30.04.2011 13:04

Alda KE 8 ex Jónsnes BA 400

Í morgun var sjósett í Sandgerði strandveiðibáturinn Alda KE 8, sem áður hét Jónsnes BA 400. Báturinn hefur að undanförnu verið í miklum endurbótum og lagfæringum í húsakynnum Sólplasts ehf. í Sandgerði og eins og sést á meðfylgjandi myndum, bæði þeim sem ég tók í morgun og eins myndum sem ég tók fyrir um ári síðan, hefur báturinn tekið skemmtilegum úthlitsbreytingum.


                     6894. Alda KE 8, á leið út úr húsi hjá Sólplasti ehf. í morgun