn að laga það.
Emil Páll: Takk fyrir þetta og búinn að laga það.
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 12:15
Erlendar skútur á Ísafirði
Þessi skúta er ein af mörgum sem heimsóttu Ísafjörð í sumar, en flestar þeirra komu þangað í ákveðnum tilgangi, en allt um það ásamt syrpu af mörgum mörgum fleiri, kemur á miðnætti í kvöld.

Erlend skúta á Ísafirði í sumar. Meira í máli og myndum á miðnætti. © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011
Erlend skúta á Ísafirði í sumar. Meira í máli og myndum á miðnætti. © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011
Skrifað af Emil Páli
08.02.2012 12:05
Á Hesteyri
Hver maðurinn er veit ég ekki, það fylgdi ekki myndinni.

Á Hesteyri © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2011
Á Hesteyri © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2011
Skrifað af Emil Páli
