30.04.2011 14:07

Reykjafoss fékk á sig högg við Nýfundnaland

Dv.is:

Þrír Íslendingar um borð, sextán í það heila. Skrúfa skipsins löskuð
.

Reykjafoss fékk á sig högg fyrir utan höfnina Argentia í morgun. Myndin tengist efni fréttar ekki.

Reykjafoss fékk á sig högg fyrir utan höfnina Argentia í morgun. Myndin tengist efni fréttar ekki. Mynd: Eimskip.is

Snemma í morgun fékk skipið Reykjafoss, sem Eimskip er með í leigu af erlendum aðila, á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada. Skipið var á leið sinni frá Norfolk í Ameríku til Íslands þegar óhappið varð.

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip stöðvaðist vél skipsins við höggið og varð að draga það stuttan spöl að hafnarbakkanum. Engin hætta mun hafa verið á ferð og ekki vitað um annað tjón á skipinu að svo stöddu en skrúfa þess er löskuð.

Farmur skipsins er öruggur og er verið að vinna í að koma honum í landa og áfram til áfangastaðar. Frekari fréttir af óhappinu og tildrögum þess er ekki að fá að svo stöddu.

Um borð var sextán manna alþjóðleg áhöfn, þar af þrír Íslendingar, sem sinna störfum er snúa að öryggi farmsins. Áhöfnin slapp ómeidd frá óhappinu.

Eimskipafélagið bíður nú eftir upplýsingum um ástand skipsins og þá hvort nauðsynlegt verði að fá annað skipt til leigu í stað Reykjafoss.