Færslur: 2011 Apríl

13.04.2011 12:00

Tjaldur SH 270


              2158. Tjaldur SH 270, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 11. júlí 2005

13.04.2011 09:26

Henti sér í sjóinn til að bjarga fætinum

www.dv.is
"Ég var í sjónum í einhverjar fimm til tíu mínútur og var orðinn nokkuð kaldur," segir Heimir Harðarson, stýrimaður á hvalaskoðunarbátnum Knerrinum og einn af eigendum Norðursiglingar á Húsavík. Heimir ...

13.04.2011 09:16

Hollvinasamtök stofnuð vegna endurbyggingar Maríu Júlíu

bb.is

María Júlía.
María Júlía.

Í bígerð er stofnun hollvinasamtaka um endurbyggingu björgunarskipsins Maríu Júlíu. Þá er í undirbúningi að hrinda úr vör fjáröflun til að halda áfram uppbyggingu skipsins. Fram kemur í fundargerð stjórnar Minjasafns Egils Ólafssonar að Þorgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, hafi tekið að sér að halda utan um fjáröflunina sem og stofnun samtakanna, safninu að kostnaðarlausu. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við eigendur skipsins sem eru Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti. Í fyrstu verður leitað til sjávarútvegsráðuneytisins eftir fjárstuðningi. Í framhaldi af stofnun hollvinasamtakanna, verður málið kynnt í fjölmiðlum og leitað til Vestfirðinga allra, sem og annarra landsmanna.

"Það er von þeirra sem að þessu standa að erindinu verði vel tekið og að með þessu átaki verði hægt að halda áfram uppbyggingu þessa sögufræga skips. Framtíðarsýn aðstandenda er að María Júlía sigli í framtíðinni aftur um Vestfirði með þeim virðuleik og sóma sem skipið á skilið," segir í bókun fundarins.

María Júlía á sér glæsta sögu sem björgunarskip Vestfirðinga, en ekki síður úr landhelgisstríðinu 1958 sem einn af varðbátunum í baráttu um yfirráð Íslendinga yfir fiskinum í sjónum í kringum landið. Skipið var síðan notað sem hafrannsóknarskip á milli stríða og björgunaraðgerða. Skipið er nátengt sögu Vestfirðinga. Það er 137 brúttósmálestir að stærð og 27,5 m að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjölþættu hlutverki á sviði hafrannsókna og strandgæslu.

13.04.2011 09:00

Baldur / Eivör


                            2044. Baldur, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 2002


                      2044. Baldur, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 2003


        Eivör ex 2044. Baldur, í Finnlandi © mynd Shipspotting, Jukka Koskimies 30. okt. 2009

13.04.2011 08:21

Njarðvíkurslippur í morgun

Þessar myndir tók ég í Njarðvikurslipp í morgun á áttunda tímanum og sýnir aðallega bræðurna Benna Sæm GK 26 og Sigga Bjarna GK 5 sem báðir eru komnir upp í slipp.


                         2430. Benni Sæm GK 26, í Njarðvíkurslipp í morgun


                      2430. Benni Sæm GK 26  og 2454. Siggi Bjarna GK 26


        Njarðvíkurslippur á áttunda tímanum í morgun © myndir Emil Páll, 13. apríl 2011 

13.04.2011 07:28

Björgvin EA 311


              1937. Björgvin EA 311, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, í sept. 1990


       1937. Björgvin EA 311, á Akureyri © mynd Shipspotting, Brian Crocker, 6. ágúst 2010

13.04.2011 00:00

2403. - 2404. - 2405.

Nú tek ég fyrir þrjá báta sem bera skipaskrárnúmer í röð og eru myndirnar fjórar, sem segir okkur að af einum bátanna eru tvær myndir, en ein af hinum. Myndasmiðurinn er Hilmar Snorrason og fyrir neðan myndirnar tek ég fyrir smá sögu viðkomandi báts.


                                   2403. Hvanney SF 51, á Hornafirði 25. júní 2005


                         2403. Hvanney SF 51, út af Reykjanesi, 3. júní 2008

Smíðaður í Guangzhou, Kína 2001 og hefur borið nöfnin Happasæll KE 94 og Hvanney SF 51


                                2404. Fossá ÞH 362, á Akureyri, 3. júlí 2005

Smíðuð í Guangzhou, Kína árið 2000. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar breytingar fyrst á Akranesi og núna á Akureyri. Hét fyrst Fossá ÞH 362, en fyrir stuttu fékk skipið nafnið Grettir BA 39.


                         2405. Addi á Gjábakka VE 220, í Reykjavík í apríl 2006

Framleiddur úr plasti Kristjansund, í Noregi 1983, lengdur 1989, innfluttur 1999. Hefur borið nokkur nöfn s.s. Fjordfangst, Skarðanúpur BA, Margrét AK, Tumi BA, Addi á Gjábakka VE 220, Háborg HU 10 og fyrir nokkrum vikum fékk hann nafnið Andey HU 10

                                             © myndir Hilmar Snorrason

12.04.2011 23:00

Ýmir HF 343


                  1880. Ýmir HF 343, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, um 1990

12.04.2011 22:00

Flatey ÞH 383


                             1752. Flatey ÞH 383 © mynd Hilmar Snorrason, 27. maí 2005

12.04.2011 21:00

Gúsi í Papey


            1692. Gúsi í Papey.  á Djúpavogi © mynd Hilmar Snorrason, í júní 2006

12.04.2011 20:00

Caterina / Esja


                                  1649. Esja, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason


                                    1649. Esja © mynd Hilmar Snorrason


         Caterina ex 1649. Esja, í Freetovn © mynd Shipspotting, Jochen Weganes, 25. maí 2007

12.04.2011 19:00

Akraborg / Sæbjörg


                              1627. Akraborg, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 1998


            1627. Sæbjörg ex Akraborg í Reykjavík © mynd Kenneth Gibson, 8. ágúst 2009

12.04.2011 18:00

Akraborg


                       1366. Akraborg, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, um 1980

12.04.2011 17:25

Perlan, á Spáni

Þó nokkuð margir íslendingar eiga skemmtibáta, eða skútur sem staðsettar eru í heitari löndum og eru sumar þeirra skráðar hérlendis, en aðrar ekki. Rakst ég á auglýsingu um að til sölu væri hlutur í þessari skútur í Mogganum um helgina og stalst því inn á síðuna sem gefin var upp og tók þaðan þessar tvær myndir.

Samkvæmt auglýsingunni er þessi staðsett í Alcudia á  Mallorca, Spáni.


 

                         2496. Perlan, á Spáni © myndir af síðunni perlan.ispolar.is

12.04.2011 17:00

500., 13., 1574., 2262, og 1343 við sömu bryggjuna


              Líf við hafnargarðinn í Keflavík í dag. Þarna má sjá 500. Gunnar Hámundarson GK 357, 13. Happasæl KE 94, 1574. Dröfn RE 35, 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 og 1343. Magnús SH 205 © mynd Emil Páll, 12. apríl 2011