Færslur: 2011 Ágúst

24.08.2011 16:27

Brettingur með fullfermi af makríl

af vf.is:Fréttir | 24. ágúst 2011 | 15:27:21
Líf og fjör við Njarðvíkurhöfn

Brettingur KE kom að landi við Njarðvíkurhöfn nú um hádegi með fullfermi af makríl en báturinn var það drekkhlaðinn að ekki var nægilega mikið af körum til um borð undir aflann. Skipið var á veiðum á Skerjadýpi suðvestur af Reykjanesi.

Aflinn var um 60 tonn eða 190 kör og Lúðvík Börkur Jónsson framkvæmdarstjóri Íslenska Makrílveiðifélagsins segir að framundan sé líklega 20 tíma törn þar sem markríllinn verður frystur í heilu lagi í húsnæði Saltvers í Njarðvík. "Við erum líka að flaka makrílinn og markaðurinn er að taka vel í það. Ég held að við séum þeir einu hérlendis sem erum að flaka makrílinn," sagði Lúðvík þegar blaðamaður kíkti niður á bryggjuna í Njarðvík. Starfsfólkið beið niður í Saltver en Lúðvík sagði að þetta væri sennilega mesti afli sem komið hefur í vinnslu til þeirra í sumar.

Hann sagði jafnframt hafa verið mikið líf á bryggjunni í sumar og stanslaust verið að landa en lítil sem engin umferð hefur verið í Njarðvíkurhöfn undanfarin ár. Vertíðin hefur verið í fullum gangi síðan í júní og mun líklega standa til loka ágústmánaðar.

Skipverjar á Brettingi munu eflaust vinna fram í rökkur enda þarf að koma miklum afla frá borð, svo verður haldið til sjós á ný.
                                                  © myndir og texti af vf.is

24.08.2011 16:12

Höfnin á Grenivík
                      Höfnin á Grenivík © myndir Jóhannes Guðnason, 18. ágúst 2011

24.08.2011 15:19

Austfirðingur SU 3


                                            Austfirðingur SU 3

24.08.2011 11:00

Hugrún ÞH 240 - á Grenivík
          5483. Hugrún ÞH 240, á Grenivík © myndir Jóhannes Guðnason, 18. ágúst 2011

24.08.2011 10:40

Ösp ÞH 205 og Kvikk ÞH 112 á Húsavík


         5477. Ösp ÞH 205 og 6195(B-1195) Kvikk ÞH 112, á Húsavík © mynd Guðni Ölversson

24.08.2011 09:00

Bergur Sterki HU 17, Laula HU 20 og Gulltoppur GK 24, á Skagaströnd


    2452. Bergur Sterki HU 17, 6126. Laula HU 20 og 1458. Gulltoppur GK 24, á Skagaströnd © mynd Jóhannes Guðnason, 17. ágúst 2011

24.08.2011 08:26

Norska siglingamálastofnunin dæmd til að greiða hundruði milljóna

Þetta skrifar Jón Páll Jakobsson, skipstjóri í Noregi á síðu sína:

Þann 22.sept 2009 var Polar Atlantic kyrrsettur í Tomso vegna 16 atriða sem ekki voru í lagi og höfuðsökin var að ein lúga á millidekkinu var ekki útbúinn með fjarstýringu og það ætti að vera hurð á milli þar sem netin er lögð og millidekksins. Báturinn var kyrrsettur í 5 mánuði við bryggju í Tromso það mátti ekki einu sinni sigla honum í heimahöfn. Útgerðarmaðurinn stóð fast á því að þetta væri vitleysa í norsku siglingamálastofnun. Það var ekki fyrr en þann 23.feb 2010 sem norska siglingastofnun viðurkenndi misstökin og báturinn fékk leyfi til að fara á veiðar aftur. En á þessum tíma hafði báturinn misst af miklum möguleikum til að afla sér tekna. T.d brann inn stórhluti af þorskkvótanum en báturinn hafði verið á þorskanetum þegar hann var kyrrsettur. Útgerðarmaðurinn fór í mál við norska ríkið vegna þessa máls og krafðist 9 miljónir norskra króna ( Um 180 miljónir íslenskar) í bætur. Torleif (útgerðarmaðurinn) vann málið og nú má norska næringsminister punga út margar norskar miljónir, Torleif vill ekki segja mér hvað hann fékk í bætur en hann sagðist vera mjög sáttur.

Storvik og Reipa 031

 

Hér sjáum við Næringsminister Trond Giske vera þungann á brún þegar honum var ljóst að Norska siglingastofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti hafði gert svona hrikaleg misstök sem mun kosta ríkið mikla peninga.

Það broslega í þessu að í Júlí 2009 fékk báturinn nýtt haffæri gefði út af sjofartdirektoratet (norska siglingastofnun) í Sandnessjoen. Svo þeir voru með mjög veikt mál alveg frá byrjun.

Hvað ætli margir hafi lent í mörgum svipuð málum heima og ekkert fengið og jafnvel tapað málum ef farið er með þau fyrir rétt.

24.08.2011 08:02

Steini Vigg SI 110


          1452. Steini Vigg SI 110, á Siglufirði © mynd Jóhannes Guðnason, 20. ágúst 2011

24.08.2011 07:00

Þórir SF 77 o.fl. á Hornafirði


                       1236. Þórir SF 77 o.fl. á Hornafirði © mynd Guðni Ölversson

24.08.2011 00:00

Berglín GK 300
     1905. Berglín GK 300, kemur inn til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 23. ágúst 2011

23.08.2011 23:34

Fönix BA 123

©©©
                             2811. Fönix BA 123 © mynd Sigurður Bergþórsson

23.08.2011 23:00

Jón Garðar GK 475 / Sæbjörg VE 56


                  989. Jón Garðar GK 475, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll 1975


                    989. Sæbjörg VE 56, í höfn í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll

Smíðanr. 45 hjá Kaarbös Mekaniske Verksted A/S í Harstad í Noregi. Þá var skipið það 6. sem stöðin hafði smíðað fyrir íslendinga.  Er skipið kom til landsins 23. júlí 1965, var talið stærsti bátur íslenska síldarflotans. Yfirbyggt Danmörku sumarið 1978.
Skipið bar aðeins þessi tvö nöfn, þ.e. Jón Garðar GK 475 og Sæbjörg VE 56. Rak skipið upp og strandaði og ónýttist í Hornsvík, austan Stokksness 17. des. 1984.

23.08.2011 22:02

Kristján Valgeir GK 575 / Grindvíkingur GK 606 / Gígja RE 340 / Stakkanes ÍS 847 / Stakkanes


     1011. Kristján Valgeir GK 575 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                1011. Grindvíkingur GK 606 © mynd Snorrason


                                   1011. Gígja RE 340 © mynd Emil Páll


                        1011. Stakkanes ÍS 847 © mynd af heimasíðu Álasunds


  1011. Stakkanes ÍS 847 © mynd skerpla.is


            Stakkanes, í höfn í Noregi © mynd Fiskeri.no Akse KNittysen 2008
Smíðanúmer 51 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1966. Kom til Sandgerðis 23. júlí 1966. Lengdur og yfirbyggður hjá Hákonsen Mekanik, Skudenshavn, Noregi 1974 og aftur 1979. Selt til Svíþjóðar í apríl 1978, en keypt aftur til landsins í sama mánuði.

Meðan Svíar áttu skipið lá það í Grindavíkurhöfn og fór því aldrei úr landi ( í apríl 1978).

Leigt Hauki Guðmundssyni, Íshúsi Njarðvíkur til að nota við björgun á 1246. Guðrúnu Gíosladóttur KE 15, við Noregi frá haustinu 2002. Seldur á uppboði 31. maí  2007 og átti í framhaldi af því að fargast. En síðan birtist allt í einu mynd sú sem hér sést fyrir ofan af bátum í janúar 2010, sem Stokksnes í höfn í Noregi og er ekkert vitað nánar um skipið.

Nöfn: Kristján Valgeir GK 575, Kristján Valgeir NS 150, Grindvíkingur GK 606, Grindvíkingur GK 707, Gígja RE 340, Gígja VE 340, Stakkanes ÍS 847, Stakkanes ÍS 848 og Stakkanes.

23.08.2011 21:00

Sandnes


                              Sandnes © mynd Shipspotting, Erling Jensen, 2007

23.08.2011 20:00

Queen Elisabeth 2


                          Queen Elisabeth 2 © mynd Shipspotting, Erling Jensen, 2008