Færslur: 2011 Ágúst

20.08.2011 23:18

Regnboginn


             Regnboginn, séð frá Helguvík © mynd Emil Páll, 15. ágúst 2011

20.08.2011 23:00

Antares VE 18


            2277. Antares VE 18 © mynd Snorrason

20.08.2011 22:00

Ingiber Ólafsson II GK 135 / Jöfur KE 17 / Helga III RE 67

Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak.


        965. Ingiber Ólafsson II GK 135 ný kominn til Keflavíkur © mynd Emil Páll 1964


              965. Ingiber Ólafsson II GK 135 © mynd Snorrason


                           965. Jöfur KE 17 © mynd Snorrason


              965. Helga III RE 67 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 25. febrúar 1988

Smíðanúmer 27 hjá Ulstein Merkaniska Versted, Ulsteinsvik, Noregi 1964, eftir teikningu Sveins Ágústssonar.

Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 1977. Lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur 1995 og úrelding sama ár. Selt til Færeyja í jan 1996, lagt þá við bryggju í Reykjavík, en fluttur til Njarðvikur 4. jan. 1996. Salan var þó ekki afgreidd fyrr en 17. okt. 1996, en virðist hafa gengið til baka því báturinn var áfram í Njarðvik og síðan tekinn í hús í Njarðvikurslipp 19. mars 2002 til endurbyggingar, en hætt við. Fór síðan í drætti Skarfs GK frá Njarðvik, laugardaginn 8. maí 2004 til Danmerkur í brotajárn.

Nöfn: Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66.

20.08.2011 21:02

Sædís RE 63 / Jóhannes Jónsson KE 79


                826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                          826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                           826. Jóhannes Jónsson KE 79 © mynd úr Faxa

Svokallaður blöðrubátur, smíðaður í Hallerviksstrand í Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíku hf. 1981 - 1982.  Afskráður 1998, brenndur á áramótabrennu á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1988.

Frá des. 1946 til 1962, fór ekki saman skráning í Sjómannaalmanaki og því sem stóð á bátnum sjálfum. Samkvæmt sjómannaalmanakinu hét báturinn Jón Finnsson II GK 505, en á bátnum sjálfum stóð aðeins Jón Finnsson GK 505 og hjá Siglingamálastofnun var hann skráður sem Jón Finnsson GK 505 og 1962 var því breytt þar í Jón Finnsson II GK 505.

Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.

20.08.2011 20:00

Hanna ST 28


                 Hanna ST 28 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19. ágúst 2011

20.08.2011 19:00

Ver KE 45


                     875. Ver KE 45 © nynd Ljósmyndasafn Akraness

Smíðaður í Gilleleje, Danmörku 1934. Dæmdur ónýtur v/fúa í sept. 1965.

Nöfn: Ver VE 318, Ver GK 45 og Ver KE 45

20.08.2011 18:00

Skaren

Skaren er byggður 1938 er ekki viss um að hann sé með orginal stýrishúsið en það er gamalt hann er notaður sem hobbýbátur af útgerðarmanninum en aðallega liggur hann við ból fyrir framan húsið hans það er bara málið að eiga bát þarf ekkert alltaf að vera nota hann.

++
    Skaren, í Noregi © myndir Jón Páll Jakobsson, í ágúst 2011

20.08.2011 17:00

Urvaag M-73-AV

 Jón Páll Jakobsson skrifar á síðu sinni:
Þegar við vorum að landa í Napp í maí síðastliðnum var þar beitingavélabátur sem leit frekar illa út greinilegt að eitthvað mikið hafði gerst, svo ég auðvitað spurði hvað hafði gerst. Báturinn hafði sokkið við bryggju og svo þegar búið var að ná bátnum ákváðu eigendurnir að kaupa annan bát í staðinn fyrir að gera þennan upp, svo hann endaði þarna í Napp þeir sem ég talaði við þarna héltu að sjá sem hafði keypt hann hafi ætlað sér að gera hann upp en þeir vissu ekki meir.


 Þegar hann sökk 30. apríl 2004 við bryggju á eyjunni Averöy hét hann Urvaag og var með skráninguna M-73-AV. Talið botnloki hafi gefið sig. Það voru 80 tonn af olíu um borð í bátnum sem byrjaði að flæða út um loftinntökin en kafarar gátu þétt götin svo það hætti að leka. Báturinn var nýkominn úr slipp og var bara að fara sjó þegar þetta gerðist.

  Hér Urvaag við bryggju þegar búið var að ná honum upp og hann lítur nánast svona út.


  Hér sjáum við svo mynd af bátnum liggja við bryggju í Napp í maí 2011 © myndir Jón Páll Jakobsson

20.08.2011 16:00

Hólmar GK 546

Fyrsta frambyggða skipið sem smíðað var á Íslandi.


                  Hólmar GK 546 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 4 hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., Njarðvík 1963. Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og var um að ræða sömu teikningu og var af Baldri KE 97.

Báturinn var fyrsta frambyggða skipið sem smíðað var á Íslandi og var í upphafi smíðað á lager, en síðar boðið Baldri hf. til kaups, en ekkert varð úr því.

Báturinn fórst út af Alviðruhömrum 29. nóvember 1963 ásamt 5 manna áhöfn. Var hann þá aðeins 3ja mánaða gamall.

Bar hann aðeins þetta eina nafn og var með heimahöfn í Sandgerði.

20.08.2011 15:00

Sigurbjörg SU 88 / Ársæll SH 88 / Benni Vagn ÍS 96 / Auðbjörg II SH 97 / Grímsey ST 2

Annar þeirra sem enn eru í útgerð af árgerð '55 en elstu stálbátarnir í dag eru báðir frá Hollandi
                  741. Sigurbjörg SU 88 © mynd Snorrason


                              741. Ársæll SH 88 © mynd Snorrason


    741. Benni Vagn ÍS 96, kemur í fyrsta sinn til Flateyrar © mynd Bjarni Sv. Benediktsson


                            741. Auðbjörg II SH 97 © mynd Snorrason


               741. Grímsey ST 2 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is


                  741. Grímsey ST 2 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is        741. Grímsey ST 2, í slippnum á Akureyri, á myndinni sést einnig 1922. Finni NS 21 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is í ágúst 2011

Smíðaður hjá Scheepswerft Kaaer, Zaandam, Hollandi 1955.

Nöfn: Sigurbjörg SU 88, Sigurbjörg GK 527, Sólborg GK 527, Sigurjón Helgi GK 527, Sigurjón Helgi SU 15, Ársæll SH 88, Benni Vagn ÍS 96, Reynir AK 18, Auðbjörg II SH 97, Grímsey ST 2, Grímsey ST 102 og aftur og núverandi nafn: Grímsey ST 2.

20.08.2011 14:00

Hvalur 6 og 7 farnir í Hvalfjörðinn

Dráttarbáturinn Magni dró gömlu hvalveiðibátanna, Hval 6 og Hval 7 upp í Hvalfjörð þar sem þeir verða a.m.k. í vetur, en Hvalur 8 og Hvalur 9 verða áfram í Reykjavikurhöfn. Að sögn Morgunblaðsins tók drátturinn 4 klukkustundir.


            116. Hvalur 7 RE 377 og 115. Hvalur 6 RE 376, í Reykjavíkurhöfn í ágúst 2009 © mynd Emil Páll

20.08.2011 13:35

Þorsteinn EA 810


                   1903. Þorsteinn EA 810 © mynd Snorrason

20.08.2011 12:00

Ólafur Sólimann KE 3 / Pólstjarnan KE 3 / Freyja GK 364 / Keli


                                   1209. Ólafur Sólimann KE 3 © mynd Emil Páll


                              1209. Pólstjarnan KE 3 © mynd Emil Páll


      1209. Freyja GK 364, óyfirbyggð (þessi blái fyrir innan nöfnu sína) © mynd Emil Páll


                1209. Freyja GK 364, yfirbyggð © mynd Snorrason                                          Keli ex 1209, í Sibenik, Króatíu, 2004

Smíðanúmer 45 hjá Skipasmíðastöð Marselliusar Bernhardssonar, Ísafirði 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf., Seyðisfirði 1988. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1972. Seldur til Írlands 20 des. 1994 og þaðan til Króatíu 2004.

Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 364. Freyja SO (Írlandi), Kelly J (Írlandi) Keli (Króatíu) Ekkert vitað um hann eftir 2004.

20.08.2011 11:00

Neisti ÍS 218


                           1109. Neisti ÍS 218 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 21 hjá Trésmiðju Austurlands, Fáskrúðsfirði 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Þessi bátur og sá nr. 1564 voru þeir minnstu sem smíðaðir voru eftir teikningu Egils.

Afskráður sem fiskiskip 2007 og eftir það sem skemmtibátur.

Nöfn: Neisti RE 58, Neisti ÍS 218, Ásborg BA 84 og núverandi nafn: Tjaldur II ÞH 294

20.08.2011 10:00

Ásberg RE 22


                                       1041. Ásberg RE 22 © mynd Guðni Ölversson

Smíðanúmer 325 hjá Skipasmíðastöðinni N.V. Scheepswerf Gebr. Van Der Werf, í Deest Hollandi 1967, Lengdur 1973.

Seldur út landi til skipasmíðastöðvarinnar Flekkifjord Slipp og Maskinfabrikk í Flekkifjord í Noregi 1977 og þaðan seldur nánast strax til Kanaríeyja og síðan nokkrum árum síðar til Chile, þar sem hann var síðan seldur öðrum aðilar þar í landi og þar var hann til a.m.k. árið 2008

Nöfn: Ásberg RE 22, Ásberg (Kanaríeyjum), Zuiderester 4 (Chile)