Færslur: 2012 Janúar

03.01.2012 20:45

Stormurinn Emil

Samkvæmt netmiðlum í Noregi og Danmörk hefur nafni minn Stormurinn Emil gert nokkurn usla í Noregi í dag og í kvöld og birti ég hér myndir úr fjórum netmiðlum er fjölluðu um málið í dag.


                                             Stormurinn Emil © dalene-tidini,no


                            Stormurinn Emil í Mandal © i.a.no


                                        Stormurinn Emil © politiken.dk


                       Stormurinn Emil í Sörlandet © tv2.no 3. jan. 2012

03.01.2012 20:00

Koma að landi


                         Bátur að koma að landi © mynd Kristinn Benediktsson, 1988

03.01.2012 19:00

Stakfell ÞH á veiðum á Vestfjarðarmiðum
            Stakfell ÞH, á veiðum á Vestfjarðarmiðum © myndir Kristinn Benediktsson, 1988

03.01.2012 18:30

Salka bíður veðurs og færðar

Nú er beðið veðurs og betrii færðar svo hægt sé að flytja skokkinn af Sölku GK til Norðurlands, en Húsvíkingarnir eru teknir við bátnum. Var í dag unnið að því að hreinsa allt járn og annað sem taka átti úr bátnum áður en hann færi landleiðis norður í land.


             Skokkurinn á Sölku GK 79, eins og hann leit út 7. nóv. 2011 © mynd Emil Páll

03.01.2012 18:00

Keflavík í Grindavík

Keflavík í Grindavík. Saltfiskútskipun til Portúgals, veturinn 1988. Keflavík er stærsta skipið sem hafði komið til Grindavíkur á þessum árum og var í eigu Víkurskipa hf.

                  Keflavík í Grindavík, veturinn 1988 © myndir Kristinn Benediktsson

03.01.2012 17:40

Komið með Birgi, vélarvana til Sandgerðis

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafsteinn, kom rétt áðan til hafnar í Sandgerði með Birgi GK 263, sem fékk net í skrúfuna um 13 sjómílur vestur af Sandgerði. Björgunarskipið fékk útkall um klukkan 13:40


                    2310. Hannes Þ. Hafstein, í Sandgerði © mynd af vefnum 245.is


              2005. Birgir GK 263, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll, 7. júli 2011

03.01.2012 17:00

Skálavík ÁR og Sævík II

Skálavík ÁR 185 í Grindavíkurhöfn 1988. Verbúð Vísis hf. í baksýn, er hét á þessum árum, Sævík II


        Skálafell ÁR 185, í Grindavíkurhöfn 1988. Verðbúð Vísis hf. í baksýn, er hét á þessum árum Sævík II © mynd Kristinn Benediktsson

03.01.2012 15:00

Boe - Junior í Grindavík

Laxaseiðum skipað út til Noregs með Boe - Junior, frá Íslandslaxi við Grindavík um 1988. Skipið er sérsmíðað tankskip til slíkra flutninga.      Boe - Junior að taka lifandi laxaseiði í Grindavík, sem það flutti til Noregs. Um er að ræða sérsmíðað tankskip til slíkra flutninga © myndir Kristinn Benediktsson, um 1988

03.01.2012 14:00

Sigrún GK 380


         Sigrún GK 380, í Grindavíkurhöfn © myndir Kristinn Benediktsson, 1988

03.01.2012 12:00

Gnúpur GK 257, kemur í fyrsta sinn til heimahafnar

Hér er það togarinn Gnúpur GK 257 að koma í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík, árið 1988.
        Gnúpur GK 257, kemur í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík © myndir Kristinn Benediktsson, 1988

03.01.2012 11:30

Hafsteinn Sæmundsson, útgerðarmaður og Ólafur Sigurðsson skipstjóri


       Hafsteinn Sæmundsson, eigandi Hörpu II GK, ásamt skipstjóra bátsins, Ólafi Sigurðssyni © mynd Kristinn Benediktsson, 1988.

03.01.2012 00:00

Björgvin KE 82 / Björgvin SH 21

Hér kemur saga bátsins en þó aðeins myndir af honum undir tveimur nöfnum. Eru þær af honum undir Björgvinsnafninu, þ.e. KE og SH, en enga mynd á ég af honum sem Hafnarberg ÁR 21 og ekki heldur af honum sem Björgvin GK 482, Varðandi stöðu hans í dag vísa ég á myndirnar sem ég birti á nýársdag, af honum sem flak í fjörunni.

           341. Björgvin KE 82 © mynd Snorrason


          341. Björgvin KE 82 © mynd Snorrason


         341. Björgvin SH 21, í Reykjavík © mynd Snorrason


                        341. Björgvin SH 21, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


Smíðaður í Rödvik, Danmörku 1947. Kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Keflavíkur 9. júní 1947. Dæmdur ónýtur 15 ágúst 1979. Bátnum var lagt upp í fjöru niður af Þingvallarbænum á Snæfellsnesi og var þar enn síðast þegar ég frétti.

Nöfn: Björgvin GK 482, Björgvin KE 82, Hafnarberg ÁR 21 og Björgvin SH 21.

02.01.2012 23:00

Halldór Kristjánsson GK 93

Hér kemur enn einn litli þilfarsbáturinn sem smíðaður var á Ísafirði.


                        526. Halldór Kristjánsson GK 93 © mynd Emil Páll

Smíðaður á Ísafirði 1963. Rak upp í fjöru í Sandgerðishöfn 5. janúar 1984. Talinn ónýtur og settur upp á gæsluvelli í Sandgerði 18. feb. 1987.

Nöfn: Haflína ÍS 123, Halldór Kristjánsson GK 4 og Halldór Kristjánsson GK 93.

02.01.2012 22:00

Gamli og nýi tíminn í Grindavík

Þær eru alltaf jafn skemmtilegar myndirnar sem Kristinn Benediktsson sendir mér til birtinga og nú er komið í hús góð syrpa sem sýnd verður á morgun. En hér kemur smá sýnishorn og sýnir hún gamla og nýja tímann í Grindavík


      Gamli og nýi tíminn í Grindavíkurhöfn: Skúmur GK fyrir aftan og Fengsæll GK, nær © mynd Kristinn Benediktsson, 1988

02.01.2012 21:00

4 tappatogarar

Fyrir hálfri öld komu hingað til lands 12 systurskip sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Austur-Þýskalandi og voru 250 tonna stálskip sem gengu undir nafninu Tappatogarar. Hér birti ég myndir af fjórum þeirra.


                                73. Gunnar SU 139 © mynd Snorri Snorrason

Bar aðeins þetta eina nafn og var seldur til Noregs 19. júní 1981.


                                           76. Helgi S KE 7 © mynd Emil Páll 1983

Nöfn: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125. Síðari árin var skipið meira bundið við bryggju en í útgerð s.s. frá 1996 - 2003 og aftur frá 2006 til 2008 að það var dregin erlendis og átti að fara í pottinn, en sökk austur af Aberdeen í Skotlandi 27. maí 2008.


             78. Ísborg ÍS 250 í Njarðvíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll í september 2009

Nöfn. Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn Ísborg ÍS 250.


                                  181. Mánatindur SU 95 © mynd Emil Páll 1980

Nöfn: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240. Fór í pottinn í Grimsby í Englandi 1994.