Færslur: 2011 Ágúst

13.08.2011 21:00

Molslinien gevst á rutuni Århus-Kalundborg 14. septembur

skipini.fo:

12.08.2011 - 12:06 - Kiran Jóanesarson

Lesarin skrivar :

Ja, hetta er ein søgulig ruta, hetta var tann gamla rutan millum Jylland og Sjælland. (DSB) 
Skipari á hesi rutuni í nógv ár var heimasandsmaðurin Bjarti Hentze, ið bæði sigldi við princessufergunum, Niels Klim og Peder Paars, og seinni við Ask og Urd áðrenn hann fór á pensión tá ið DSB gavst at sigla á rutuni.

Stórabeltsbrúgvin fekk DSB at niðurleggja rutuna (Ivaleyst politiskt)
Molslinien sigldi fyrr úr Æbeltoft til Odden við kombiferjunum.
 
Tær gomlu Molsfergurnar vóru seldar til Føroyar "Morten-Mols" og Mikkel-Mols" (søga: gamli Smyril og Teistin)

13.08.2011 20:00

Týr kominn heim og upp í slipp

Varðskipið Týr, sem verið hefur í útleigu er kominn heim og upp í Reykjavikurslipp. Virðist heimkoma hans hafa farið mjög hljóðlega, en þar sá ég hann á fimmtudag, en hafði ekki tíma til að smella af honum mynd og birti því eina frá því rétt áður en hann fór erlendis í EBE-litunum. Athygli vekur að á heimasíðu Landhelgisgæslunnar er ekki sagt frá heimkomu skipsins eða í nokkrum fjölmiðli


     1421. Týr í EBE litunum, skömmu áður en hann fór út í leiguverkefnið © mynd Emil Páll, 24. apríl 2011

13.08.2011 19:00

Blíða og Sólborg

Það liggur við að það sé hálf tómlegt þegar tveir togarar láta úr höfn á sama degi, en þannig var það hér í Reykjanesbæ. Sóley Sigurjóns sem notað hefur Keflavíkurhöfn til að landa makrílnum fór aftur út í dag og í Njarðvik var Brettingur sem nýlega kom frá Grænlandi og fór hann einnig út í dag, að vísu helg ég að hann hafi farið eitthvað að ná í makríltroll. Lét ég því duga að taka þessar myndir, en báðir eiga þessir bátar það sameiginlegt að ég hef oft tekið myndir af þeim að undanförnu


                                                      1178. Blíða SH 277


             2464. Sólborg RE 270 © myndir teknar í Njarðvík af Emil Páli, 13. ágúst 2011

13.08.2011 18:00

Múlaberg SI 22

Þeir á Grímsnesi GK 555 tóku þessar myndir af Múlabergi SI 22, sem er  á rækju og fiskveiðum í Axarfjarðardjúpi, og sendu mér - Færi ég þeim kærar þakkir fyrir


      1281. Múlaberg SI 22, í Axarfjarðardýpi, í dag © myndir Grímsnes GK 555, 13. ágúst 2011

13.08.2011 17:00

Happasæll fiskar vel á lága númerinu

Það eru nokkur atriði varðandi þennan bát, sem eru öðruvísi. Hann ber í dag lægsta skipaskrárnúmer íslenska flotans þ.e. nr. 13. Hann er eini Austur-þýsi báturinn sem smíðaðir voru fyrir íslendinga um 1960 og mældumst um og sumir tæp 100 tonn og er ennþá til. Þá er það ekki verra að aflabrögðin hjá honum hafa verið mjög góð að undanförnu, en hann stundar makrílveiðar á færi. Segir sagan að hann hafi verið hæstur krókaveiðibáta á makrílnum í síðustu viku, þó ég hafi ekki fengið það staðfest. Hér er auðvitað átt við 13. Happasæl KE 94


            13. Happasæll KE 94, í Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 13. ágúst 2011

13.08.2011 16:10

Benni Sæm GK 26


            2430. Benni Sæm GK 26, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 12. ágúst 2011

13.08.2011 15:03

Guðbjartur ÍS 16 og Kaldbakur eða Harðbakur EA

Hér koma myndir sem Kristinn Benediktsson tók í ferð sinni með Júlíusi Geirmundssyni og Bessanum árið 1978. Af og til næstu daga munu koma stakar myndir og síðan lengri syrpur og þá aðallega eftir miðnætti næstu daga. Að sjálfsögðu munu koma fleiri myndir í bland með þessum myndum.

  1302, Guðbjartur ÍS 16 og annað hvort Kaldbakur eða Harðbakur EA © myndir Kristinn Benediktsson

13.08.2011 13:00

Kristinn Ben með Júlíusi Geirmundssyni og Bessa ÍS

Kristinn Benediktsson, frétta- og skipaljósmyndari, hefur nú gefið mér aðgang að miklum fjölda skipasmynda, en nýverið birti ég syrpu af nótaskipum sem hann tók er hann fór með Ársæli Sigurðssyni GK 320 í veiðiferð. Núna er það önnur veiðiferð og svo að henni lokinni koma hver serían á fætur annarri, brælumyndir, skip að veiðum og á siglingu. En gefum nú Kristni orðið:

,,Sagan er sú að 1978 fór ég í túr frá Ísafirði með Júlíusi Geirmundssyni ÍS sem þá var ísfisktogari. Ég skrifaði grein í Sjávarfréttir um þessa ferð. Ég þurfti að fara suður í miðjum túr og var ég þá fluttur yfir í Bessa ÍS frá Súðavík sem var að fara í land.
Ég byrja að senda þér stakar myndir. Þarna eru myndir af áhöfninni á Júlíusi og sólarlagið frá Júlíusi og svo togarinn sjálfur að fara á fulla ferð þegar ég var kominn um borð í Bessann".

Í framhaldi af því koma síðan stakar myndir úr ferðinni og  ýmsar brælusyrpur.


                        1285. Júlíus Geirmundsson ÍS 270


                        Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni


                                                 Kvöldsólin


            Ljósmyndarinn ferjaður yfir í 1313. Bessa ÍS 410
© myndir Kristinn Benediktsson, árið 1978 og í dag og næstu daga og jafnvel lengur,  fáum við að sjá augnakomfektið sem þessar gömlu myndaperlur svo sannarlega eru.

13.08.2011 12:00

Ver Nk 19

Myndir þessar birtust í nótt undir syrpunni frá Breiðdalsvík, en þar var talað um nafnlausan bát, þar sem ekki var vitað um nafn hans.

Það er komið í ljós því Bjarni G. á Neskaupstað upplýsti mig um að faðir hans hefði látið smíða hann 1962 og hvað nafn hans og skipaskrárnr. væri nú. Birti ég því myndirnar aftur og sögu bátsins.
                                           - sendi ég Bjarna kærar þakkir fyrir -
           874. Ver NK 19, á Breiðdalsvík í gær © myndir Sigurbrandur, 12. ágúst 2011

Smíðaður í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, á Akureyri 1942. Talinn ónýtur  12. sept. 1990  en í stað förgunar var hann fluttur á leiksvæði fyrir börn á Breiðdalsvík.

Nöfn:  Ver NK 19, Grímur ÞH 25, Gulltoppur GK 321, Gulltoppur ÁR 321, Kambavík SU 24 og Kambavík HF 344.

13.08.2011 11:07

Maggi Jóns KE 77


          1787. Maggi Jóns KE 77, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 12. ágúst 2011

13.08.2011 10:04

Hera ÞH 60


             67. Hera ÞH 60, í morgun © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 13. ágúst 2011

13.08.2011 09:08

Sigurvon / Hafnarey SU 206

Um þennan bát er mjög lítið vitað, nema fyrstu tvö nöfnin og hvar hann er smíðaður. Báturinn stóð í nokur ár, nafnlaus uppi í Grindavík, var síðan fluttur upp á Akranes í fyrra og síðan seldur til Breiðdalsvíkur þar sem hann er í dag kominn í einhverja útgerð að nýju.


                        5600. Sigurvon í Grindavík © mynd Emil Páll, 3. júní 2010


                     5600. Nafnlaus, á Akranesi © mynd Sigurbrandur, í júlí 2010


            5600. Hafnarey SU 206, á Breiðdalsvík í gær © mynd Sigurbrandur, 12. ágúst 2011

Smíðaður á Borgarfirði Eystri 1971.

Nöfn: Bjarnarey NS 56, Fiskavík ST 21, Sigurvon og núverandi nafn: Hafnarey SU 206 ( milli Fiskavík og Sigurvonarnafnsins eru ansi mörg ár og því ekkert vitað um nafnalistann eða sögu hans þau ár)

13.08.2011 08:47

Vismin II ÁR 54 / Oddur Guðjónsson SU 100

Í framhaldi af syrpunni sem Sigurbrandur Jakobsson, tók og sendi mér frá Breiðdalsvík, hef ég útbúið hér sögu tveggja bátanna. Tek ég nú fyrir bátinn með skráninganúmerið 1842


     1842. Vismin II ÁR 42, á bryggjunni í Sandgerði fyrir tugum ára © mynd úr safni Sólplasts


       1842. Oddur Guðjónsson SU 100, á Breiðdalsvík í gær © mynd Sigurbrandur 12. ágúst 2011

Framleiddur hjá Marki hf. á Skagaströnd 1987.

Nöfn: Hafbjörg HU 101, Vismin ÁR 12, Vismin II ÁR 54, Vismin II HF 344, Nökkvi NK 39, Nökkvi SU 100 og núverandi nafn: Oddur Guðjónsson SU 100

13.08.2011 08:08

Oddur Guðjónsson SU 100

Þessi mynd átti að birtast með syrpunni frá Breiðdalsvík, en gerði ekki og birtist því sjálfstæð núna.


          1842. Oddur Guðjónsson SU 100, á Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur, 12. ágúst 2011

13.08.2011 00:00

Breiðdalsvík 12. ágúst 2011

Sigurbrandur, skrapp  í vinarheimsókn á Breiðdalsvík og tók þá þessar myndir.


                                                        1875. Gná NS 88


                                                 2375. Sunna SU 77


                               7414. Golan SU 21 og 5600. Hafnarey SU 206


                                                     5600. Hafnarey SU 206
                                                              Nafnlaus


                 2755. Ragnar SF 550 að koma að landi ¤ myndir Sigurbrandur, 12. ágúst 2011