Færslur: 2011 Apríl

12.04.2011 16:39

Hættu þorskveiðum í mokveiði

Eins og ég sagði frá fyrir helgi var mokveiði hjá bátum er réru frá Njarðvík og fóru þeir minni strax út eftir löndun, þar sem ekki tókst að taka upp öll netin. Meðal þessara báta voru rauðu bátarnir svonefndu Maron og Sægrímur, en þeir hafa nú báðir hætt þorskveiðum. Sá fyrrnefndi er að fara á lúðuveiðar, en hinum síðarnefnda verður nú lagt, þar sem hann hefur verið sviptur veiðirétti í nokkra mánuði.
             2101. Sægrímur GK 525 og 363. Maron GK 522, í Njarðvíkurhöfn í gær


        Veiðarfærin tekin frá borði í Sægrími í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 11. og 12. apríl 2011

12.04.2011 15:27

Siggi Bjarna í slipp

Stundum gerist ýmislegt skondið. Eins og menn sáu í morgun hér á síðunni hjálpaði Siggi Bjarna til að koma Jóhönnu ÁR upp í slipp í gær og hélt í bátinn að aftan, var semsé fyrir aftan hann. En þannig gerðist það líka að eftir að Jóhanna var kominn upp í slippinn varð Siggi Bjarna næstur á eftir henni þangað og á annarri myndinni sem ég birti nú sést Jóhanna fyrir aftan Sigga Bjarna, hún komin inn í húsið en Siggi Bjarna enn fyrir utan.


                2454. Siggi Bjarna GK 5 í Njarðvíkurslipp rétt fyrir hádegi í dag


  þeir eru fjórir bátarnir sem sjást á þessari mynd en báturinn fyrir aftan Sigga Bjarna er  Jóhanna ÁR 206, Valberg til hliðar og Gerður ÞH 1 einnig til hliðar en á hinn veginn. Talandi um Gerði, þá var rússi sem keypt hafði hann ákveðinn að taka hann úr slippnum á síðasta ári og farinn að borga þær skuldir sem á honum voru til þess að það tækist, þegar hann lenti í flugslysi og lést. Er mér sagt að maður í Reykjavík eigi hann núna. © myndir Emil Páll, 12. apríl 2011

12.04.2011 13:23

Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10


     1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í júlí 2005


      1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, á Akranesi © mynd Hilmar Snorrason, 31. maí 2008

12.04.2011 12:00

Salango ex Stapafell

Hér eru myndir sem teknar voru af skipinu þegar nýbúið var að selja það úr landi, því nýtt nafn var sett á það í Reykjavík fyrir förina frá landinu


                   Salango ex 1545. Stapafell, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason


                        Salango ex 1545. Stapafell í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason

12.04.2011 09:16

Bjarni Sveinsson ÞH 322


         1508. Bjarni Sveinsson ÞH 322, á Húsavík © mynd Hilmar Snorrason, 25. júní 2005

Smíðaður á Akureyri 1978, lengd 1998. Nöfn: Óskar Magnússon AK, Höfðavík AK, Björg Jónsdóttir ÞH og Bjarni Sveinsson ÞH. Seldur til Noregs 2007.

12.04.2011 08:47

Jóhanna ÁR 206 í slipp

Í gær hjálpust þeir að hafnsögubáturinn Auðunn og Siggi Bjarna GK 5 að koma Jóhönnu ÁR 206 í slippinn í Njarðvík og tók Gísli Aðalsteinn Jónasson, stýrimaður á Sigga Bjarna þá mynd þá sem hér birtist og síðan bætti ég við og tók nokkrar myndir af bátnum í morgun áður en almennilega birti, þar sem hann er kominn upp i slipp í Njarðvik.


    2043. Auðunn, dregur 1043. Jóhönnu ÁR 206 í átt að slippnum í Njarðvik og þeir á 2454. Sigga Bjarna GK 5, halda í bátinn að aftan © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, stýrimaður á Sigga Bjarna GK, 11. apríl 2011


          1043. Jóhanna ÁR 206 og 1074. Valberg VE 10, í Njarðvíkurslipp í morgun


       1043. Jóhanna ÁR 206, í Njarðvikurslipp í morgun © slippmyndirnar Emil Páll, 12. apríl 2011

12.04.2011 08:42

Keflavíkurhöfn í morgun


       Keflavíkurhöfn fyrir kl. 8 í morgun: 13. Happasæll KE 94, 1574. Dröfn RE 35, 1343. Magnús SH 205 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 © mynd Emil Páll, 12. apríl 2011

12.04.2011 08:25

Hegranes SK 2


           1492. Hegranes SK 2, á Sauðárkróki © mynd Hilmar Snorrason um eða eftir 1970


                 1492. Hegranes SK 2, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, 2004

12.04.2011 07:00

Skeiðfaxi


                1483. Skeiðfaxi, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 17. okt. 2005

12.04.2011 00:00

Sæfari / Icebeam


                             2063. Sæfari, á Dalvík © mynd Hilmar Snorrason, 2004


                  2063. Sæfari, við Grímsey © mynd Hilmar Snorrason, 29. júní 2005


                      2063. Sæfari, við Grímsey © mynd Hilmar Snorrason, 29. júní 2005


                        2063. Sæfari, á Dalvík © mynd Hilmar Snorrason, 2008


                 Icebeam ex Sæfari ex Bremnes © mynd Shipspotting, Ingvar


                  Icebeam, í Gothenburg © mynd Hilmar Snorrason, 7. ágúst 2009


                       Icebeam, í Helsingi © mynd Jukka Koskimies, 18 ágúst 2009

11.04.2011 23:00

Björgúlfur EA 312


                   1476. Björgúlfur EA 312, á Dalvík © mynd Hilmar Snorrason, 2004

11.04.2011 22:00

Dröfn í sólbaði

   1574. Dröfn RE 35, lýst upp af sólinni á Stakksfirði í dag © mynd Emil Páll, 11. apríl 2011

11.04.2011 21:00

Fyrrum Keilir á leið frá landinu

Olíuskipið Keilir, sem lengi vel var eina íslenska farskipið fyrir utan ferjurnar, sem enn var skráð hérlendis var hér á landi um helgina og fór nú undir kvöldið frá Hafnarfirði. Birti ég hér myndir af skipinu bæði sem Keilir og eins með því nafni sem það ber í dag, en fyrst eftir veruna hérlendis var það skráð í Færeyjum en í eigu íslenskra aðila og síðan selt til Danmerkur þar sem það er í dag.

Undir myndunum kemur smá frásögn af sögu skipsins.


                    2525. Keilir, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 13. maí 2005


                     2525. Keilir, á Ísafirði © mynd Hilmar Snorrason, 15. júní 2007


            OW Atlantic ex Keilir, í Las Palmas © mynd Shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 24. jan. 2009


      OW Atlantic, í Las Palmas © mynd Shipspotting, Angel Luis Godar Moreira


       OW Atlantic, í Narvik © mynd MarineTraffic, Steinar Hagen, 28. apríl 2010


         OW Atlantic, í St. Johns, í Newfoundalandi © mynd MarineTraffic, Barry Dewling, 21. jan. 2011

Smíðaður í Shanghai 2002 og lengdur sama ár.

Skráður í Færeyjum um tíma og síðan seldur til Danmerkur og hefur aðeins borið þessi tvö nöfn, Keilir og Ow Atlantic.

11.04.2011 20:00

Flottar myndir frá Sigurbjörgu ÓF 1

Friðþjófur Jónsson, skipstjóri á togaranum Sigurbjörgu ÓF 1 sendi mér í kvöld þessar glæsilegu myndir sem hann hefur tekið um borð í togaranum - Sendi ég honum kærar þakkir fyrir.


                     Um borð í 1530. Sigurbjörgu ÓF 1 © myndir Friðþjófur Jónsson

11.04.2011 19:00

Brúarfoss


      Brúarfoss, í Reykjavík í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 11. apríl 2011