Færslur: 2011 Ágúst

17.08.2011 00:00

Vigri á heimleið

Hér kemur síðasta serían í þessari lotu og gefum því Kristni Benediktssyni ljósmyndara orðið:

 ,,Hún sýnir togarann Vigra RE koma meðfram Júlíusi en þeir eru á heimleið og þá þótti það góður siður að renna framhjá næstu skipum og kveðja með því að þeyta skipsflautuna. Karlarnir koma út á brúarvænginn og veifa í kveðjuskini en aðrir standa aftur í rennu og eru að vinna í veiðarfærunum og eru ekkert að spá í annað. Kannski var Vigri RE að fara í siglingu þeir gerðu mikið af því Ögurvílkurskipin.

Allt búið í bili."

Um leið og ég endurtek þakkirnir til Kristins, staðfesti ég orð hans, að við þurfum ekki að örvænta, því hann er búinn að láta okkur hafa 2 möppur af um 30 til 40 sem hann mun koma með á síðuna á næstu vikum og þar kennir ýmsra grasa bæði frá bátum sem togurum og alltaf eru myndirnar teknar í ferðum með skipunum út á miðin.


             1265. Vigri RE 71, á heimleið af Halanum 1978 © myndir Kristinn Benediktsson

16.08.2011 23:00

Gunnjón GK 506


                   1625. Gunnjón GK 506 © mynd Emil Páll, af málverki í eigu Kaffi Duus

16.08.2011 22:00

Ásbjörn RE 60
               1505. Ásbjörn RE 60, á Halanum © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

16.08.2011 21:00

Grettir BA 39


      2404. Grettir BA 39, á Reykhólum © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  14. ágúst 2011

16.08.2011 20:00

Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700


         1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700, á Halanum © mynd Kristinn Benediktsson, 1978

16.08.2011 19:00

Knolli BA 8


            1893. Knolli BA 8, á Reykhólum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  14. ágúst 2011

16.08.2011 18:00

Lárus Sveinsson SH 126


     1478. Lárus Sveinsson SH 126, á Halanum © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

16.08.2011 17:00

Slippurinn eignast Steinunni Finnbogadóttur BA 325

Bátur þessi lá við bryggju í Reykjavík í fjölda ára eða þar til að Hans Jakob GK 150 dró hann til Njarðvikur 13. nóvember 2009. Þar voru gerðar á honum ýmsar endurbætur, en ekkert varð úr sjósetningu að nýju og auglýsti eigandinn hann til sölu án þess að nokkur sala yrði og endaði það mál með því að báturinn var sleginn Skipasmíðastöð Njarðvíkur á nauðungaruppboði í síðasta mánuði. Að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Skipasmíðastöðinni verður báturinn nú auglýstur til sölu.

Hér fyrir neðan mynd sem ég tók af honum í dag, birti ég söguágrip bátsins.


     245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, í Njarðvikurslipp i dag © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2011

Smíðanúmer 199 hjá Bolsönes Værft O A/S, Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður við bryggju í Reykjavík af Vélsmiðju Orra h.f, Mosfellssveit.

Nöfn:  Helga Guðmundsdóttir BA 77, Látraröst BA 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52, Dofri BA 25, aftur Helga Guðmundsdóttir BA 77, Helga Guðmundsdóttir SH 108, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir BA 325, Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og aftur núverandi nafn: Steinunn Finnbogadóttir BA 325.

16.08.2011 16:32

Njáll RE 275

Hér sjáum við bátinn kominn í sleðann sem lyftir honum upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú fyrir stundu. Ekki veitir af að skera hann fyrir 1. sept. en þá opnast fyrir dragnótaveiðarnar í Bugtinni.


        1575. Njáll RE 275, í slippsleðanum í Njarðvík núna fyrir stundu © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2011

16.08.2011 15:00

Dagrún ÍS 9, Erlingur GK 6 og Gyllir ÍS 261


                                    1410. Dagrún ÍS 9, á Halanum, 1978


                     1410. Dagrún ÍS 9 og 1449. Erlingur GK 6, á Halanum, 1978


    1451. Gyllir ÍS 261, 1410. Dagrún ÍS 9 o.fl. á Halanum, 1978 © myndir Kristinn Benediktsson

16.08.2011 14:04

Móney BA 11


    1924. Móney BA 11, á Reykhólum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123,.is  14. ágúst 2011

16.08.2011 13:18

Krummi BA 70


    6440. Krummi BA 70, á Reykhólum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 14. ágúst 2011

16.08.2011 12:19

Sigluvík SI 2


                       1349. Sigluvík SI 2, á Halanum © mynd Kristinn Benediktsson, 1978

16.08.2011 10:26

Páll Jónsson GK 7 - ný skveraður og flottur

Hér koma nokkrar myndir af hinum flotta báti Páli Jónssyni GK 7, er hann kom úr slipp í Njarðvik í morgum


       1030. Páll Jónsson GK 7, í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 16. ágúst 2011

16.08.2011 09:22

Eitt umfangsmesta kvótasvindl á Íslandi

dv.is:

Eigandi Saltvers var stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma

Beggja vegna borðs. Þorsteinn Erlingsson eigandi Saltvers var einnig stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint kvótasvindl fór fram.

Beggja vegna borðs. Þorsteinn Erlingsson eigandi Saltvers var einnig stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint kvótasvindl fór fram. Samsett mynd DV

Þorsteinn Erlingsson, eigandi útgerðarfyrirtækisins Saltvers, var stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint löndunarsvindl fyrirtækisins á að hafa viðgengist á höfninni. Heimildir DV herma að honum verði gert að greiða yfir 200 milljónir króna til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Fyrrverandi starfsmaður Saltvers hefur sakað fyrirtækið um gróft löndunarsvindl. Málið hefur verið til rannsóknar hjá Fiskistofu undanfarna mánuði. Þorsteinn, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur, hefur ekkert viljað tjá sig um málið við DV.

Fiskistofa segir ákvörðun í málinu ekki liggja fyrir. Þorsteinn Hilmarsson, starfsmaður Fiskistofu, sagði að um væri að ræða stjórnsýsluákvarðanir sem færu sínar leiðir og menn gætu í framhaldinu véfengt þær og ennþá væri ekki komin lokaniðurstaða. Hann staðfesti hvorki né neitaði því að eiganda Saltvers hefði verið gert að greiða fjársektir til stofnunarinnar, þegar DV talaði við hann í júlí. Á síðustu þremur árum hefur Fiskistofa einu sinni lagt sérstakt gjald á fyrirtæki vegna ólögmæts sjávarafla sem landað var framhjá vigt, en það hljóðaði upp á rúmar 23 milljónir.