Færslur: 2011 Apríl

28.04.2011 23:21

Þorkell Árnason GK 21 fyrir breytingar


     1231. Þorkell Árnason GK 21, fyrir breytingar © mynd Snorrason

Smíðanúmer 11 hjá Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað 1972. Lengdur og staflyfting 1991 

Nöfn: Hafaldan SU 155, Þorkell Árnason GK 21, Darri EA 32 og núverandi nafn: Ásta GK 262

28.04.2011 22:00

Guðbjörg Elín SH 53


                                 1161. Guðbjörg Elín SH 35 © mynd Emil Páll

Smíðaður sem nótabátur, í Reykjavík 1961. Dekkaður í Hafnarfirði 1971. Úreldur 8. des. 1988.

Nöfn: Magga RE 98, Guðbjörg Elín SH 53, Bogga GK 53, aftur Guðbjörg Elín SH 53, Jóhannes Gunnar GK 74 og Drífa GK 83

28.04.2011 21:00

Otur EA 162


                                 1103. Otur EA 162 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1970, eftir teikningu Ólafs Jónssonar og Stefáns Jóhannssonar. Stækkaður Keflavík 1977. Lengdur 1986. Fórst 10 sm. V. af Þrídröngum á siglingu til nýs útgerðarstaðar, Grindavíkur, 23. febrúar 2002, ásamt tveimur mönnum.

Nöfn:  Einar Þórðarson NK 20, Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og Bjarmi VE 66

28.04.2011 20:00

Eyrún ex EA o.fl. ísl. nöfn


       Eyrún ex 1094, í  Fornaes, Danmörku © mynd Fornaes

Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf. Hafnarfirði 1970 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður 1982. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994 og seld úr landi til Noregs  30. mars 1995. Breytt í skemmtileiguskip í Osló, Noregi 1995. Fór í niðurrif hjá Forae, Danmörku í okt. 2007.

Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 220, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155  og Eyrún ( í Noregi).

28.04.2011 19:00

Rauðsey AK 14


            1030. Rauðsey AK 14 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

Smíðanúmer 323 hjá Scheepswerf Gebr. Van der. Werft A/S, Deest, Hollandi 1967. Lengdur í Hollandi 1974. Yfirbyggður 1981. Breytt úr nótaskipi í línu- og netaskip hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur ehf. 2001 og fór í fyrstu veiðiferðina sem línuskip hinn örlagaríka dag 11. september 2001. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Nöfn: Örfirisey RE 14, Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57 og núverandi nafn: Páll Jónsson GK 7.

28.04.2011 18:00

Sigurður Þorkelsson ÍS 200


         421. Sigurður Þorkelsson ÍS 200 © mynd Snorrason

Smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1930.  Úreldingasjóður 25. okt. 1982.

Nöfn: Sigurður Gunnarsson GK 525, Freyja RE 225, Freyja GK 275, Freyja SH 140, Freyja BA 272, Freyja RE 307, Freyja KE 42, Freyja VE 125 og Sigurður Þorkelsson ÍS 200

28.04.2011 17:00

Jóhanna Magnúsdóttir RE 74


            426. Jóhanna Magnúsdóttir RE 74 © mynd Snorrason

Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1958, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Brann og sökk út af Meðallandi 25. maí 1982.

Nöfn: Freyja ÍS 364, Freyja GK 364, Pólstjarnan KE 3 og Jóhanna Magnúsdóttir RE  74

28.04.2011 16:00

Logi GK 121


                            330. Logi GK 121, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll

Smíðaður í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, Akureyri 1958. Dekkaður 1960. Endurbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1985. Úreldur 3. maí 1993 og stóð upp við Landakot í Sandgerði til ársins 1994 að hann var fluttur að bænum Sandgerði við Sandgerðistjörn og um 2003 var hann fluttur á autt svæði neðan við Fræðasetrið í Sandgerði og þar stendur hann enn.

Nöfn: Bjarmi TH 277, Bjarmi ÞH 277, Bjarmi BA 277, Logi GK 121 og Logi GK 212.

28.04.2011 15:00

Áskell ÞH 48


                298. Áskell ÞH 48 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

Smíðaður í Strandby, Danmörku 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Eldur kom upp í bátnum 21. nóv. 1988 út af Surtsey. Var hann dreginn til Vestmannaeyja, en talinn ónýtur og tekinn af skrá 17. jan. 1990.

Bar aðeins þetta eina nafn.

28.04.2011 14:50

Gjafar VE 300


                          137. Gjafar VE 300 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 32 hjá Van Bennekum Zaandan, Sliedrecht, Hollandi 1960. Úreldur í sept. 1992 og settur aftur á skrá í des. sama ár. Hefur mikið lengið við bryggju aldamótum, s.s. í Hafnarfirði og víðar var þó breytt í snurvoðabát 2006, en samt afskráður sem fiskiskip það ár. Hefur að undanförnu aðallega verið gerður út á lúðuveiðar, milli þess sem hann hefur legið.

Nöfn: Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 306, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise HU 19, Surprise ÍS 46, aftur Surprise HU 19 og núverandi nafn: Surprise HF 8

28.04.2011 13:00

Andri BA 100


          276. Andri BA 100 © mynd úr Flota Patreksfjarðar,  ljósm.: Snorrason

Smíðaður í Löngstör, Danmörku 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og kom nýr til Patreksfjarðar í febrúarlok 1960. Endurbyggður Akranesi 1970. Ónýttist eftir árekstur við m.b. Guðmund Kristinn SU, úr af Austfjörðurm í okt. 1979.

Nöfn:  Andri BA 100, Útey KE 116, Kristín GK 81 og Votaberg SU 14

28.04.2011 12:00

Arnar HU 1


                   234. Arnar HU 1 © mynd Snorrason

Smíðaður í Harstad, Noregi 1964. Einn hluthafa í útgerð skipsins, Hrólfur Gunnarsson sigldi bátnum heim og kom hann fyrst til Sandgerðis 16. júlí 1964. Degi síðar sigldi hann fánum prýddur til Reykjavíkur með ættmenni áhafnar, vini og blaðamenn.  Seldur til Svíþjóðar 19. sept. 1988 og kom síðan til Grenaa í Danmörku til niðurrifs i lok árs 1999 og enn var málað á hann þá, nafnið Arnar ÁR 55.

Nöfn: Arnar RE 21, Arnar HU 1 og Arnar ÁR 55.

28.04.2011 11:09

Búðanes GK 101


      200. Búðanes GK 101, að koma inn til Grindavíkur © mynd Snorrason

Smíðanúmer 13 hjá Eldsvig, í Urskedal, Noregi 1961, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Lengdur 1967. Dráttarbáturinn Hvanneyri dró bátinn í brotajárn til Belfast í Írlandi í des. 1992.

Nöfn: Stefán Ben NK 55, Sæfaxi II NK 123, Glettingur NS 100, Glettingur SH 100, Höskuldsey SH 2, Birtingur ÁR 44, Búðanes GK 101, Þorlákur Helgi ÁR 11, Þorlákur Helgi SI 71 og Þorlákur Helgi EA 589.

28.04.2011 10:00

Sólfari AK 170


                              197. Sólfari AK 170 © mynd Snorri Snorrason

Smíðanúmer 204/18 hjá Skaalurens Skibsbyggeri A/S, Rosendal, Noregi 1963. Sökk í mynni Reyðarfjarðar 19. október 1981.

Nöfn: Sólfari AK 170, Bergþór GK 125, Arnþór GK 125 og Reynir AK 18.

28.04.2011 09:00

Álaborg ÁR 25

Í gær hóf ég að birta nokkrar gamlar myndir úr safni minu, myndir sem teknar er af ýmsum og mun ég halda því áfram a.m.k. í dag og svo eitthvað á næstunni í bland við annað. Mun saga viðkomandi skips fylgja með í stórum dráttum.


                     133. Álaborg ÁR 25 © mynd Snorrason

Smíðaður hjá V.E.B. Volkswerft, Brandenburg, Austur-Þýskalandi 196, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Var hann í hópi margra systurskipa sem mældust 101 tonna, en í dag er aðeins einn slíkur í útgerð hérlendis, en það er 13. Happasæll KE 94. Þessi endaði í pottinum í Danmörku 2008.

Hann bar eftirfarandi nöfn. Kambaröst SU 200, Bjarni Jónsson ÁR 28,  Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 25, Trausti ÁR 80 og Trausti ÍS 111