Færslur: 2011 Ágúst

23.08.2011 19:00

Oster


                              Oster © mynd Shipspotting, Erling Jensen, 2008

23.08.2011 18:00

Oskar


                                 Oskar © mynd Shipspotting, Erling Jensen, 2008

23.08.2011 17:00

Fóðrun


           Fóðrun hjá Fjarðarlaxi í Tálknafirði © mynd Sigurður Bergþórsson, í ágúst 2011

23.08.2011 16:00

Bíldudalshöfn


                     Bíldudalshöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 19. ágúst 2011

23.08.2011 15:46

Onseyvaering Ö-23-F


               Önsoyvaering Ö-23-F © mynd Shipspotting, Erling Jensen, 2000

23.08.2011 14:43

Kristin ÞH 157

Hér koma þrjár myndir úr mikilli myndasyrpu sem ég tók af bátnum er hann kom til Njarðvikur í hádeginu í dag. Rétt áður en hann kom til hafnar tók hann skyndilega hring eins og ljósmyndafyrirsæta og tók ég myndir af því. Syrpan í heild sinni birti ég hér á miðnætti annað kvöld. Annars var skipið á leið í slippinn í Njarðvik og koma aðeins við í Njarðvikurhöfn áður.


                      972. Kristín ÞH 157, skríður inn Stakksfjörðinn í hádeginu í dag


                                   972. Kristín ÞH 157, í hringnum umrædda


      972. Kristín ÞH 157, komin inn í Njarðvikurhöfn í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2011

23.08.2011 12:12

Arney KE 50


                       1416. Arney KE 50 © mynd Snorrason

23.08.2011 11:00

Arnarfell og Berglín GK 300

©
      Arnarfell og 1905. Berglín GK 300 á níunda tímanum í morgun. Arnarfellið nýkomið fyrir Garðskaga á leið sinni til Reykjavíkur og Berglín einnig nýkomið fyrir skagann á leið sinni til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2011

23.08.2011 10:14

Arnarfell


          Arnarfell, nýbúið að sigla fyrir Garðskaga á leið sinni til Reykjavíkur, á níunda tímanum í morgun © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2011

23.08.2011 09:06

Berglín GK 300, í morgun

Hér koma þrjár myndir af togaranum Berglín GK 300, er hann kom til Keflavíkur nú fyrir stundu. Fleiri myndir munu birtast á miðnætti í kvöld


       1905. Berglín GK 300, kemur til Keflavíkur, rétt fyrir kl. 9 í morgun © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2011 -  Fleiri myndir birtast á miðnætti.

23.08.2011 08:12

Patreksfjörður í gær


                     Frá Patreksfirði í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 22. ágúst 2011

23.08.2011 07:36

Garri BA 90, á Patreksfirði


       6575. Garri BA 90, á Patreksfirði í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 22. ágúst 2011

23.08.2011 00:00

Búðaklettur GK 251 / Venus GK 519 / Arnarnes HF 52 / Jakob Valgeir ÍS 84 / Flosi ÍS 15

Eitt af fjórum systurskipum sem smíðuð voru hjá sömu skipasmíðastöðinni fyrir íslendinga


                            977. Búðarklettur GK 251 © teikning Axel E., 1980


                   977. Venus GK 519, í Leirvik, 10. des. 1970 © mynd Shetland Museum


                              977. Arnarnes HF 52 © mynd Snorrason


                      977. Jakob Valgeir ÍS 84 © mynd Snorrason


           977. Flosi ÍS 15, fyrir ofan greinina © mynd af síðu ieinarsson

Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S, Florö, Noregi 1964 og átti þrjú íslensk systurskip.

Þar sem þetta skip sem Búðaklettur, var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, gekk það undir nafninu SÍÐASTI KLETTURINN

Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997. Þar sem Afríkumenn þorðu ekki að sigla skipinu út, sökum hversu stórt það var voru fengnir til verksins íslendingarnir Einar Vignir Einarsson skipstjóri og Þorbergur Egilsson vélstjóri. Áður var það skverað af og nýtt nafn sett á það í Hafnarfirði. Er skipið var komið 60 milur suður fyrir Eyjar, bilaði alternatorinn og því var snúið við til Eyja og þar stoppað yfir eina nótt. Eftir mikil ævintýri tókst að koma skipinu alla leið út.
Fljótlega sökk það við bryggju í Cammeroon. Var það Afríska-áhöfnin sem sökkti skipinu, vegna launadeilu við útgerðaraðilann. Því var þó náð upp aftur og var á floti mjög bágborið um áramótin 1997/98 en síðan er ekkert vitað um skipið.

Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84, Flosi ÍS 15 og Sanderine K 17/15/96 

22.08.2011 23:00

11 ára gömul frétt

Verulegt tjón er botntæki hreinsuðust undan Arney KE-50

<BR>Arney KE-50 að veiðum en talsvert tjón varð er skipið tók niðri í innsiglingunni til ... Arney KE-50 að veiðum en talsvert tjón varð er skipið tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis í nótt. mbl.is
"Það hefur orðið verulegt tjón við strandið. Skipið er komið í slipp og skoðunarmenn eru að streyma á vettvang til að kanna skemmdir og meta tjónið og því liggur ekki fyrir um hvaða fjárhæðir er að tefla," sagði Dagur Ingimundarson, einn eigenda Arneyjar KE-50 sem tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis.

Arney var á útleið er hún tók niðri en skipið losnaði eftir nokkra tíma er flæddi að. Sigldi hún til Njarðvíkur og var komin í slipp þar um hádegisbil.

"Allir bátarnir sitthvoru megin við kjölin eru farnir eða ónýtir; svo sem fyrir asdikin, dýptarmæla, skynjara ýmisskonar og höfuðlínumæla. Í þessum búnaði liggja mikil verðmæti því hann er afar dýr.

Að öðru leyti eru sáralitlar skemmdir á botninum, ein plata er nokkuð dældótt og verður sennilega að sjóða bót yfir hana," sagði Dagur.

22.08.2011 22:30

Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappastraumen við Norður-Noreg

mbl.is 2002:   2413. Guðrún Gísladóttir KE 15, dýrasta og eitt glæsilegasta
og fjölþættasta fiskiskip íslendinga, sekkur við Norður- Noreg
19. júní 2002  © myndir mbl.is