Færslur: 2011 Apríl

01.05.2011 00:00

Mjóifjörður 30.04.2011

Okkar maður á Neskaupstað, Bjarni Guðmundsson, brá sér á björgunaræfingu á Mjóafjörð og tók í leiðinni þessa myndasyrpu.


                              1489. Anný SU 71 og 1819. Mundi SU 35


    1489. Anný SU 71, 1819. Mundi SU 35, 1861. Haförn I SU 42 og 6841. Bjarni SU 38


                           1819. Mundi SU 35 og 1861. Haförn I SU 42


       1489. Anný SU 71, 1861. Haförn I SU 42, 1819. Mundi SU 35 og 6841. Bjarni SU 38


   6841. Bjarni SU 38,  1861. Haförn I SU 42, 1819. Mundi SU 35, 1489. Anný SU 71 og björgunarbátar


                                       6239. Heiðrún, frá Fellabæ


                                          6239. Heiðrún, frá Fellabæ


                                          6239. Heiðrún frá Fellabæ
    Þennan á neðstu tveimur þekki ég ekki © myndir Bjarni G., á Mjóafirði 30. apríl 2011

 P.s. vegna tæknvandamála kom ein myndanna ekki inn, en hún kemur síðar

30.04.2011 22:00

Egill SH 195


                      1246. Egill SH 195 © mynd Hilmar Snorrason, 18. júní 2008

30.04.2011 20:45

Saxhamar SH 50


                1028. Saxhamar SH 50, í Rifshöfn © mynd Hilmar Snorrason, 23. júní 2008

30.04.2011 20:00

Glófaxi VE 300


     968. Glófaxi VE 300, á veiðum út af Suðurströndinni © mynd Hilmar Snorrason, í sept. 2007


         968. Glófaxi VE 300, út af Suðurströndinni © mynd Hilmar Snorrason, 3. sept. 2009

30.04.2011 19:00

Margrét HF 20


          259. Margrét HF 20, í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, 3. júní 2008

30.04.2011 18:00

Grímsnes GK 555


                             89. Grímsnes GK 555, út af Suðurströndinni, 12. júní 2008


             89. Grímsnes GK 555, í Njarðvík, 17. apríl 2010 © myndir Hilmar Snorrason

30.04.2011 17:35

Hrafnreyðin tekin fyrir veiðar á hvalskoðunarsvæði

visir.is:

Meðfylgjandi er mynd af hvalveiðibátnum Hrafnreyið og hvalaskoðunarbátnum Rósinni en hún var tekin í fyrrasumar á Faxaflóanum.

Meðfylgjandi er mynd af hvalveiðibátnum Hrafnreyið og hvalaskoðunarbátnum Rósinni en hún var tekin í fyrrasumar á Faxaflóanum.

Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan.

Í reglugerðinni sagði orðrétt:

"Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar. Þetta er gert á grundvelli laga og til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina."

Þegar haft var samband við Landhelgisgæslunnar fengust þau svör að tilkynningu væri að vænta um málið en varðstjóri vildi ekkert gefa upp um atvikið að öðru leytinu til.

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, sagði í viðtali við Vísi að samkvæmt AIS staðsetningarkerfinu, sem er í flest öllum bátum í dag, mætti sjá að hvalveiðibáturinn Hrafnreyði var búinn að vera á sama svæðinu frá um átta leytið í morgun. Það svæði er innan umræddrar línu sem sjávarútvegsráðuneytið dró fyrir tveimur árum síðan.

"Við sáum hann á svæðinu. Við héldum reyndar fyrst að þeir væru rétt fyrir utan línuna," segir Rannveig en hvalveiðibátarnir eru sem þyrnir í augum hvalaskoðunariðnarins af augljósum ástæðum.

"Þetta getur ekki farið saman, það er að segja að skjóta sömu dýr og við erum að skoða," segir Rannveig og fullyrðir að þróunin hafi verið þannig síðustu árin að færri og færri dýr sjáist í hverri ferð og eru þau erfiðari að nálgast en áður.

Hafi hvalveiðibáturinn verið fyrir innan umræddrar línu þá verður það kært til sýslumannsins í Reykjavík.

30.04.2011 17:11

H0frungur BA 60


             1955. Höfrungur BA 60, út af vestfjörðum © mynd Hilmar Snorrason, 25. júní 2008

30.04.2011 14:07

Reykjafoss fékk á sig högg við Nýfundnaland

Dv.is:

Þrír Íslendingar um borð, sextán í það heila. Skrúfa skipsins löskuð
.

Reykjafoss fékk á sig högg fyrir utan höfnina Argentia í morgun. Myndin tengist efni fréttar ekki.

Reykjafoss fékk á sig högg fyrir utan höfnina Argentia í morgun. Myndin tengist efni fréttar ekki. Mynd: Eimskip.is

Snemma í morgun fékk skipið Reykjafoss, sem Eimskip er með í leigu af erlendum aðila, á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada. Skipið var á leið sinni frá Norfolk í Ameríku til Íslands þegar óhappið varð.

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip stöðvaðist vél skipsins við höggið og varð að draga það stuttan spöl að hafnarbakkanum. Engin hætta mun hafa verið á ferð og ekki vitað um annað tjón á skipinu að svo stöddu en skrúfa þess er löskuð.

Farmur skipsins er öruggur og er verið að vinna í að koma honum í landa og áfram til áfangastaðar. Frekari fréttir af óhappinu og tildrögum þess er ekki að fá að svo stöddu.

Um borð var sextán manna alþjóðleg áhöfn, þar af þrír Íslendingar, sem sinna störfum er snúa að öryggi farmsins. Áhöfnin slapp ómeidd frá óhappinu.

Eimskipafélagið bíður nú eftir upplýsingum um ástand skipsins og þá hvort nauðsynlegt verði að fá annað skipt til leigu í stað Reykjafoss.

30.04.2011 13:41

Falleg skúta

Hjá Sólplasti í Sandgerði er verið að innrétta þessa skútu.
           Skútan í húsakynnum Sólplasts í Sandgerði © myndir Emil Páll, 30. apríl 2011

30.04.2011 13:04

Alda KE 8 ex Jónsnes BA 400

Í morgun var sjósett í Sandgerði strandveiðibáturinn Alda KE 8, sem áður hét Jónsnes BA 400. Báturinn hefur að undanförnu verið í miklum endurbótum og lagfæringum í húsakynnum Sólplasts ehf. í Sandgerði og eins og sést á meðfylgjandi myndum, bæði þeim sem ég tók í morgun og eins myndum sem ég tók fyrir um ári síðan, hefur báturinn tekið skemmtilegum úthlitsbreytingum.


                     6894. Alda KE 8, á leið út úr húsi hjá Sólplasti ehf. í morgun


30.04.2011 10:33

Dragnótadeilan fyrir dómsstóla

mbl.is:

Á dragnótarveiðum. stækka

Á dragnótarveiðum. mbl.is/Jim Smart

Útgerð í Grímsey hefur höfðað mál á hendur Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til viðurkenningar á ólögmæti banns við dragnótaveiðum í Skagafirði.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Samþykkt hefur verið að málið fái flýtimeðferð.

Útgerðarmenn dragnótabáta hafa gagnrýnt bann við dragnótaveiðum inni á sjö fjörðum sem sjávarútvegsráðherra setti í fyrravor. Meðal annars hafa íbúar Grímseyjar sent frá sér bænarskjal vegna málsins en bannið hefur alvarleg áhrif á afkomu útgerða þar og margra íbúa. Þannig hafa dragnótaveiðar verið drjúgur hluti tekna útgerðarfélagsins Sigurbjörns ehf. Litið er á málið sem einskonar prófmál í deilunum við ráðuneytið.

Það er höfðað á þeim grundvelli að réttur útgerðarinnar til veiða með dragnót sé atvinnuréttindi sem njóti verndar stjórnarskrár. Byggir stefnandi á því að vilji ráðherra innleiða nýja stefnu hafi honum borið að gera það með því að leggja frumvarp fyrir Alþingi. Með því sé tryggt að geðþótti einstakra ráðherra geti aldrei verið grundvöllur skerðingar atvinnuréttinda. Þá er talið að reglugerðin hafi ekki stoð í þeim lögum sem vísað er til.


30.04.2011 00:00

Steinunn SF 10 / Steinunn SF 40 / Magnús SH 205 / Magnús SH 206 / Sæmundur GK 4

Hér er það rúmlega fertugur stálbátur sem var fluttur inn fjögurra ára gamall, frá Noregi, en hefur þó borið fá nöfn hérlendis og hefur nánast legið við bryggju í Grindavík nú í nokkur ár.


                        1264. Steinunn SF 10 © mynd Hilmar Bragason


                           1264. Steinunn SF 10 © mynd Hilmar Bragason


                              1264. Steinunn SF 10 © mynd Flickr.


                       1264. Steinunn SF 10 © mynd Hilmar Bragason


                             1264. Steinunn SF 10 © mynd Ísland 1990


                1264. Steinunn SF 10 © mynd Snorrason


                   1264. Steinunn SF 10, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason


   1264. Steinunn SF 10 (t.v.) og 1286. Freyr SF 20, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason


                                  1264. Steinunn SF 40 © mynd Sverrir Alla


         1264. Magnús SH 205, nýmálaður á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson


                          1264. Magnús SH 206 © mynd Snorrason


                               1264. Sæmundur GK 4 © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Rolf Rekdal Skipbyggeri A/S, Tomrefjord, Noregi 1968. Lengdur 1973. Yfirbyggður 1987

Nöfn: Myrebuen N-328-Ö,  Klaus Hillesöy,  Steinunn SF 10,  Steinunn SF 40, Magnús SH 205, Magnús SH 206 og núverandi nafn: Sæmundur GK 4
 

29.04.2011 23:00

Trausti KE 73


   1958. Trausti KE 73, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll. Nú birti ég aðeins þessa einu mynd en síðast þegar ég birti allar myndirnar sem ég á af bátnum urðu margir hissa á hversu mikið hann hefur breyst í árana rás. Mun ég trúlega birta myndræna sögu hans einhvern tímann aftur

Framleiddur hjá Julía Boats, í Mariestad, Svíþjóð 1988. Skutgeymir o.fl. 1997 og 2002. Endurbyggður hjá Plastverki, Sandgerði 1999-2002, en skipt var um stýrishús, báturinn stækkaður og borðhækkaður, eftir að hafa stórskemmst í eldi í Ólafsvíkurhöfn 13. september 1999. Lengdur 2000.

Nöfn: Mikley SF 128, Sigurvík SH 117, Trausti KE 72, Trausti BA 66, Patrekur BA 66, Árni Jónsson KE 109, Þjóðbjörg GK 110, Heimdallur GK 110 og núverandi nafn: Fannar EA 29

29.04.2011 22:35

Utan við Hellissand og á Rifi í kvöld

Hér birtast fjórar myndir sem teknar eru á svipuðum slóðum í kvöld. Sigurbrandur tók tvær myndir af Jónu Eðvalds sigla fram hjá Hellissandi um kl. 20 í kvöld og Svavar Gunnarsson tók aðrar tvær í höfninni á Rifi.


            2618. Jóna Eðvalds SF 200, á siglingu utan við Hellissand um kl. 20 í kvöld © myndir Sigurbrandur, 29. apríl 2011


                        2090. Bugga SH 102 og 2314. Þerna SH 350, á Rifi í kvöld
 

               2574. Guðbjartur SH 45, á Rifi í kvöld © myndir Svavar Gunnarsson