Færslur: 2011 Ágúst
26.08.2011 00:00
Hilmir GK 88 og Hugur GK 177 - endalok
Undir myndunum birtist saga beggja bátanna, en því miður hef ég engar myndir af Hilmi GK 88.

Hugur GK 177 © mynd Snorri Snorrason

Hér má sjá bátinn Hugur GK 177, búið að færa stýrishúsið fram og fylla bátinn af brakinu úr Hilmir GK 88. Báturinn sem einnig sést á myndinni er 479. Guðmundur Ólafsson KE 48.

862. Týr SH 33 með Hug GK 177 úti á Keflavíkinni framan við gömlu stokkavörina

Týr rennir bátnum sem nú skal brenna upp í hellisskútann sem þarna var og er í dag Skessuhellir.

Báturinn í björtu báli, 6. maí 1964

Nánast brunninn til kaldra kola © myndir Emil Páll, 6. maí 1964
Hilmir GK 88 var smíðaður í Romsdal, Noregi 1917. Keyptur til landsins tveggja ára gamall og talinn ónýtur 1957.
Nöfn: Real, Soffía VE 269, Tvistur VE 281, Loki VE 281, Óðinn GK 181, Örn RE 86, Aldan SH 88, Hilmir SH 88 og Hilmir GK 88.
Hugur GK 177 var smíðaður í Reykjavík 1916. Ónýtur eftir árekstur 1963.
Nöfn: Draupnir GK 21, Guðrún GK 21, Ágústa VE 250, Ágústa GK 200, Ágústa RE 115, Ágústa MB 37, Ágústa AK 37, Ágústa RE 115, Ágústa HU 11 og Hugur GK 177.
25.08.2011 23:35
Jon Ivar
Jon Ivar í slippnum í Reipa, í Noregi © mynd og texti: Jón Páll Jakobsson í ág. 2011
Hér sjáum við svo bát upp í slippnum í Reipa. Þetta er Jon Ívar. Þennan eiga tveir eða þrír vinir og eru með hann á rækju og þorskanetum á vetrarvertíðinni á góðviðrisdögum hérna í Örnes kemur þessi og selur bæjarbúum nýveidda soða rækju. Það má segja að þetta sé nú bara hobbýbátur því þeir eru allir með fasta atvinnu á öðrum skipum og róa þessum bara í fríum. En það er mjög algengt hérna að menn sem eru á offshoreskipunum og ferjunum eigi bát sem þeir nota í fríum.
25.08.2011 23:00
Green Tromsö á Norðfirði í dag
Green Tromsö, á Norðfirði í dag © mynd Bjarni G., 25. ágúst 2011
25.08.2011 22:00
Kristina EA 410, á Neskaupstað í dag
2662. Kristína EA 410, á Neskaupstað í dag og á þeirri neðri sést líka 1293. Börkur NK 122 © myndir Bjarni G., 25. ágúst 2011
25.08.2011 21:30
Blikar við sólarlag - glæsifley á Húsavík í sumar
Þau voru sannarlega glæsileg fleyin sem hann Þorgrímur Aðalgeirsson, fangaði á myndir á Húsavík nú í sumar
25.08.2011 21:00
Bjarni Ólafsson AK 70 í dag
Á tveimur efri myndanna sést 2287. Bjarni Ólafsson AK 70, á Neskaupstað í dag og á þeirri neðstu má þekkja hann af gula litnum © myndir Bjarni G., 25. ágúst 2011
25.08.2011 20:07
Auður Vésteins GK 88, tekin á land á Neskaupstað
2708. Auður Vésteins GK 88, uppi á bryggju á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 25. ágúst 2011
25.08.2011 19:40
Norðurlandsbáturinn
Hér sjáum við hefðbundinn Nordlandsbát. Þetta er stolt Nordlendinga hérna, þessi týpa af bátum var ríkjandi hérna til fiskveiða og allra siglinga fram eftir öllu. Hann er byggður upp úr vikingabátum og er því aldaforn. Þessi mynd er að minnstu týpunni sem þeir kalla Færingen ( Fræeyingurinn (við bílddælingar gætum kallað hann Árna)) eða kjeks. Stærðin á honum er frá 14 til 16 fet og tvíæringur á íslensku to-roring á norsku. Þetta eru súðbyrðingar klinkbygde á norsku. Eins og má sjá á þessari mynd er þessi bátur bæði með segl og árar en þannig voru þeir flestir útbúnir. Þeir voru smíðaðir úr tvennskonar við furu og greni en furan var algengari. Þið munið kannski frá þáttunum Himmelbla þar sem einmitt var fjallað dálítið um Nordlandsbátinn.Nordlandsbáturinn var til frá to-roring til 14 til 16 fet og upp í Storfemböring sem var 52 fet. En hann var algengur sem sex eða áttæringur þá var stærðin 34 til 42 fet. Ef ykkur langar í svona bát eða flotta skjektu þá er bara kíkja bara inn á þessa síðu og panta www.ulf.no eða bara hringja í kallinn og fá upplýsingar og smíða hann sjálfur. Einnig er hægt að fá smá yfirlit yfir norldlandsbátinn hér www.lofoten.com/Lofoten-Historie-Lofotfisket/nordlandsbaten.html
© myndir og texti Jón Páll Jakobsson
25.08.2011 17:00
Reipa og Storvka í Noregi
Reipa, rauði báturinn fyrir miðri mynd er Leithe (ex 2395. Brík Ba, Ásdís GK og Inga NK)
Á sunnudaginn ákvað ég að taka smábíltúr og fór út í Storvika sem er lítið þorp fyrir utan Örnes og smellti af þessum myndum á höfninni þar.
En það er mjög algent hérna að þeir sem nota höfnina sjái um rekstur og viðhald á þeim. Þá er sérstakur félagsskapur um höfnina.
En þetta naust er farið að láta á sjá.
Storvika er lítið þorp minna heldur en Bíldudalur en þeir hafa matvöruverslun já coop er á staðnum svo enginn þarf að svelta.
Hér sjáum við svona út höfnina. En við Storvika er fjara alvöru fjara með sandströnd og er þetta vinsælt að baða sig hér svona öðruvísi landslag heldur en víða hérna þar sem klöppinn nær bara fram í sjó.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson
25.08.2011 15:00
Hanna ST 49, frá Gjögri
9806. Hanna ST 49, frá Gjögri, á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 22. ágúst 2011
25.08.2011 14:00
Strandveiðibáturinn Vingþór
Strandveiðibáturinn 7170. Vingþór, sóttur til Hólmavíkur © myndir Jón Halldórsson, holmavik. 123.is
25.08.2011 13:34
Svanaug Elise
Svanaug Elise © mynd Shipspotting, Erling Jensen, 2007
