Færslur: 2011 Ágúst

17.08.2011 23:00

Sá Kanadíski í slipp


     Arctic Endaevour í Njarðvikurslipp í dag © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

17.08.2011 22:00

Brimnes RE 27 á makrílmiðunum

Svafar Gestsson tók þessar rétt áðan þegar þeir mættu þessum á makrílmiðunum.


     2770. Brimnes RE 27, í kvöld á makrílmiðunum © myndir Svafar Gestsson, 17. ágúst 2011

17.08.2011 21:00

Landssmiðjubátar

Ég fékk í kvöld ósk frá einum af velunnurum síðunnar, sem ég fengið að birta margar myndir frá, að koma með Landsmiðjubát. Án mikillar fyrirhafnar fann ég þrjá, þó kannski ekki nema einn sem var orginal allan tímann, en sá var að vísu smíðaður á Fáskrúðsfirði, en eftir teikningum af Landsmiðjubátum. Þá fann ég tvo aðra, annan einnig smíðaðann á Fáskrúðsfirði en hinn í Reykjavík, en þeir eru nokkuð öðruvísi en hinn, auk þess sem annað hús er komið á þá. Sá orginalbáturinn hét fyrst Skrúður SU 21 og endaði síðan sem Andri KE 5.


               277. Andri KE 5 © mynd í eigu Emils Páls, gefin af velunnara síðunnar.


                        610. Jón Júlí BA 157 © mynd Snorrason


                      789. Stefnir RE 197 © mynd Snorrason

17.08.2011 20:27

Annað sjónarhorn

Alltaf hef ég gaman að því þegar ljósmyndarar finna annað sjónarhorn en þetta venjulega. Segja má að í raun hafi aðeins þrír skipaljósmyndarar verið duglegir í því, það eru ég, Markús Karl Valsson og svo hún Heiða Lára, sem stundum hefur náð skemmtilegum sjónarhornum og um leið öðru vísi.

Hér er ein lík frá henni sem hún tók  um 17:30, þegar Ocean Princess var að sigla út fjörðinn. Hún er tekinn undir gömlubrúnna yfir Kirkjufellsá, en fyrir neðan brúnna steypist svo Kirkjufellsfoss fram af.


     Ocean Princess, siglir út Grundarfjörð síðdegis í dag © mynd Heiða Lára, 17. ágúst 2011

17.08.2011 20:00

Sævar KE 5

Hér sjáum við bátinn vera á leið í þjónustu við kræklingaeldið núna á sjötta tímanum í dag og virðist báturinn velta nokkuð.


             1587. Sævar KE 5, núna á sjötta tímanum © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

17.08.2011 18:54

Ocean Princess, stærsta skip sumarsins á Grundarfirði


Í dag lá  á Grundarfirði Ocean Princess, sem er stærsta skipið sem kemur þangað í sumar.
Sést það hér og einn léttabáturinn  © myndir Heiða Lára 17. ágúst 2011

17.08.2011 18:01

Happasæll KE 94

Þessar myndir tók ég núna áðan er þeir voru að taka netin um borð og þar með hættur á makríl. Ekki hef ég þá þekkingu að sjá hvort hann er að fara á skötuselsveiðar eða bara venjulegar netaveiðar.
      13. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn núna áðan © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

17.08.2011 17:00

HB Grandi með rjómauppgjör á fyrri helmingi ársins

af Vísi.is:

HB Grandi með rjómauppgjör á fyrri helmingi ársins

Hagnaður HB Granda á fyrri helming ársins nam 15,7 milljónum evra eða um 2,6 milljörðum kr. á gengi dagsins. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 1,4 milljónum evra eða um 230 milljónum kr.

Í tilkynningu segir að rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2011 námu 76,3 milljónum evra  samanborið við 60,4 milljónir evra  árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 25,2 milljónir evra eða 33,1% af rekstrartekjum, en var 19,0 milljónir evra eða 31,5% árið áður. 

Auknar tekjur og hærri EBITDA skýrast einkum af hærra afurðaverði á erlendum mörkuðum. Laun og launatengd gjöld námu samtals 28,3 milljónum evra (4,6 milljarðar króna), en 24,4 milljónum evra (4,1 milljarður króna) á sama tíma árið áður.

Heildareignir félagsins námu 314,0 milljónum evra  í lok júní 2011.  Eigið fé nam 153,9 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall 49,0%, en var 46,5% í lok árs 2010. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 160,1 milljónum evra..

Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2011 (1 evra = 165,7 kr) verða eignir samtals 52,0 milljarðar króna, skuldir 26,5 milljarðar og eigið fé 25,5 milljarðar, að því er segir í tilkynningunni.

17.08.2011 16:38

Slegið inn á frægustu golfholu landsins úr trillu á sjó

vf.is:

Ævar Finnsson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja vildi prófa að leika frægustu golfholu Íslands, 3. brautina, Bergvíkina í Leiru, frá nýjum upphafsteig. Ekki frá landi heldur frá sjó. "Mig hafði dreymt um þetta lengi," sagði Ævar.

Í rjómablíðunni nýlega lét Ævar þessa hugmynd verða að veruleika með hjálp vinar síns, Þórhalls Ingasonar, eiganda trillunnar Lilla. Þeir tóku með sér veglega grastorfu og tréplötu, slatta af golfboltum og kylfur og héldu út í Bergvík. Ný skyldi ekki slegið frá hefðbundnum upphafsteig sem þykir á flottum stað og fær marga kylfinga til að kikna í hnjánum, heldur úr lítilli trillu um 70 metra úti í sjónum í Bergvíkinni. Ævar sló síðan úr Lilla nokkra bolta og margir lentu á 3. flötinni en einhverjir náðu ekki yfir og enduðu í blautri Bergvíkinni en boltinn þurfti að fljúga yfir veglegan grjótvarnargarðinn sem liggur meðfram brautinni. Það var gaman að fylgjast með Ævari sem sýndi hæfni sína í golfi á nýjan hátt. Jafnvægi þurfti til að framkvæma höggið svo vel gengi og það gerði Ævar sem starfar sem múrari í Reykjanesbæ. "Þetta var mjög skemmtilegt og spurning hvort Golfklúbbur Suðurnesja færi upphafsteiginn þarna út í," sagði Ævar og hló.

Meðfylgjandi má sjá skemmtilegar myndir og video frá uppátæki Ævars.

-

-

-

17.08.2011 16:00

Brendelen S0 709


                                Brendelen SO 709 © mynd Irish Trawel, John Baird

17.08.2011 11:14

Skemmtileg tilviljun

Við sömu bryggju í Njarðvik liggja nú tvö fiskiskip sem eiga það sameiginlegt að á bóg þeirra eru upphleyptir stafir sem segja að með fyrstu nöfnunum hafi verið Akurey RE 6 og Rauðsey AK 14. Auk þess sem Akureyin varð síðar Skírnir AK 16 og því báðir gerðir á sínum tíma út af sömu útgerðinni á Akranesi. Í dag heita þessi skip Erling KE 140 og Páll Jónsson GK 7.  Birti ég nú nokkrar myndir sem ég tók í morgun og síðan sögu beggja skipanna fyrir neðan myndirnar
     233. Erling KE 140 (sá blái) og 1030. Páll Jónsson GK 7 ( sá græni) í Njarðvikurhöfn í morgun

                              Séu bátarnir skoðaðir nánar kemur þetta í ljós


                                     233. Akurey RE 6, nú Erling KE 140


                                1030. Rauðsey AK 14, nú Páll Jónsson GK 7


       Þar sem Rauðseyjar nafnið sást ekki nógu vel á þeirri efri birti ég hér aðra
                                    © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

                                               Saga bátanna

233.
Smíðanúmer 56 hjá Ankerlökken Verft A/S, Florö, Noregi 1964, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur 1967, yfirbyggður, ný brú og þilfarshús hjá Þorgeiri & Ellert hf., Akranesi 1976. Stórbreyting og lenging í Riga Shipyard í Lithaén, 2000.

Nöfn: Akurey RE 6, Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, Barðinn GK 187, Barðinn GK 12, Júlli Dan GK 197, Júlli Dan ÞH 364, Júlli Dan ÍS 19, Óli á Stað GK 4 og núverandi nafn: Erling KE 140

1030. Smíðanúmer 323 hjá Scheepswerf Gebr. Van Der Werft A/S, Deest, Hollandi 1967. Lengt í Hollandi 1974, yfirbyggt 1981. Breytt úr nótaskipi í linu- og netaskip hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., 2001 og fór í fyrstu veiðiferðina sem línuskip hinn örlagaríka dag 11. september 2001. Veltutankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvikur 2007.

Nöfn: Örfirisey RE 14, Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57 og núverandi nafn: Páll Jónsson GK 7.

17.08.2011 10:13

Njáll RE 275

Hér koma myndir sem ég tók í morgun af bátnum kominn upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur.


        1575. Njáll RE 275 í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

17.08.2011 09:13

Artic Endevour 100957 í Njarðvík

Ekki veit ég hverra erinda þetta skip er, en það hefur komið til Njarðvíkur annað hvort í gær eða í nótt og liggur nú utan á Sægrimi GK 535.


              Artic Endevour, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

17.08.2011 08:01

Erika aftur orðinn Birtingur NK 119

Samkvæmt vef Fiskistofu er Erika GR 18-119, aftur orðinn Birtingur NK 119. Birti ég því myndir af skipinu bæði sem Erika og eins eldri myndir af skipinu sem Birtingur. Myndirnar hafa birtst áður hér á síðunni, en koma frá Faxagenginu.


                                        1807. Birtingur NK 119


                                              1807. Birtingur NK 119


          Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK 119, nú aftur orðinn 1807. Birtingur NK 119 © myndir Faxagengið

17.08.2011 07:53

Fróði ÁR 33

Þessa skemmtilegu mynd fann ég á vef Fiskistofu, en þar var ekki merkt einum eða neinum.


                10. Fróði ÁR 33 © mynd af vef Fiskistofu