Færslur: 2011 Ágúst
29.08.2011 07:37
Sólborg TN 247
Sólborg TN 247, frá Tórshavn í Færeyjum, við bryggju í Skagen, 1972 © mynd Guðni Ölversson
29.08.2011 00:00
Fjóla SH 121 - 27. ágúst 2011
1516. Fjóla SH 121 siglir inn Stakksfjörðinn og er fyrir utan Vatnsnesið og hefur Hafnarfjörð i baksýn
Hér er það Vatnsleysuströndin í baksýn
Byrjað að beygja í átt að Keflavíkurhöfn og Vatnsleysuströndin í baksýn
Hér eru það Vogarnir sem sjást og vélsmiðjan Normi
Nú er báturinn kominn á rétta stefnu inn í Keflavíkurhöfn, með Vogastapa í baksýn
Ekki veit ég af hverju báturinn litaðist upp, er hann nálgaðist Keflavíkurhöfn og nýja byggðin í Innri - Njarðvík var í baksýn, en uppfyllingin þar sem gamla olíubryggjan var í Keflavík í forgrunn
Beygt inn fyrir hafnargarðinn, veiðimennirnir fylgst með og mastur og stýrishús Gunnars Hámundarsonar og eitthvað af Berglín GK koma einnig fram í forgrunn
Búið að slá af ferðinni, enda komið inn á höfnina. Í baksýn má sjá hluta af þeim stöðum þar sem Valþór GK 25 og Þerney KE 33 strönduðu og hér hef áður sýnt myndir frá
Þá er að gera klárt fram á
Þá er þetta alveg að koma
Komið nánast að bryggju , sem í daglegu tali er nefnd vesturbryggjan í Keflavík
© myndir Emil Páll, 27. ágúst 2011
28.08.2011 22:20
Hildur og Dagmar koma að landi
Hér kemur myndasyrpa sem sýnir er Dagmar AAEN og 1354. Hildur koma að landi á Húsavík.
Dagmar AAEN og 1354. Hildur, á Húsavík í sumar © myndir Þorgrímur Aðalgeirsson, 2011
28.08.2011 22:00
Finnur fríði FD 86
Finnur friði FD 86 © mynd af síðu Guðna Ölverssonar
28.08.2011 21:00
Princess Danae
Princess Danae, Grundarfirði í dag
Léttabátur að ferja farþegar milli skips og lands
Léttabátar af skipinu mætast © myndir Heiða Lára, 28. ágúst 2011
28.08.2011 20:00
Sæhrimnir ÍS 28 / Sæhrímnir KE 57
Sæhrímnir ÍS 28 © mynd Snorri Snorrason

Sæhrímnir KE 57 (eldri) © mynd Snorrason
Smíðaður í Fredrikssund 1934 úr eik, furu og beiki. Dæmdur ónýtur vegna fúa 1963 og rifinn sama ár.
Mun þetta vera eina skipið sem hinn þekkti útgerðarmaður Ingvar Guðjónsson lét smíða fyrir sig.
Nöfn: Sæhrímnir SI 80, Sæhrímnir ÍS 28 og Sæhrímnir KE 57.
28.08.2011 19:00
Sæljómi BA 59 og Brimnes BA 800
2050. Sæljómi BA 59 og 1527. Brimnes BA 800, á Patreksfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, 28. ágúst 2011
28.08.2011 18:00
Sæhrímnir KE 57 (yngri)

261. Sæhrímnir KE 57, fyrir lengingu © mynd Snorrason

261. Sæhrímnir KE 57, eftir lengingu, úti af Vatnsnesi í Keflavík á leið
til veiða © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 3 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi (nú Garðabæ) 1964, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Lengdur í slippnum í Reykjavík, af Stálvík hf. í febrúar 1966. Úrelding 1984.
Gerð var tilraun til að draga bátinn ásamt fleirum út til Grímsby í Englandi til niðurrifs. Er skipalestin var stödd milli Færeyja og Íslands slitnaði báturinn frá hinum. Varðskip sótti þá bátinn og dró inn í Hvalfjörð. Þann 1. janúar 1985 var hanndreginn í Eiðsvík við Geldinganes. Síðar var honum sökkt 4. júní 1985, djúpt út af Reykjanesi.
Nöfn: Sæhrímnir KE 57, Sæhrímir SH 40, Jónas Guðmundsson SH 18 og Ögmundur ÁR 3.
28.08.2011 17:00
Jón Páll BA 133 og Núpur BA 69 á Patreksfirði
2093. Jón Páll BA 133 og 1591. Núpur BA 69, á Patreksfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, 28. ágúst 2011
28.08.2011 16:00
Garðar BA 64
60. Garðar BA 64, í Skápadal við Patreksfjörð © mynd Sigurður Bergþórsson, 28. ágúst 2011
Smíðanúmer 332 hjá Aker Mek. Verksted A/S í Osló í Noregi og afhentur i mars 1912. Keyptur hingað til lands 1945 og umbyggður sama ár.
Tekinn á land í Skápadal við Patreksfjörð sem minjagripur eftir að útgerð lauk um 1981 og tekinn af skrá 1. des. 1981. Talið vera elsta stálskipið sem enn er til hérlendis.
Nöfn: Norröna I, Globe V. Falkur, Siglunes SI 89, Sigurður Pétur RE 186, Hringsjá SI 94, Garðar GK 175, Garðar RE 9 og Garðar BA 64.
28.08.2011 15:00
Björgúlfur EA 312 / Járngerður GK 477
26. Björgúlfur EA 312 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur
26. Járngerður GK 477 © mynd Snorri Snorrason
Smíðanúmer 412 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Stralsundi, Austur-Þýskalandi 1959. Eitt af 12 systurskipum sem gengu undir nafninu ,,TAPPATOGARAR" og voru smíðaðir eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Afhent Dalvíkingum i apríl 1960.
Sökk út af Jökulsá á Breiðamerkursandi 16. febrúar 1975.
Nöfn: Björgúlfur EA 312 og Járngerður GK 477
28.08.2011 14:00
Fagraberg FD 1210
Fagraberg FD 1210 © mynd af síðu Guðna Ölverssonar
28.08.2011 13:00
Fimm í hnapp
Fimm í hnapp, 467. Sæljós, 1428. Skvetta, 245. nafnlaus, 972. Kristín og sá kanadíski og stutt í þann sjötta sem er 363. Maron, í Njarðvikurslipp í morgun © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2011
28.08.2011 12:00
Jökull SH 126, Ásgeir RE 281 og Guðbjörg ÍS 14
Þessa skemmtilegu mynd hefur Snorri Snorrason, tekið einhvern tímann á árunum 1957 til 1959.
Fyrir neðan myndina birti ég sögu allra bátanna þriggja.
625. Jökull SH 126, 295. Ásgeir RE 281 og Guðbjörg ÍS 14 © mynd Snorri Snorrason
Jökull SH 126: Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Seldur úr landi 11. apríl 1995, en var þó enn í Hafnarfjarðarhöfn ári síðar, Ekkert vitað meira um sögu hans.
Nöfn: Jökull SH 126, Þórir RE 251, Þórður Bergsveinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64
Ásgeir RE 281: Upphaflega skorrota / enskur kútter, smíðaður í Danmörku 1881. Sökk í Þingeyrarhöfn 1935, náð upp aftur og endurbyggður og breytt í fiskiskip hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði, eftir teikningu Bárðar Tómassonar og lauk því verki 1942.
Talinn ónýtur vegna fúa 20. jan. 1966.
Nöfn: Rósamunda ÍS 295, Phönix ÍS 155, Sigurgeir GK 501 og Ásgeir RE 281
Guðbjörg ÍS 14: Smíðaður á Ísafirði 1956. Rak á land í Þorlákshöfn 26. jan. 1964 og eyðilagðist.
Nöfn: Guðbjörg ÍS 14, Guðbjörg ÍS 46 og Hrönn ÁR 21.
28.08.2011 11:01
Hav sand í Helguvik í morgun
Þegar myndirnar voru teknar í morgun stóð yfir útskipin á mjöli í skipið.
Hav sand, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 28. ágúst 2011
