Færslur: 2011 Ágúst
28.08.2011 10:15
Portland (Dyrhólaey)
Portland ( Dyrhólaey) og næsta nágrenni © myndir Jóhannes Guðnason, 27. ágúst 2011
28.08.2011 09:04
Gissur hvíti SF 1 / Húnaröst ÁR 150 / Húnaröst RE 550 / Húnaröst SF 550

1070. Gissur hvíti SF 1 © mynd af netinu, ljósmyndar ókunnur

1070. Gissur hvíti SF 1 © mynd af netinu, ljósmyndari ókunnur
1070. Gissur hvíti SF 1, í skipalyftunni á Akranesi, 1. jan. 1973 © mynd úr Árbók SLVÍ

1070. Húnaröst ÁR 150 © mynd Emil Páll

1070. Húnaröst ÁR 150 í yfirbyggingu í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 1977

1070. Húnaröst RE 550 © mynd Svafar Gestsson

1070. Húnaröst SF 550, í Greena, Danmörku © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar

Niðurrifið hafið þ.e. endalokin á 1070. Húnaröst SF 550 © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar
Smíðanúmer 56 hjá Söndeborg Skipbswærft, Sönderborg Danmörku 1968 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Endaði í pottinum i Greena, Danmörku í júlí 2004.
Stórviðgerð hjá Stál hf., Seyðisfirði, eftir að hafa farið á hliðina í Dráttarbraut Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 1972. Lengdur og yfirbyggður 1977 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Njarðvík og var fyrsti stálbáturinn sem lengdur var og yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Lengdur síðan aftur 1989.
Lá í Hornafjarðarhöfn frá því á árinu 2000 og þar til hann fór í brotajárn til Danmerkur, í júlí 2004.
Nöfn: Gissur hvíti SF 1, Víðir NK 175, Húnaröst ÁR 150, Húnaröst RE 550 og Húnaröst SF 550.
28.08.2011 08:30
Birgir RE 323

1116. Birgir RE 323, í Reykjavíkurhöfn © mynd Valur
Smiðaður í Hafnarfirði 1970 og strandaði á Bæjarskerseyri við Sandgerði 8. október 1987 og brotaði þar í spón.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn og var allan tímann í eigu sama aðila.

1116. Birgir RE 323, á strandstað á Bæjarskerseyri utan við Sandgerði © mynd úr Árbók SLVÍ
28.08.2011 00:00
Sóley Sigurjóns lætur út höfn og siglir út Stakksfjörðinn
2262. Sóley Sigurjóns GK 200, lætur úr höfn í Keflavík og siglir út Stakksfjörðinn © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2011
27.08.2011 23:00
Íslendingur
7450. Íslendingur í Víkingaheimum í dag © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2011
27.08.2011 22:00
Addi afi KE 78 á röngu númeri
6882. Addi afi KE 78, í Innri- Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2011
27.08.2011 21:00
Hafið lokkar og laðar
Þessa glæsilegu sjón var að sjá á Húsavík nú í sumar © myndir Þorgrímur Aðalgeirsson, 2011
27.08.2011 20:00
Tveir úr Garðinum í Keflavík
Smellti ég í dag myndir af tveimur Garðskipum sem láu saman við hafnargarðinn í Keflavík.
500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 1905. Berglín GK 300, í Keflavíkurhöfn í dag, en báðir eru þeir með heimahöfn í Garði
1905. Berglín GK 300 og 500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn í dag. Gunnar Hámundar hefur aðeins borið þetta eina nafn en hann var smíðaður í Njarðvík árið 1954 og er því orðinn 57 ára gamall. Berglín var smíðuð í Garðabæ 1988, fyrir Keflvíkinga og fékk fyrst nafnið Jöfur KE 17, síðan Jöfur ÍS 172 en hefur borið núverandi nafn Berglín GK 300 fá 1998 eða í 13 ár.
27.08.2011 19:06
Vaðandi makríltorfa í Keflavíkurhöfn í dag
Þó svo að ég hefði séð torfuna koma inn, hafði ég ekki tíma sökum annars verkefnis að mynda það, en tók hinsvegar þessar myndir af Fjólu er hún kom til Keflavíkur aftur nú á sjöunda tímanum í kvöld. Á miðnætti annað kvöld mun ég síðan birta mikla myndasyrpu af Fjólu sem ég tók þegar hún var að koma til hafnar áðan.
1516. Fjóla SH 121, í dag © myndir Emil Páll, 27, ágúst 2011
27.08.2011 18:00
Erling KE 140
233. Erling KE 140, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2011
27.08.2011 17:00
Juno
Juno, í Garðsjó í dag © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2011
Juno, frá Bahamas © mynd MarineTraffic, Wlodzimlerz Blomacki
27.08.2011 16:47
Brettingur skilaði trollinu og landaði
Togarinn Brettingur landaði makríl í nótt í Njarðvik, en áður kom hann við í Eyjum og skilaði trollinu sem hann hafði fengið að láni til ákveðins tíma. Kvóti hans er þó langt í frá búinn og því spurning hvaðan hann fær næsta troll að láni?
1279. Brettingur KE 50, í Njarðvik í dag © mynd tekin frá Innri-Njarðvik af Emil Páli, 27. ágúst 2011
27.08.2011 12:03
Surprise ÍS 46
137. Surprise ÍS 46, við Grænland © mynd Jón Páll Jakobsson, í ágúst 2008
27.08.2011 11:00
Maron GK í slipp
363. Maron GK 522, í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun © mynd Emil Páll, 27, ágúst 2011
27.08.2011 10:10
Mikið um að vera hjá Bláfelli ehf.
Færslurnar mína í morgun hafa báðar snúist um plastbáta framleidda hjá Bláfelli ehf. á gamla varnarsvæðinu sem nú heitir Ásbrú, eða báta sem nýkomnir eru þangað til fullnaðar frágangs. Fyrir utan þá þrjá sem myndir hafa birtst af í morgun birti ég nú mynd af þeir fjórða, en hann verður fullfrágenginn hjá Bláfelli þar sem hann var steyptur í upphafi.
Þessu til viðbótar sagði ég nýlega frá hæðsta Sómanum sem framleiddur hefur verið og hefur hann nú verið fluttur tímabundið inn í Hafnarfjörð þar sem unnar verði innréttingar í hann, en síðan kemur hann suður til fullnaðarfrágangs. Þá eru skemmtibátur í fullnaðarfrágangi hjá þeim og nokkrir aðrir sem síðar verður sagt frá, en í raun er þó búið að segja frá þeim öllum áður.
Þessi er eins og Korri KÓ framleiddur frá upphafi til loka hjá Bláfelli ehf. © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2011
