Færslur: 2011 Ágúst

19.08.2011 07:45

Baldur KE 97


      311. Baldur KE 97, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2011

19.08.2011 00:00

Ra KE 11
                    6488. Ra  KE 11, í Grófinni, Keflavík © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2011

18.08.2011 23:59

Amma á frystitogara

dv.is:

Amma á frystitogara

Eiginmaðurinn dó í örmum Matthildar en hún gafst ekki upp, fann ástina á ný og skellti sér á sjóinn.

Tengd sjónum 
Matthildur segist alltaf hafa borið sterkar tilfinningar til sjósins og henni líði hvergi betur. Jafnvel þótt hún hafi misst föður sinn ofan í djúpið bláa.

Tengd sjónum Matthildur segist alltaf hafa borið sterkar tilfinningar til sjósins og henni líði hvergi betur. Jafnvel þótt hún hafi misst föður sinn ofan í djúpið bláa. Gunnar Gunnarsson

  • Fann ástina á ný. Matthildur fann ástina í örmum Hauks. Þau vinna saman á frystitogaranum Frera.

    Fann ástina á ný. Matthildur fann ástina í örmum Hauks. Þau vinna saman á frystitogaranum Frera. Gunnar Gunnarsson

Matthildur Hafsteinsdóttir var aðeins 12 ára gömul þegar sjórinn tók föður hennar frá henni. Þrátt fyrir það hefur hún alltaf elskað hafið bláa og líður hvergi betur heldur en einmitt úti á sjó. Hún giftist sjómanni, eignaðist með honum börn og varð sjómannskona. Sjómaðurinn hennar dó seinna í örmum hennar langt fyrir aldur fram og spítalinn brást henni, syrgjandi ekkjunni. Hún gafst ekki upp heldur stóð á sínu og fann ástina á ný og réð sig svo til starfa á frystitogara.

"Mér fannst ég bara vera frjáls þegar ég var komin út á sjó. Þetta er minn uppáhalds staður og mér líður hvergi betur," segir Matthildur sem er kokkur á frystitogaranum Frera. Hún er 62 ára, þriggja barna móðir og amma ellefu barna. Hún var komin yfir sextugt þegar hún réð sig til starfa á frystitogara og veigrar sér ekki við því að vera á sjó í allt upp undir 40 daga í senn, enda segir hún að henni líði hvergi betur heldur en á sjónum.

Sjómennskuna segir hún vera sér í blóð borna og hún hafi alltaf haft sterkar taugar til sjósins þrátt fyrir að hún hafi horft á eftir föður sínum ofan í hafið, en hann drukknaði þegar hún var aðeins 12 ára gömul. "Pabbi minn var alltaf á sjó og maðurinn minn vann lengi vel á sjó. Ég fékk oft að fara með pabba á sjóinn og fannst það alltaf jafn gaman. Ég fann það fljótt þegar ég fékk að fara með pabba hvað ég hafði mikinn áhuga. Ég var aldrei sjóveik eða neitt slíkt heldur leið bara vel á sjónum," segir Matthildur og horfir út á sjóinn út um gluggann á Kaffivagninum við höfnina. Hún valdi að hitta blaðamann á þeim stað því henni líður einkar vel við sjóinn. Í viðtalið fylgdi henni sambýlismaður hennar, Haukur Harðarson sem hlustar af athygli á frásögn Matthildar.

Réði sig á frystitogara komin yfir sextugt
En aftur að sjónum. Áður en hún réð sig á frystitogara hafði hún lítið unnið á sjónum fyrir utan eitt sumar á ísfrystiogara fyrir um 20 árum síðan. "Ég var á Gylli frá Flateyri í kringum 1990. Þá var maðurinn minn sálugi líka um borð. Mér líkaði það rosalega vel og fór oft með þeim í siglingar. Ég var einhvern veginn bara svo tengd sjónum."

Eftir það vann hún ýmis störf, yfirleitt sem matselja hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í landi en sjórinn togaði alltaf í hana og hana langaði að fara aftur á sjóinn. Hún var því himinlifandi þegar henni bauðst starf kokks á frystitogara fyrr á þessu ári. Henni fannst það lítið mál að skella sér á sjóinn þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gömul. "Ég hef alltaf haft áhuga á sjó og greip þetta bara fegins hendi þegar það bauðst. Ég var búin að stinga því að kokknum á Frera að ef það vantaði kokk þá væri ég til. Það var nýbúið að loka mötuneytinu sem ég vann í og ég var svona milli vinna."

Hún hitti fyrir tilviljun kokkinn á Frera á Kanaríeyjum. Hún kannaðist lítillega við hann og stakk því að honum að hóa í sig ef það vantaði kokk. "Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja hafa mig í huga ef það vantaði aðstoðarkokk." Henni bauðst fljótlega að leysa af eftir það og hefur farið í einn túr nú þegar og hlakkar til að fá boð um að fara í þann næsta.
Núverandi sambýlismaður hennar, Haukur, vinnur einnig á Frera og kynnti hana fyrir kokkinum.

Dó í fanginu á henni
Nokkrum árum fyrr hefði hana þó ekki órað fyrir því að hún færi að vinna á sjó þó að vissulega hafi hana alltaf langað. Þá var hún gift sjómanni. Þau bjuggu flest sín hjúskapaár á Flateyri þar sem hann var til sjós. Árið 1992 fluttu þau í bæinn því hún var einmana eftir að börnin flugu úr hreiðrinu og var orðið leið á snjónum. "Ég var orðin svolítið einangruð. Börnin voru flutt og ég var mikið ein og langaði að breyta til. Ég var líka komin með leið á snjónum," segir hún en bætir hlæjandi við: "Það hefur samt varla snjóað þarna síðan við fluttum," segir hún hlæjandi. Hún á þó enn sumarbústað fyrir vestan sem hún reynir að dvelja í reglulega.

Maðurinn hennar vann lengst af á sjó og var mjög hraustur að hennar sögn. Hann lést hins vegar skyndilega fyrir sjö árum. "Við kynntumst þegar við vorum 15 og 17 ára og fengum 35 yndisleg ár saman. Hann dó svo í fanginu á mér á Læknavaktinni í Kópavogi á Föstudaginn langa árið 2004."

Maðurinn hennar hafði ekki sýnt nein merki þess að vera veikur en hafði verið slappur þennan dag. "Hann var eitthvað svo slappur en vildi ekki hringja á sjúkrabíl því að við vorum með tvö barnabörn hjá okkur. Við ætluðum bara að byrja þar en hann komst ekki einu sinni inn til læknisins. Hann dó eiginlega í fanginu á mér á biðstofunni. Fékk hjartastopp," segir hún alvarleg í bragði. "Þetta var alveg rosalega erfitt."

18.08.2011 23:10

Anna


    Anna, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2011

18.08.2011 22:25

Fjóla SH 121


        1516. Fjóla SH 121, í Keflavíkurhöfn í kvöld © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2011

18.08.2011 20:00

Páll Jónsson GK 7

Alltaf hef ég verið svolítið skotinn í þessu bátsnafni, enda átti ég afa sem hét Páll Jónsson og svo ef ég sleppi fornafninum mínu erum við nafnar. Þó auðvitað ég vita að nafnið tengist þessu ekki, heldur allt öðru.

Hvað um það skipið hefur verið í klössun í Njarðvíkurslipp og er ráðgert að fara til veiða undir síðdegiskaffi á morgun.
             1030. Páll Jónsson GK 7, í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2011

18.08.2011 19:00

Þórdís GK 198
            6159. Þórdís GK 198, í Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2011

18.08.2011 18:00

Keflavíkurhöfn fyrir trúlega hálfri öld


    Keflavíkurhöfn fyrir 50 til 60 árum, þarna má m.a. 778. Smára TH 59, 475. Guðfinn KE 32 og 386. Einar Þveræing ÓF 1 © mynd Emil Páll, af mynd í eigu Kaffi Duus, 14. ágúst 2011

18.08.2011 17:00

Vinur GK 96


         2477. Vinur GK 96, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2011

18.08.2011 15:00

Ainmire D 536

  
                                             Ainmire D 536 © mynd Irish Trawler


                                      Ainmire D 536 © mynd Trawlerphotos


                 Ainmire D 536 © mynd Dublin Registered Fishing Vessels
  

18.08.2011 11:22

Vonin KE 2           221, Vonin KE 2, í Keflavíkurhöfn, eins og hún leit út fyrir allar breytingar © mynd Emil Páll

18.08.2011 09:00

Bolli ex Vörðufell og Vörðufell

Fyrir stuttu hafði samband við mig útgerðarmaður sem átti báta er báru nafnið Vörðufell, hér fyrr á árum og spurði hvort ég hefði gert mér grein fyrir að á mynd sem ég birti af bátnum með nýju nafni var hann utan á fyrrum nafna sínum Vörðufelli HF 1. Fór ég þá að skoða myndina jú, eins og þið sjáið þá er þetta rétt.


    1248. Bolli KE 46 ex Vörðufell KE 117 ex Vörðufell HF 1, utan á 1117. Vörðufelli HF 1, í Keflavíkurhöfn fyrir nokkrum árum © mynd Emil Páll


     1248. Vörðufell KE 117 ex Vörðufell HF 1, síðar Bolli KE 46, í Sandgerðishöfn fyrir nokkrum árum © mynd Emil Páll

18.08.2011 08:00

Tvö bátsströnd á svipuðum stað

Hér fjalla ég lítillega um tvo báta sem strönduðu á nánast á sama stað með nokkra ára millibili, annar ónýttist á staðnum en hinum var bjargað og endurbyggur en sökk síðan 25 árum síðar, en þá vissu yfirvöld ekki annað en að hann hafi verið fyrir löngu seldur úr landi og farið. Annar strandaði fyrir neðan Fiskiðjuna sálugu í Keflavík en hinn rétt fyrir innan hana.


     Frá björgun skipverja úr 787. Þerney KE 33 © mynd úr Faxa
Báturinn sem upphaflega var smíðaður í Frederikssund í Danmörku 1955, strandaði í Keflavíkurhöfn 17. janúar 1970 og var síðan bjargað af Björgun hf., Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1971 og stórviðgerð í Keflavík 1982.

Hann var síðan úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóvember það ár skv. skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan janúar 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði farið verið seldur úr landi á sínum tíma.

Nöfn: Sigurður Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.


     743. Valþór GK 25, á strandstað undan Stekkjarhamri, Njarðvík © mynd úr Faxa
Báturinn var smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1960 og rak upp og strandaði þarna 24. mars 1973. Þegar báturinn strandaði var hann að fara til bjargar Bakkafossi sem var með í skrúfunni. En á sama tíma og það losnaði úr skrúfu Bakkafoss og vél skipsins komst  í gang fékk Valþór í skrúfuna og rak upp í kletta. Fullyrt var í sjóprófum að um sama tóg hefði verið að ræða. Sagt var að síðan hefði Goðinn komið á staðinn og rifið bátinn í sundur á strandstað og hvarf hann alveg á örfáum dögum.

Nöfn: Sigurður AK 107, Sigurður VE 35, Bergþór GK 25 og Valþór GK 25

18.08.2011 07:34

6 ára gömul frétt

Morgunblaðið 20. 9. 2005:


1958. Þjóðbjörg GK 110, hálfsokkin, 20. maí 2005 © mynd Landheilgisgæslan

Mannbjörg varð þegar smábátur tók inn á sig sjó

Einn maður bjargaðist í morgun er bátur hans Þjóðbjörg GK-110 tók inn á sig sjó 13 sjómílur norðvestur af Garðskaga, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Nærstaddir bátar náðu til Þjóðbjargar í tæka tíð.

Skipstjóri Þjóðbjargar GK-110 kallaði upp vaktstöð siglinga á rás 16 sem er neyðarútkallsrás skipa um kl. 9:20. Sagðist þurfa aðstoð því báturinn væri farinn að taka inn sjó. Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu til nærstaddra báta og óskuðu eftir að þeir héldu í átt til Þjóðbjargar. Sá sem var næstur var 7 sjómílur í burtu frá Þjóðbjörgu og hélt hann þegar af stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði. Einnig var kallað til varðskipsins Ægis sem var statt í norðanverðum Faxaflóa.

Tveir af þessum bátum náðu til Þjóðbjargar um kl. 9:50 og var þá skipstjóri hennar kominn í björgunarbúning en ekkert amaði að honum. Skömmu síðar kom þriðji báturinn á staðinn og Lif, þyrla Landhelgisgæslunnar. Báturinn Gunnþór ÞH-75 tók Þjóðbjörgu í tog og er á leið til með bátinn til Sandgerðis. Varðskipið Ægir og björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein halda til móts við Þjóðbjörgu og Gunnþór til öryggis en þyrlan Lif sneri við þar sem hættan var liðin hjá.

Þjóðbjörg er 9 tonna plastbátur.

Báturinn var síðan gerður upp og hér koma síðari myndir af honum.
         1958. Heimdallur GK 110 ex Þjóðbjörg GK 110 © myndir Emil Páll, 2009

18.08.2011 00:00

Þriðja kynslóð norskra beitningavélabáta

Jón Páll Jakobsson, skipstjóri í Noregi er mjög iðinn við að skrifa á síðuna sína um ýmislegt forvitnilegt hvað útgerðarmál og bátamál varðar. Hér er umfjöllun hans um beitingavélabáta, sem ég ætla mér að taka það leyfi að birta hér.

                                                  Koralen M-106-M

Hér sjáum við línubátinn Koralen fiska rétt við 1,5 sjm viðmiðið. Koralen var smíðaður 1989 og er 38,1 m. langur og 8,5m breiður. Eigum við ekki að segja að Koralen sé af þriðju kynslóð af norskum beitingavélabátum en hann er smíðaður á svipuðum tíma og Tjaldarnir. Ég notaði góða veðrið og renndi svona að honum til að bara mynda hann og sjá hvernig fiskeríið væri en skipper sagði mér að það væri mjög dapurt og hefur sennilega verið rétt hjá honum því næsta dag var hann horfinn eitthvað lengra norður kominn fyrir utan okkar vaktsvæði. En reglurnar hjá okkur voru þær að við fylgdumst vel með öllum fiskiskipum sem kæmu inn fyrir 20 sjm radíus frá FPSO Skarv svæðin.                                    Koralen M-106- H

Ekki er nú mikið um að vera á rúllunni ekki margir á lofti og rúllumaðurinn nánast í sparifötunum við starfið. Líka sagði skipstjórinn mér að þetta væri svona hálfgerð afslöppun þessar löngu og keiluveiðar hjá þeim á sumrin.

Sjáið þið leiðarna sem liggja aftur með síðunni en þeir henda drekunum út um dráttarlúguna þegar þeir eru að leggja.                                               Koralen M-106-H

Og hér sjáum við Koralen þegar við vorum að nálgast hann Þarna er hann svona ca 1,7 sjm frá viðmiðinu og 3 sjm frá borpallinum.

 Næsta dag varð ég var við Línubátinn Vestfisk og sá að hann var að leggja línuna og kom næst okkur í 15,5 sjm fjarlægð frá FPSO Skarv. Svo ég ákvað að kalla hann upp og byrjaði með mína flottu norsku (hún er nú frekar svona léleg nordiska). Þá var bara svarað á íslensku þá var vélstjórinn íslenskur og var uppi að leysa kallinn (skipstjórann) af, en það er algengt á norskum línubátum að vélstjórinn leysi skipstjórann af.

Vestfisk er smíðaður árið 1980 og er 39 m langur og 8,5 m breiður. Hann var yfirbyggður ár 1997 eigum við ekki að segja að Vestfisk sé af annari kynslóð af norskum Beitingavélabátum.

 Þið sjáið  að Koralen er með hefðbundinn búnað við að dragalínuna hann er reyndur orðinn dálítið meira tæknivæddur að hann er kominn með íslenska rúllu þ.e.a.s slítara maðurinn á goggnum þarf ekki að slíta fiskinn af krókunum sjálfur en það eru nokkrir ennþá þannig hérna og er bara frekar algengt í landróðrabátunum.

Ég rakst á skýrslu sem var gerð varðandi drátt á línu og þar var borið saman þrjár mismunandi aðferðir við línudrátt. Hefðbundinn, í gegnum brunn og svo í gegnum lúga sem er alveg í sjólínunni á bátnum. Var farið með þremur skipum. Vonar sem er með hefðbundinn línudrátt. Geir sem dregur í gegnum brunn og svo Loran sem er með lúgu í sjólínunni. Í stuttu máli voru niðurstöðurnar þær að í gegnum brunn var tapið 0,4%-0,8 % af fiski. Með lúgu í sjólínunni var tapið af fiski 1,3%-1,6%, og með hefðbundnum búnaði var tapið 2,4% - 3,0 %. Með því að draga í gegnum brunn eða með lúgu í sjólínunni losnaður þú að langmestu hluta við goggstungur og þar af leiðandi meira gæði á fiskinum sem komið er með í land.


 

                 Geir II © myndir og texti Jón Páll Jakobsson, í ágúst 2011

Hér sjáum við svo GeirII hann dregur í gegnum brunn, held ég fari með rétt mál að það séu bara tvo skip sem gera þetta hérna Geir II og Geir sem eru í eigu sama útgerðarfélags. Þeir fullyrða að þetta sem miklu betra og þá sérstaklega viö veiðar á ýsu. Þeir hljóta hafa eitthvað til síns máls því þeir létu smíða þennan alveg eins útbúinn eins og sá gamli (gamli veit ekki hvort það sé rétta orðið smíðaður 1998 ekki gamalt miðað við íslenska beitingavélaflotann) sem þeir eiga ennþá.

 Þeir sem áhuga að sjá myndband sem var tekið þegar þessa skýrsla var gerð geta séð það á þessari síðu.  www.fish.no/fiskeri/2115-bedre-med-aut-linehaler-og-dragebronn.html . Og smella svo á "nye halemetoder i autolinefsiket" í lokin á greininni þá sjáið þið myndband um þessar aðferðir í aksjon. Myndbandið er ekki í góðum gæðum en skýrir þetta alveg vel út. Þannig að það má segja að frá fyrstu beitingavélabátunum til Geirs og Geirs II sé orðinn mikll framþróun. Ég veit ekki hvernig nýja Fiskanesið verður útbúið held þó að það verði með lúgu í sjólínunni það kalla norðmenn automatisk linehaling.