Færslur: 2011 Apríl

08.04.2011 22:00

Hjalteyrin EA 310 / Lómur 2 EK 0301


                2218. Hjalteyrin EA 310, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, 2003


         Lómur 2  EK 0301 ex 2218. Hjalteyrin, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, 2006

08.04.2011 21:05

Dannebrog


              Dannebrog, í Kaupamannahöfn © mynd Hilmar Snorrason, 2001

08.04.2011 20:00

Magnús SH 205 í Njarðvík í þokunni

Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan lék þokan stórt hlutverk í kvöld er Magnús SH 205 kom til Njarðvíkur að landa. Engu að síður tók ég þessa myndasyrpu og eru þær misgóðar eftir því hvernig þokan lét við mig.


                          1343. Magnús SH 205 leggst að bryggju í Njarðvík í kvöld












    Það er raunar þokunni að þakka eða kenna, hversu mis skarpar myndirnar eru, en stundum kom aðeins glufa og þá bjargaðist þetta að hluta til. Annars eru myndirnar af 1343. Magnúsi SH 205, sem var að koma inn til Njarðvíkur að landa, en hann var í dag norður af Garðskaga © myndir Emil Páll, 8. apríl 2011 

08.04.2011 19:00

Björn RE 79


                  2433. Björn RE 79, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 2003

08.04.2011 18:00

Fagranes / Maritol


       2130. Fagranes, á Ísafirði, einnig er þarna 1627. Sæbjörg © mynd Hilmar Snorrason, 1999


               Maritol ex 2130. Fagranes, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd sv1


          Maritol, ex Fagranes ex Tufjord, í San Fransisko © mynd Hilmar Snorrason

08.04.2011 17:00

Góður afli Njarðvíkurbáta - urðu að fara tvær ferðir í dag

Stór og fallegur þorskur var uppistaðan í góðum afla þeirra fjögurra báta sem gerðir eru út frá Njarðvík, í dag. Þurftu a.m.k. minni bátarnir að fara út aftur að löndun lokinni til að klára úr trossunum. Þegar ég kom niður að höfn núna áðan voru Keilir, Maron og Erling að landa, en Sægrímur búinn að landa úr fyrri ferðinni og farinn aftur út í hina síðari, en hinir ekki. Erling er mun stærri bátur og því veit ég ekki hvort hann þurfi að fara út aftur, en bæði Keilir og Maron fara út á ný og raunar var Keilir að renna út meðan ég var að skrifa þetta.
Veiðisvæðið er norður af Garðskaga, en eins og sést á þessu er frásögn Víkurfrétta um að lítil sem engin umferð sé um Njarðvíkurhöfn með öllu röng, eins og ég sagði í raun frá í morgun. Hvað vf sagði um að líf og fjör yrði í höfninni þegar 5 bátar hæfu makrílveiðar, þá er eins og menn vita ekkert sem segir að þeir noti Njarðvikurhöfn, þó svo að aflinn verði unninn í Njarðvík.








      Frá löndun úr 363. Maron GK 522 og 1420. Keilir SI 145, í Njarðvíkurhöfn á fimmta tímanum í dag © myndir Emil Páll, 8. apríl 2011

08.04.2011 16:01

Helga RE 49 / Steinunn SF 10


                       2449. Helga RE 49, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 2003


          2449. Steinunn SF 10, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 11. júní 2007


             2449. Steinunn SF 10, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 10. júlí 2009

08.04.2011 14:01

Benni Sæm GK 26

    2430. Benni Sæm GK 26 í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, 26. maí 2005

08.04.2011 13:00

Elliði T 253 ex Elliði GK


         Elliði T - 253 ex 2253. Elliði GK 445, í Tansamíu © mynd Shipspotting, Ian Baker, 6. sept. 2005


           Elliði T 252, í Sydney © mynd Shipspotting, Clyde Dickens, 18. okt. 2008

08.04.2011 12:10

Hafborg EA 152 x 2


              1922. Hafborg EA 152, í Grímsey © mynd Hilmar Snorrason, 29. júní 2006


           2323. Hafborg EA 152, á Dalvík   © mynd Hilmar Snorrason í sept. 2005


            2323. Hafborg EA 152, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, í jan. 2006

08.04.2011 10:04

Fiskveiðifrumvarpið virðist fallið á tíma

bb.is:

Sáralitlar líkur eru á því að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt á þessu þingi samkvæmt heimildum Fiskifrétta.
Sáralitlar líkur eru á því að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt á þessu þingi samkvæmt heimildum Fiskifrétta.
Sáralitlar líkur eru á því að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt á þessu þingi og taki gildi sem lög næsta haust, að því er fram kemur í Fiskifréttum. Enn er mikill ágreiningur um efni og framgang málsins í röðum stjórnarflokkanna. Fiskifréttum er tjáð að til umræðu hafi komið að leika einhvers konar millileik til þess að friða þá sem óánægðastir eru, til dæmis í tengslum við hugsanlega aukningu þorskaflaheimilda á yfirstandandi fiskveiðiári. "Þessum nýju heimildum kynni þá að verða úthlutað með einhverjum sambærilegum hætti og menn hugsa sér í ná fram með frumvarpinu. Þá yrði hluta af aukningunni úthlutað samkvæmt aflahlutdeild og hinn hlutinn boðinn gegn gjaldi. Einnig hafa verið vangaveltur um að setja frekari takmarkanir á útflutning á óunnum fiski," segir í Fiskifréttum.

08.04.2011 10:00

Karmen á Stakksfirði

Stórt skip að nafni Karmen kom inn á Stakksfjörðinn í gærkvöldi og var þar þangað til í morgun að það sigldi burt. Hverra erinda það var veit ég ekki, en þrátt fyrir rigningaúðann tók ég mynd af skipinu er það var framan við Helguvík um kl. 9 í morgun og eins tók ég mynd af MarineTraffic til að sýna það betur. Nú er þetta er sett inn er skipið komið út fyrir Garðskaga með stefnu í norður.


                Karmen á Stakksfirði í morgun um kl. 9 © mynd Emil Páll, 8. apríl 2011


                 Karmen © mynd MarineTraffic, Lars Westergaard 2. okt. 2007

08.04.2011 09:00

Hringur GK 18


                            1921. Hringur GK 18 © mynd Hilmar Snorrason, 7. júní 2005

08.04.2011 08:00

Líf og fjör í Njarðvíkurhöfn í sumar



(þessi frétt birtist í gær á vf.is og í Víkurfréttum og augljóslega er blaðamaður þarna mataður með upplýsingum s.s. að engin umferð hafi verið um Njarðvíkurhöfn undanfarin ár, en nú verði þar líf og fjör er 5 bátar hafa aðkomu þar af og til. Það rétta er að nú eru 4 landróðrabátar þar daglega í dag. Ef ég man rétt þá landa makrílbátarnir ekki daglega, en þó svo er þá er jú jákvætt allt sem framkallar fjölgun og því spyr ég hvað með aðra umferð s.s. togara og aðra fiskibáta sem hafa komið um höfnina, en sjálfsagt veit blaðamaður vf ekki einu sinni hvar Njarðvíkurhöfn er  og því lætur hann mata sig - innskot epj)

Íslenska Makrílveiðifélagið hefur gert samning við Saltver í Njarðvíkunum um samstarf í vinnslu og frystingu á krókaveiddum makríl í sumar. Lúðvík Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenska Makrílveiðifélagsins, sagðist reikna með að 5 skip muni veiða makríl fyrir vinnsluna í sumar, en félagið á sjálft eitt skip til veiðanna Blíðu SH 277 sem veiddi liðlega 60% af öllum þeim krókaveidda makríl sem fékkst síðastliðið sumar.

Veiðar hefjast í júní og er áætlað að vertíðin verði fram í ágúst. Þetta mun því kveikja mikið líf í Njarðvíkurhöfn en lítið sem engin umferð hefur verið þar síðustu árin.

"Mikilvægur lærdómur fékkst við veiðarnar, vinnsluna og markaðssetningu afurðanna síðasta sumar. Íslenska Markrílveiðifélagið er þegar búið að fjárfesta fyrir tugi milljóna í verkefninu, bæði í vélbúnaði og markaðsmálum." sagði Börkur. Börkur segir að hinir 4 bátarnir verði viðskiptabátar hjá félaginu en þó þannig að þeim verði skaffaður ýmis búnaður sem þarf til veiðanna. Hver viðskiptabátur þurfi þó að fjárfesta talsvert í föstum búnaði. Enn vantar einn viðskiptabát til veiðanna.

"Síðan erum við að leita að vönum framleiðslustjóra sem getur séð um vinnsluna og ráðið starfsfólk, en við reiknum með að þurfa u.þ.b. um 20 manns í vinnsluna," segir Lúðvík Börkur Jónsson í samtali við Víkurfréttir.

08.04.2011 07:12

Aðalbjörg RE 5


           1755. Aðalbjörg RE 5, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 22. mars 2005