Færslur: 2012 Febrúar
11.02.2012 18:00
Fleiri myndir frá útnefningu Þorgríms Ómars sem skyndihjálparmaður Suðurnesja
Þorgrímur Ómar Tavsen, Skyndihjálparmaður Suðurnesja milli fulltrúa frá Suðurnesjadeild RKÍ í dag 11. feb. 2012
11.02.2012 17:00
Sjórinn tók vörubílinn eins og eldspýtustokk og henti honum út í sjó

Tólf bátar, smábíll og vörubíll skemmdust eða eyðilögðust í Sandgerðishöfn í óveðri fyrstu dagana í janúar 1984. Bátarnir, 9 litlir þilfarsbátar og þrír stærri ráku upp í fjöru í óveðrinu, smábíllinn fauk út í sjó og einnig vörubíllinn með manni innanborðs sem þó bjargaðist. Frá þessu er sagt í fyrsta tölublaði Víkurfrétta í ársbyrjun 1984.
Fyrstu bátarnir slitnuðu frá bryggjunni í Sandgerði um klukkan hálf-sjö um morguninn sem óveðrið skall á og fóru upp í grjót.
"Þegar séð var hvað verða vildi fórum við heim og hringdum í viðkomandi aðila og fór Svavar Ingibersson á vörubílnum niður á bryggju og komum við böndum á bátana en hugmyndin var að draga þá frá grjótinu með bílnum. En sjórinn tók vörubílinn eins og eldspýtustokk og henti honum út í sjó. Það bjargaði Svavari sem fór niður með vörubílnum að það var maður á bryggjunni sem náði honum strax þegar hann kom út úr bílnum. Var hann orðinn þrekaður en hafði þó meðvitund og var strax fluttur á sjúkrahús. Eftir þetta óhapp komu bátarnir hver af öðrum upp í grjótið og urðu alls níu, auk stóru bátanna. Náðust síðan fjórir litlir út og tveir stærri," sagði Páll Jónsson, eigandi eins bátsins í viðtali við Víkurfréttir.
Annar bátseigandi, Preben W. Nilsen úr Keflavík segir svo frá um sinn bát sem fauk til og frá eins og korktappi í rokinu: "Hann (báturinn) var kominn hér upp á bryggjuna og síðan má segja að hann hafi flotið hér um alla bryggjuna, því sjór var yfir öllu. Síðan hvarf hann allt í einu og ég hélt að hann væri sokkinn en þá hafði hann henst út á höfnina og í leiðinni hafði hann komið við einhverja báta, því mastrið hafði brotnað. Síðan rak hann hérna upp með öllu og yfir í grjótið og endaði uppi í horni," sagði Preben og bætti því við að stór hluti bátaflotans í Sandgerði færi sennilega ekki í róður í bráð.
Í forsíðugrein er því velt upp hvort mannleg mistök hafi átt stóran þátt í því hve illa fór. Eigendur bátanna hefðu ekki farið eftir ábendingum og viðvörunum um að svo vont veður væri í aðsigi og ekki gert nægar ráðstafanir til að mæta því. Auk skemmdanna í Sandgerði varð líka nokkuð tjón í Höfnum þegar sjór flæddi upp að sjö húsum.

Myndir úr Ljósmyndasafni Víkurfrétta.
11.02.2012 16:00
Tæplega 70 ára gömul bátamynd

Úr Dráttarbraut Keflavíkur árið 1942 © mynd frá Byggðasafni Suðurnesja
11.02.2012 15:00
Ólafur Magnússon KE 25 / Sif HU 39
711. Ólafur Magnússon KE 25 í höfn í Njarðvík © myndir Emil Páll
711. Sif HU 39, í höfn á Hvammstanga © mynd Þorgeir Baldursson 2009
Smíðanr. 2 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í Njarðvík 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afskráður sem fiskiskip 2006. Sökk í höfninni á Hvammstanga 29. sept. 2008 og náðist á floti samdægurs. Fargað af Hringrás í sept. 2010
Nöfn: Ólafur Magnússon KE 25, Ólafur Magnússon ÁR 54, Ólafur ÁR 54, Ólafur Magnússon HU 54, Ólafur Magnússon HU 541, Ólafur Magnússon VE 16, Ólafur Magnússon HF 77 og Sif HU 39
11.02.2012 14:10
Þorgrímur Ómar Tavsen - skyndihjálparmaður Suðurnesja
Í morgun var Þorgrími Ómari Tavsen afhent viðurkenning fyrir að vera skyndihjálparmaður Suðurnesja og einn af fjórum sem koma til greina sem Skyndihjálparmaður landsins, en það verður ákveðið nú um kl. 15 í Smáralind.
Sögu Þorgríms Ómars hef ég áður sagt frá hér á síðunni, en í stuttu máli þá kom hann að skipsfélaga sínum þar sem hann hafði misst meðvitund og gat komið honum í gang að nýju. Gerðist þetta 17. ágúst sl.
Þorgrími Ómari Tavsen, afhent viðurkenningin sem SKYNDIHJÁLPARMAÐUR SUÐURNESJA á slökkvistöðinni í Keflaví í morgun,, Voru það fulltrúar Rauða krossins sem afhentu viðurkenningu þessa © mynd Pálína Ásbjörnsdóttir
11.02.2012 14:00
Ólafur Magnússon EA 250: Áhöfn og skip og að lokum erlent heiti á því
161. Ólafur Magnússon EA 250 © mynd Jón Páll
Áhöfnin 1961 © mynd Snorrason
Julie ex 161. Ólafur Magnússon © mynd Termaloma.com
11.02.2012 13:00
Sigurpáll KE 120
1805. Sigurpáll KE 120 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 53 hjá Stálvík hf. Garðabæ 1987. Breikkaður 1989. Seldur úr landi til Færeyja 1994.
Nöfn: Hildur RE 123, Sigurpáll KE 120, Særif SH 702, Særif, Navir II og Tinganes TN 1226.
10.02.2012 22:50
Dóri GK 42 sjósettur eftir viðgerð - áætla að fara í fyrsta róður í fyrramálið
2622. Dóri GK 42, sjósettur í Sandgerði, eftir viðgerðina vegna strandsins fyrir austan í haust og upptöku á vél og gír © myndir Jónas Jónsson, 9. og 10. feb. 2012
